27.6.07

Tré

Á sjálfum brúðkaupsdeginum verð ég fyrir þeirri lífsreynslu sem flestir vísindamenn hljóta að verða fyrir fyrr eða síðar: Einhver annar er búinn að útfæra hugmyndina mína. Þeas. ekki hugmyndina mína. Það hlaut samt að vera. En, ég get samt gert þetta, það hefði bara verið skemmtilegra ef enginn annar væri búinn að gera þetta fyrst. Þar að auki verður að útfæra hugmynd nokkrum sinnum til að sannfæra sig og samfélagið um ágæti hennar.

Eins og fyrr sagði þá eigum við Óli brúðkaupsafmæli í dag. Og ekkert smá afmæli, 5 ár! Sko okkur. Þar sem við höfum aldrei gert neitt brjálað (!!) á þessum degi, ákváðum við að fyrst við erum í New York og hér er allt á fullu, brjálað og geðveikt, þá yrðum við að gera eitthvað þannig og því er það að við eigum pantað borð á Le Bernardin í kvöld, kl. korter í átta.

Núna hinsvegar sit ég á "hole in the wall gem" rétt norðan við Wall Street. Í tilefni dagsins klæddi ég mig upp í sumarkjól og tók lestina í the financial district og hitti manninn minn í hádegismat. Við fórum á stað sem ég hafði research-að á netinu: Dodo (eins og fuglinn en ekkert Bíbí) (Brandari fyrir ömmu Bí). Hann varð að þjóta en ég varð eftir, fékk kaffi í Höllu-bolla og nýt þess að lesa grein og sörfa á netinu. Svaka ljúft. Hippa tónlist í eldhúsinu og góð stemmning.

26.6.07

New York woman

That is me! Ég er orðin meðlimur að gymmi. Ég hef alltaf bara verið fastagestur í leikfimishúsinu, klifurhúsinu eða skíðabrekkunni. Núna er ég svona kona sem fer í gymmið á miðjum degi. En það er náttúrulega líka vegna hversu snemma ég vakna þannig að miður dagur er eins og mitt kvöld.

Í dag er ég búin að vera einstaklega sportleg. Eftir að eiginmaðurinn var farinn af stað í vinnuna reimdi ég á mig hlaupaskóna og hljóp meðfram ánni, sem er reyndar meira eins og drullusíki. Við Óli byrjuðum að hlaupa fyrir svona tvem mánuðum. Þetta var 14. skiptið sem ég hljóp og það er ekkert smá hvað mér hefur farið fram. Núna get ég hlaupið í korter án þess að stoppa. Fyrst gat ég bara hlaupið í svona þrjár fjórar mínútur. En núna er ég líka í "hlaupasokkum" sem maður verður að passa að fara ekki í krummasokk. Því þeir eru spes eitthvað spliff miff.

Konan sem bjó hér á undan okkur skildi eftir kúpon fyrir 3 daga í einhverju gymmi. Þar sem ég er svona ekki með margar skyldur hérna í New York.. ákvað ég að tékka á þessu gymmi. Haldiði að ég hafi ekki hitt þennan líka svaka hönk í afgreiðslunni sem sýndi mér alla aðstöðuna og útskýrði fyrir mér hvað það kostar að verða meðlimur. Þetta gym er svona eins og maður sér í bíómyndum, marmari og gler, flísar og gosbrunnur. Ég varð alveg dolfallin og samþykkti allt sem hann sagði, er búin að láta gleypa mig inní gym-skrímslið. Byrjaði á því að fara í pilates tíma. Fyrsti pilates tíminn minn. Frekar hallærinsleg leikfimisæfing. Sem betur fer þekki ég engann í allri borginni sem gæti séð mig.

Þá gat ég loksins farið á bókasafnið og einbeitt mér. Kláraði ritgerðina og sendi hana til Chicago. Núna bíð ég bara eftir því að Pam sendi hana aftur til baka með þeim skilaboðum að hún sé ekki nógu góð fyrir einkunnina sem hún sendi. Eftir að bókasafnið lokaði hélt ég aftur í gymmið, í flexios, sem er svaka nýtískuleg íþróttaæfing sem ég hafði lesið um, rétt aðeins, og orðið svaka spennt fyrir að prófa. Þetta er sambland af yoga, ballet og einhverju einu enn. En nú er maðurinn minn komin heim og við erum að fara að sofa þannig að ætli ég verði ekki að gera flexius betri skil við betra tækifæri.

25.6.07

Kísildýr

Ég er að skrifa ritgerð og það gekk svaka vel þangað til ég fékk algjörlega leið á því að skrifa þessa ritgerð. Þannig var það að ég skilaði henni til kennarans. Hún sagði "bíddu ég hélt að þú ætlaðir að skrifa meira paleo spliff, auk líkana spliffsins". "Jamm, kannski, en síðan var líkanavinnan svo skemmtileg að ég gleymdi mér bara í henni" sagði ég. (Ég var komin með umbeðinn síðufjölda!) Og getiði hvað hún sagði þá? "Jahh, ef þú lofar að bæta við auka kafla um paleoproxies og þannig, þá skal ég senda inn einkunn með það í huga, og síðan sendir þú mér inn ritgerðina með aukakaflanum."

Þannig atvikaðist það að ég er núna að skrifa paleo kafla. Og fyrst ég þarf að ganga í gegnum það að skrifa ritgerð á miðju sumri í 26 stiga hita á Manhattan. Jah, þá verðið þið að lesa um hvað ég er að skrifa. Nema þið slökkvið á mér. Og ég myndi reyndar skilja það en. Þetta er frekar áhugavert og ég er að fara að útskýra málið á svaka einfaldan hátt.

Sagan gerist í sjónum í kring um suðurskautslandið. Þessi sjór er spes að því leyti að sjór frá miklu dýpi kemur upp á yfirborðið. Það er ekki það mikil lárétt blöndun í heimsins höfum. Sjór er yfirleitt á því dýpi sem hann er. En á nokkrum stöðum í heiminum færist sjór upp eða niður. Sjór á miklu dýpi er fullur af næringarefnum því ekkert lifir þar sem myndi nota þessi næringarefni. Þannig að þar sem sjór kemur frá miklu dýpi upp á yfirborðið er svaka gott að lifa, svif hafa nóg af næringarefnum og í kring um suðurskautslandið eru sérstakar líffverur sem eru spenntar fyrir einni tegund næringaefna. Kísli.

Á ísöld var miklu kaldara á pólunum heldur en er í dag en hitastig á miðbaug var ekki mjög ósvipað, að talið er. Það var kaldara en ekki jafn mikið kaldara eins og á pólunum. Þar af leiðandi var sennilega meira rok. Þetta telja menn vera málið því í íslögum á suðurskautslandinu frá síðustu ísöld er heilmikið af fínum sandi sem hefur borist með vindi sennilega frá Patagóníu (Suður Suður-Ameríku). Í sandi er járn. Og járn er svaka mikilvægt steinefni fyrir lífverur. T.d. fyrir fólk en líka diatom. Diatom eru svif sem mynda skeljar úr kísilsýru, H4SiO4. En þær þurfa líka nitur (NO3-) og járn. Í sjónum kringum suðurskautslandið er svaka mikið af H4SiO4 svo það er ekki vandamál, vandamálið er yfirleitt járn. Í dag hafa þessar lífverur það takmarkaðan aðgang að járni að þær verða að taka inn 4 mólekúl af H4SiO4 fyrir hvert mólekúl af NO3 sem þær taka inn. Á síðustu ísöld þegar nóg var af járni þá tóku þær inn 1 H4SiO4 fyrir hvert NO3.

Vísindamenn hafa skoðað allskonar sönnunargögn í sambandi við þessar spekulasjónir. T.d. hafa nokkrir skoðað Si ísótópur. Si er aðallega með 14 nifteindir; það er alltaf með 14 rafeindir og því er það hamingjusamast þegar það er líka með 14 nifteindir. En, smá hluti af öllum Si atómunum er með 16 nifteindir. Það skiptir eingu fyrir diatomin hversu margar nifteindirnar eru þannig séð en eins og er algengt með lifverur þá velja þær frekar léttari sameindina. Og það fer eftir því hversu mikið framboð af djúsi er hversu miklar skoðanir á þessu þær hafa. Þeas. ef sjórinn er yfirfullur af H4SiO4 þá velja allar léttari sameindirnar, en, ef það eru svo margar lífverur að þær þurfa að keppast um djúsið, þá er þeim alveg sama þannig séð og taka bara það sem býðst. Þannig að maður getur skoðað hversu mikið er af þungu sameindunum til að komast að því hversu vel það H4SiO4 sem var í sjónum á þessum tíma var nýtt. Á vísindamáli heitir þetta að Si-30 sé proxí fyrir nýtni á Si. (30 = 14 rafeindir + 16 nifteindir).

Síðan eru allskonar fleiri sönnunargögn. Það má mæla úraníum í setlögum til að komast að því hversu mikið af dauðu svifi féll á hafsbotn. Það má mæla hlutfallið af prótaktiníum og þóríum til að komast að því hversu mikið dót var að rigna niður frá yfirborðinu niður á hafsbotn. Menn eru búnir að komast að því hvernig nota má hvert smáatriði til að púsla saman mynd úr fortíðinni. Mér finnst það alveg ótrúlegt. Og þó svo ég geti skrifað þetta svona í einni setningu, þá er þetta ævivinna margra manna.

Allavegana. Áfram með söguna. Í síðustu ísöld var nóg af járni, lífverur þurftu ekki jafn mikinn kýsil. Það virðist ekki vera að fleiri lífverur urðu til þá þó svo að járnið hafi verið til staðar. Hvað varð um alla þessa kísilsýru? Getur verið að hún hafi sloppið útí nærliggjandi höf? Og hvaða áhrif myndi það hafa?

En það er einmitt það sem ritgerðin mín fjallar um. Smá líkanaúttekt á því hvaða áhrif það myndi hafa. Kaflinn sem ég er að skrifa núna er um það hvað við höfum fyrir okkur með það að kísilsýra "lak" úr Suðurskauts hafinu í heimsins höf. Ég veit ekki hvort einhverjum finnst gaman að lesa um það sem ég er að spekúlera í en þetta gefur kannski innsýn í jarðeðliisfræði og hvað menn spá í til að læra meira um veðurfarsbreytingar. Því það er tilgangurinn með þessu öllu saman: að læra meira um veðurfarsbreytingar fyrri alda, til þess að geta spáð fyrir um hvernig veðurfarsbreytingar við megum búast við í framtíðinni.

Efnisorð:


hamingjan hjálpi mér!

Það er svakaleg árátta með hamingju hérna í Bandaríkjunum. Allir eru að leita að hamingjunni. Hvar er hún? Hvernig finn ég hana? Ekki stendur á svörunum: yoga, heilsufæði, hlaupaskór, kók, sjónvarp. sófi, teppi, púðar, baðherbergisaukahlutir, handklæði, mýkingarefni. Bara ef þú kaupir eitthvað þá kemur hún svífandi, eins og engill, beint í faðm þinn.

Ég hugsa að fólk sé default hamingjusamt. Málið er bara að kveikja á chillinu, og þá fattar maður að maður gæti ekki verið hamingjusamari. Samfélagið hefur gert fólk að neysluskrímslum. Í fyrsta lagi er möst að vera með plastmál með funkí-litaða sykurleðju og rör.

Vá, ég hugsa að ég hafi útskrifast úr kynslóðinni minni ákkúrat á þessari mínútu. Eða er kynslóðin mín orðin þessi kynslóð sem tuðar yfir öllu mögulegu og aðallega neysluhyggju? Allavegana, hérna á Manhattan getur maður ekki tekið tvö skref án þess að sjá eitthvað sem mann langar í. Allt er hrikalega girnilegt og allir ofsalega glæsilegir og hamingjusamir.

Þessi óútskýranlegi kraftur sem togar í mann lýsti sér vel á hafnarboltaleiknum í gær. Við fórum að sjá the Mets spila hafnarbolta sem er heimur útaf fyrir sig. Maður fær varla tóm til að fylgjast með leiknum fyrir öllum pylsu, jarðhnetu, poppkorns, ís, frostpinna, kringlu, crackerjack, og gos sölumönnunum. Og maður getur varla notið þess að horfa því maður er allan tíman að hugsa um það hvað svona rjúkandi heit kringla eða ískalt gos hljómi nú vel, bara að það kostaði ekki heila fimm dollara. Síðan er leikurinn búinn og maður kemur út. Alveg dauðslifandi feginn því að hafa ekki fallið fyrir freistingunum því allar eru þær hrikalega óhollar og ég fæ bara illt í magann af svona dóti.

Málið er að reyna að átta sig á því að maður hefur það ljómandi gott og þarf alls ekki á þessu dóti að halda. Ótrúlegt að það taki 30 ár að læra. Neihh, 28. Hver sagði 30? Reyndar finnst mér ég orðin 30 nú þegar. Það er önnur saga.

20.6.07

Skúrir

Jafnvel þó maður búi í New York, sem er með endæmum faaaabulous borg, getur komið fyrir að maður eigi slæma daga. Í dag er ég að flytja okkar hafurtask úr stúdíóíbúð þumalínu í eins herbergja íbúð hávaxins manns. Þess vegna er ég að þvo þvott í þvottahúsinu niðri í kjallara. Ég er svona aðeins að drífa mig, arka þangað niður, þríf í hurðina og geng inn um dyrnar... Nema hvað, missi takið á hurðinni hálfa leið og hún opnast því bara til hálfs sem verður einmitt til þess að ég geng á hana og er því núna með skurð á eyranu. Skurð á eyranu. Aha.

Og ef það væri nú bara öll sagan sögð. Á mánudaginn fór ég með föt í hreinsun. Það er fatahreinsun hérna aðeins inn götuna en ég gat með engu móti fundið hana, gekk um hverfið fram og aftur þangað til ég fann uppáhaldsveitingastaðinn minn til þessa og þar var einmitt líka fatahreinsun. Ég hugsa með mér að það væri í góðu lagi að setja fötin þangað, fyrst að ég veit nákvæmlega hvar veitingastaðurinn er. Eða svo hélt ég. Jæja, fötin eru tilbúin í dag, miðvikudag svo ég fer að sækja þau. Það er rigning. Ekki svo alvarlegt. Ég rölti af stað, í átt að veitingastaðnum. Eða þannig. Hvar var hann aftur? Var það ekki þessi átt? Kannski einu stræti þangað? Bíddu. Hmm, hvar er ég? Rölt rölt. Komin á byrjunar reit. Jæja, allavegana veit ég hvar ég er. Best að fara í hina áttina. Rölt rölt. Jaá, þetta er rétta leiðin. "Góðan daginn, ég er hingað komin til að sækja þær flíkur sem ég kom með á mánudaginn" segi ég við konuna. Nei nei, þau eru ekki til fyrr en klukkan fimm. Það er því ekki annað að gera fyrir mig en að rölta bara aftur heim, hold vot, án fata, þeas. í fötum en ekki með þessi nýpressuðu.

Svona er nú lífið. Skín og skúrir. Ekki annað hægt að gera en reyna bara að chilla aðeins og hugsa um að læra götuheitin og áttirnar betur.

19.6.07

íbúðarmál í New York

Allt gott að frétta frá New York. Við erum búin að finna íbúð til að leigja í sumar, hingað til höfum við búið hjá Belga og í piparjónkustúdíóíbúð. En þetta stúdíó er á stærð við smáköku. Það er rúm í miðjunni og síðan smá rönd í kring um það en rúmið er meira að segja pínulítið. Það er kannski alveg nógu breitt en það er svo stutt að við sofum með fæturna útúr. Mér líður aðeins eins og Mjallhvíti þegar hún leigði hjá dvergunum. En á morgun flytjum við í íbúð með stofu, eldhúsi, baði og svefnherbergi. Það verður aldeilis lúxus.

15.6.07

Bloggað úr strætó

Nei þetta er ekki grín. Ég sit hérna í strætó á leiðinni frá Corvallis til Portland. Útsýnið eru grænar hlíðar og tré. Stór og falleg tré eins og í ævintýrum. Það er ekkert smá fallegt hérna. Það eina sem fólki dettur í hug að segja þegar umræðan snýst að Oregon er alltaf "já það er svo fallegt þar". Ég var alveg komin með leið á því að heyra þetta en síðan kem ég hingað sjálf og þetta er bara málið. Ofsalega fallegt í Oregon. Það eru fjöll hérna, strjálbýlt, svakalega mikið af trjám, eða, ætli það kallist ekki skóglendi. Íslendingurinn og Chicago búinn hefur ekkert vit á trjám, er alveg gapandi yfir þessu öllu saman.

Ég held að fyrsta vísindaferðalagið mitt hafi bara heppnast vel. Þó nokkru var áorkað þó svo að niðurstöður liggji enn ekki fyrir. Einnig er óvíst hversu góðar/áhugaverðar niðurstöðurnar verða en ég held að þær verði áhugaverðar því ég er með svo ótrúlega spennandi spekúlasjónir í huga til að kanna. Hefur að gera með kalsíum karbónat. Jei.

Vorum rétt í þessu að keyra framhjá trjáa-barnaheimili.. tree-nursery. Unglingstré þekja hæðir og hóla svo langt sem augað eygir. Og núna vínræktar svæði. Ohhh, pínu-ponsu grenitré. Ég féll alveg fyrir Oregon á þessu ferðalagi. Oregon er ólík þeirri Ameríku sem ég hef séð hingað til. Hér eru allir kommar. Blöðin eru full af greinum um minnihlutahópa sem eiga að fá betri kjör, mengunarslys sem þarf að sinna og um það að eignast vini. Ég trúði því nú ekki í morgun, þegar ég las forsíðuna á The Oregonian: kona hafði misst fót í slysi en eignast vinkonu í kjölfarið. Síðan var öll greinin um vinskapinn, þær keyra saman í vinnuna á morgnana.. já, las ekki lengra. Hérna fær maður aldrei einnota diska eða hnífapör heldur á maður að setja diskinn og hnífapörin í þar til gerða körfu þegar maður er búinn að borða á veitingastöðum. Kaffið er það besta í allri Ameríku. Veðrið er akkúrat passlegt, hvorki of heitt né kalt. Andrúmsloftið er alveg yndislegt, Fólk er afslappað og í góðum fíling. Og það er ekkert smá góð lykt hérna, ilmar allt af gróðri og smá svona mykju lykt, rétt keimur. Þetta fylki skaust upp í fyrsta sæti hjá mér. Nýtt á listanum og í beint á toppinn.

12.6.07

Bloggad fra Oregon

Thad er ekki odruvisi. Stulkan er i visinda-erindagjordum. Ad heimsaekja samstarfsmanninn. Og hann er mjog indaell. Eg var buin ad vera med hnut i maganum i heila viku yfir thessari heimsokn, svaf varla og og beit manninn minn i handlegginn. En sidan gengur thetta svaka vel og hann er hjalplegur og yfirvegadur a kritiskum augnablikum.

Sma daemi. Vid erum ad reyna ad kompaela (leyfa tolvunni ad renna i gegnum kodann til ad athuga hvort hun skilji hvad er i gangi) og thad gengur ekki alveg. Faum alveg utur ku athugasemd fra tolvunni. Ekkert fra okkar spliffi (margir eru ad vinna i thessu likani og villan kom fra mixing hlutanum, vid erum bara ad dila vid liffraedina) svo vid hofdum ekki miklar ahyggjur af thvi. Jaeja, thetta er adeins utfyrir mork sogunnar en sidan fer Andreas a fyrirlestur og eg er herna eftir ad vinna. Eg fae forritid til ad kompila og sidan laet eg thad keyra. Hvad haldidi ad gerist? Tolvan er buin ad steingleyma thvi sem eg er buin ad vera ad vinna i i marga manudi. Hun man ekkert eftir kalsidinu. Kalsid (CaCO3) er thad sem lifid mitt snyst um thessi arin. Hun hunsar thad gjorsamlega og eg skil ekkert i thvi. Spai i thessu fram og til baka. Thegar Andreas kemur sidan til baka spyr hann "jaeja, hvernig gengur?" Og tha segi eg ad sjalfsogdu: "Ekki vel". Hann er svona adeins hissa en vid raedum thetta fram og til baka, logum einn hlut og hvad aetli gerist. Likanid kompilar, keyrir og kalsidid mitt er a sinum stad.

Adur skrifadi eg bara eina linu, a bloggid: lina En nuna aetla eg ad reyna ad setja inn mynd:



Sjaidi hvad thetta er flott! Thetta gerdi eg, setti inn calcite. Thetta vedurfarslikan med straumum og hitastigi, seltu og hvad eina var til. Margir visindamenn eru bunir ad setja blod, svita og tar inni thetta likan. Andreas er ad setja inn litil kvikindi sem faedast, naerast og deyja. Eg kom inni myndina til ad spekulera hvad verdur um daudu kvikindin og eitt af thvi mikilvaega er hversu mikid kalsid (skeljar - pinu ponsu litlar skeljar) er i thessum dauda massa. Nuna er eg buin ad fiffa kalsidid inni myndana, sidan er bara ad sja hvad gerist naest! Eg er allavegana svaka spennt.

7.6.07

Komumst heil a höldnu

til fyrirheitnu borgarinnar. Erum nú í góðu yfirlæti í íbúð Belga sem Óli komst í samband við. Hann beið eftir okkur með franskbrauð og nutella og ætlum við að þiggja gestrisni hans í 3 daga. Á þeim tíma er hugmyndin að finna íbúð til lengri tíma. En sú hugmynd er reyndar strax komin í framkvæmd.

5.6.07

NAO

Stendur fyrir North Atlantic Oscillation sem er sveifla í veðráttu í Norður Atlantshafi.

Fyrir langa löngu tóku menn eftir því að ef maður dregur loftþrýsing yfir Íslandi frá loftþrýstingi yfir Azor eyjum, þá fær maður út tölu sem sveiflast upp og niður á svona 10, 20 eða 30 ára fresti. Þegar þessi tala er há, þýðir það að loftþrýstings munurinn er mikill yfir Norður Atlantshafi og stormar í háloftum ferðast með meiri hraða heldur en þegar þessi munur er lítill.

Stormarnir sveigja þá að meðaltali í átt til Skandinavíu þegar talan er há, jákvætt NAO, og úrkoma verður að meðaltali meiri þar. Að sama skapi verður minni úrkoma í suður Evrópu. Í neikvæðu NAO, þegar loftþrýstingsmunurinn er lítill, eru stormarnir minni, ferðast hægar og rétt lullast áfram til Evrópu, ná ekki að beinast í norður til Skandinavíu. Það þýðir hlýrra og þurrara veður í norðri, en vætusamra í suðri. Hér er mynd af því hvernið NAO-indexið (loftþrýstingsmunurinn) hefur sveiflast undanfarin 100 ár eða svo.



Það er mikilvægt að spá í svona langtíma sveiflum þegar maður spekúlerar í veðurfarsbreytingum. En það get ég sagt ykkur að vísindamenn taka tillit til þessara sveiflna sem við köllum "ártuga sveiflur" eða "decadal variations". Svona fyrirbæri finnst líka í Kyrrahafinu, t.d. heitir eitt Pacific Decadal Oscillation, annað El Nino/La Nina. Núna er ég að lesa skýrsu sameinuðu þjóðanna, IPCC, og er búin að sannfæra mig um að menn eru með þessar sveiflur á hreinu og rugla þeim ekki saman við hitnun jarðar.

Efnisorð:


This page is powered by Blogger. Isn't yours?