5.2.08
Rokk hetjur
Það erum við, tjah allavegana Óli. Þó svo ég sé alveg rokkari inni við beinið þá er ég ekki mjög góð á gítar eða ef því er að skipta nokkru hjóðfæri eða tölvuleik yfirhöfuð. Eftir mikla leit og eftirvæntingu kom wii inn á heimilið mitt og núna kemst ekkert að en gítar-híró. Sem betur fer er engin keppni í gítar-híró, maður er bara með sína sveit og svona. Mín er The Joyous, og hún er alvöru, þarf að nota mest alla peningana sem hún þénar í að borga viðgerðir á hlutum sem við skemmum og himinháa reikninga á barnum.
Comments:
<< Home
Hljómar vel:) Tinna mín, ég er búin að skrifa þér bréf eins og við ræddum um og fer með það í póst í dag eða á morgun..kveðja, Svava
Skrifa ummæli
<< Home