19.6.07
íbúðarmál í New York
Allt gott að frétta frá New York. Við erum búin að finna íbúð til að leigja í sumar, hingað til höfum við búið hjá Belga og í piparjónkustúdíóíbúð. En þetta stúdíó er á stærð við smáköku. Það er rúm í miðjunni og síðan smá rönd í kring um það en rúmið er meira að segja pínulítið. Það er kannski alveg nógu breitt en það er svo stutt að við sofum með fæturna útúr. Mér líður aðeins eins og Mjallhvíti þegar hún leigði hjá dvergunum. En á morgun flytjum við í íbúð með stofu, eldhúsi, baði og svefnherbergi. Það verður aldeilis lúxus.