26.7.07
Óson
Þessi færsla fjallar um það hvernig óson (O3) hefur áhrif á hitnun jarðar. Ósonið sem um er rætt finnst í neðri lögum lofthjúpsins (troposphere), ekki í háloftunum (stratosphere). Þetta óson verndar jörðina ekki gegn útfjólubláum geislum heldur veldur það alls kyns skaða: öndunarerfiðleikum í borgum, eins og í LA, Beijing og Reykjavík auk þess sem það er gróðurhússlofttegund. Óson er einnig skaðlegt fyrir plöntur, það eyðileggur frumur inni í laufinu og minnkar getu þeirra til að taka upp koldíoxíð. Núna í fyrsta sinn voru menn að rannsaka samband aukins ósons og magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu. Vísindamennirnir telja að óbeinu áhrifin (aukið óson þýðir að plöntur taka upp minna CO2 sem þýðir að meira verður eftir í andrúmsloftinu sem þýðir að minni varmi sleppi út í geim) séu veigameiri en beinu áhrifin (óson er gróðurhússloftegund sem endurgeislar varma sem er að reyna að sleppa út í geim).
Þessar niðurstöður eru mjög týpískar í hitnun jarðar / veðurfarsbreytingar geiranum. Það kemur yfirleitt í ljós að slæmu áhrifin eru enn verri en talið var í fyrstu.
Góðu fréttirnar eru þær að það er ekki erfitt að eiga við óson. Það lifir ekki í andrúmsloftinu nema kannski í nokkra daga eða vikur, þannig að það eina sem þarf að gera er að leggja bílnum. Labba, hjóla, taka strætó, eða ef menn nenna því ekki, fjárfesta í einhverju litlu tæki sem minnkar útblástur NOx úr bílnum.
Þessar niðurstöður eru mjög týpískar í hitnun jarðar / veðurfarsbreytingar geiranum. Það kemur yfirleitt í ljós að slæmu áhrifin eru enn verri en talið var í fyrstu.
Góðu fréttirnar eru þær að það er ekki erfitt að eiga við óson. Það lifir ekki í andrúmsloftinu nema kannski í nokkra daga eða vikur, þannig að það eina sem þarf að gera er að leggja bílnum. Labba, hjóla, taka strætó, eða ef menn nenna því ekki, fjárfesta í einhverju litlu tæki sem minnkar útblástur NOx úr bílnum.
Efnisorð: veðurfarsbreytingar
25.7.07
Fréttirnar
Ég skil ekki af hverju ég er svona hissa, en. Ég var að horfa á fréttirnar, BBC world news. Helmingur fréttanna fjallaði um afleiðingar hitnun jarðarinnar. Evrópa brennur; skógareldar geysa vegna þess hve heitt og þurrt er. Á meðan setja flóð allt á annan endan í Bretlandi og Rússlandi. Þetta eru öfgarnar sem vísindamenn eru búnir að reyna að útskýra að er það sem koma muni.
Maður syndir í sjónum á norðurpólnum til að vekja athygli á hitnun jarðar. Þetta eru fréttirnar sem spáð var fyrir 10 árum. Núna er það bara svo að sérkennilegt veður tekur upp meira og minna allan fréttatímann. Jafnvel þó svo ég sé með nefið ofaní veðurfars rannsóknum allan daginn finnst mér ógnvekjandi að sjá þetta svona "live" á skjánum.
Það sem ég sá á skjánum fer hinsvegar ekki mikið fyrir á vefsíðunni. En ég rakst rétt í þessu á grein á vefsíðunni með yfirskriftinni Ozone has 'strong climate effect'. Þetta er óheppileg yfirskrift að því leyti að flestir eiga eftir að lesa hana en ekki greinina. Síðan á fólk eftir að rugla saman "hitnun jarðar" og "óson-gatið". En þetta eru tvær afleiðingar þess að menn setja lofttegundir í andrúmsloftið í meira magni núna en sögulega hefur verið gert.
Hitnun jarðar er að mestum hluta vegna koldíoxíðs, CO2, sem verður til þegar kol og olía eru brennd. Óson er lofttegund svipuð að því leyti og CO2 að hún er gróðurhúsalofttegund. Hún er til í litlu magni í andrúmsloftinu, nálægt yfirborði jarðar.
Ósongatið er lengst upp í háloftum. Í ósonlaginu. Sem verndar okkur gegn útfjólubláum geislum. Ósonlagið er svo langt uppi að það hefur ekki bein áhrif á gróðurhússáhrifin.
Þessi tvö fyrirbæri eru að mestu óskyld. Það sem tengir þau saman hefur að gera með ský yfir suðurskautslandið sem ég get ekki farið útí núna því ég þarf að hitta Óla á pizzustað en ef áhugi er fyrir hendi á færslu um þær spekulasjónir mun ég með glöðu geði skrifa eina þannig.
Maður syndir í sjónum á norðurpólnum til að vekja athygli á hitnun jarðar. Þetta eru fréttirnar sem spáð var fyrir 10 árum. Núna er það bara svo að sérkennilegt veður tekur upp meira og minna allan fréttatímann. Jafnvel þó svo ég sé með nefið ofaní veðurfars rannsóknum allan daginn finnst mér ógnvekjandi að sjá þetta svona "live" á skjánum.
Það sem ég sá á skjánum fer hinsvegar ekki mikið fyrir á vefsíðunni. En ég rakst rétt í þessu á grein á vefsíðunni með yfirskriftinni Ozone has 'strong climate effect'. Þetta er óheppileg yfirskrift að því leyti að flestir eiga eftir að lesa hana en ekki greinina. Síðan á fólk eftir að rugla saman "hitnun jarðar" og "óson-gatið". En þetta eru tvær afleiðingar þess að menn setja lofttegundir í andrúmsloftið í meira magni núna en sögulega hefur verið gert.
Hitnun jarðar er að mestum hluta vegna koldíoxíðs, CO2, sem verður til þegar kol og olía eru brennd. Óson er lofttegund svipuð að því leyti og CO2 að hún er gróðurhúsalofttegund. Hún er til í litlu magni í andrúmsloftinu, nálægt yfirborði jarðar.
Ósongatið er lengst upp í háloftum. Í ósonlaginu. Sem verndar okkur gegn útfjólubláum geislum. Ósonlagið er svo langt uppi að það hefur ekki bein áhrif á gróðurhússáhrifin.
Þessi tvö fyrirbæri eru að mestu óskyld. Það sem tengir þau saman hefur að gera með ský yfir suðurskautslandið sem ég get ekki farið útí núna því ég þarf að hitta Óla á pizzustað en ef áhugi er fyrir hendi á færslu um þær spekulasjónir mun ég með glöðu geði skrifa eina þannig.
Efnisorð: veðurfarsbreytingar
25.6.07
Kísildýr
Ég er að skrifa ritgerð og það gekk svaka vel þangað til ég fékk algjörlega leið á því að skrifa þessa ritgerð. Þannig var það að ég skilaði henni til kennarans. Hún sagði "bíddu ég hélt að þú ætlaðir að skrifa meira paleo spliff, auk líkana spliffsins". "Jamm, kannski, en síðan var líkanavinnan svo skemmtileg að ég gleymdi mér bara í henni" sagði ég. (Ég var komin með umbeðinn síðufjölda!) Og getiði hvað hún sagði þá? "Jahh, ef þú lofar að bæta við auka kafla um paleoproxies og þannig, þá skal ég senda inn einkunn með það í huga, og síðan sendir þú mér inn ritgerðina með aukakaflanum."
Þannig atvikaðist það að ég er núna að skrifa paleo kafla. Og fyrst ég þarf að ganga í gegnum það að skrifa ritgerð á miðju sumri í 26 stiga hita á Manhattan. Jah, þá verðið þið að lesa um hvað ég er að skrifa. Nema þið slökkvið á mér. Og ég myndi reyndar skilja það en. Þetta er frekar áhugavert og ég er að fara að útskýra málið á svaka einfaldan hátt.
Sagan gerist í sjónum í kring um suðurskautslandið. Þessi sjór er spes að því leyti að sjór frá miklu dýpi kemur upp á yfirborðið. Það er ekki það mikil lárétt blöndun í heimsins höfum. Sjór er yfirleitt á því dýpi sem hann er. En á nokkrum stöðum í heiminum færist sjór upp eða niður. Sjór á miklu dýpi er fullur af næringarefnum því ekkert lifir þar sem myndi nota þessi næringarefni. Þannig að þar sem sjór kemur frá miklu dýpi upp á yfirborðið er svaka gott að lifa, svif hafa nóg af næringarefnum og í kring um suðurskautslandið eru sérstakar líffverur sem eru spenntar fyrir einni tegund næringaefna. Kísli.
Á ísöld var miklu kaldara á pólunum heldur en er í dag en hitastig á miðbaug var ekki mjög ósvipað, að talið er. Það var kaldara en ekki jafn mikið kaldara eins og á pólunum. Þar af leiðandi var sennilega meira rok. Þetta telja menn vera málið því í íslögum á suðurskautslandinu frá síðustu ísöld er heilmikið af fínum sandi sem hefur borist með vindi sennilega frá Patagóníu (Suður Suður-Ameríku). Í sandi er járn. Og járn er svaka mikilvægt steinefni fyrir lífverur. T.d. fyrir fólk en líka diatom. Diatom eru svif sem mynda skeljar úr kísilsýru, H4SiO4. En þær þurfa líka nitur (NO3-) og járn. Í sjónum kringum suðurskautslandið er svaka mikið af H4SiO4 svo það er ekki vandamál, vandamálið er yfirleitt járn. Í dag hafa þessar lífverur það takmarkaðan aðgang að járni að þær verða að taka inn 4 mólekúl af H4SiO4 fyrir hvert mólekúl af NO3 sem þær taka inn. Á síðustu ísöld þegar nóg var af járni þá tóku þær inn 1 H4SiO4 fyrir hvert NO3.
Vísindamenn hafa skoðað allskonar sönnunargögn í sambandi við þessar spekulasjónir. T.d. hafa nokkrir skoðað Si ísótópur. Si er aðallega með 14 nifteindir; það er alltaf með 14 rafeindir og því er það hamingjusamast þegar það er líka með 14 nifteindir. En, smá hluti af öllum Si atómunum er með 16 nifteindir. Það skiptir eingu fyrir diatomin hversu margar nifteindirnar eru þannig séð en eins og er algengt með lifverur þá velja þær frekar léttari sameindina. Og það fer eftir því hversu mikið framboð af djúsi er hversu miklar skoðanir á þessu þær hafa. Þeas. ef sjórinn er yfirfullur af H4SiO4 þá velja allar léttari sameindirnar, en, ef það eru svo margar lífverur að þær þurfa að keppast um djúsið, þá er þeim alveg sama þannig séð og taka bara það sem býðst. Þannig að maður getur skoðað hversu mikið er af þungu sameindunum til að komast að því hversu vel það H4SiO4 sem var í sjónum á þessum tíma var nýtt. Á vísindamáli heitir þetta að Si-30 sé proxí fyrir nýtni á Si. (30 = 14 rafeindir + 16 nifteindir).
Síðan eru allskonar fleiri sönnunargögn. Það má mæla úraníum í setlögum til að komast að því hversu mikið af dauðu svifi féll á hafsbotn. Það má mæla hlutfallið af prótaktiníum og þóríum til að komast að því hversu mikið dót var að rigna niður frá yfirborðinu niður á hafsbotn. Menn eru búnir að komast að því hvernig nota má hvert smáatriði til að púsla saman mynd úr fortíðinni. Mér finnst það alveg ótrúlegt. Og þó svo ég geti skrifað þetta svona í einni setningu, þá er þetta ævivinna margra manna.
Allavegana. Áfram með söguna. Í síðustu ísöld var nóg af járni, lífverur þurftu ekki jafn mikinn kýsil. Það virðist ekki vera að fleiri lífverur urðu til þá þó svo að járnið hafi verið til staðar. Hvað varð um alla þessa kísilsýru? Getur verið að hún hafi sloppið útí nærliggjandi höf? Og hvaða áhrif myndi það hafa?
En það er einmitt það sem ritgerðin mín fjallar um. Smá líkanaúttekt á því hvaða áhrif það myndi hafa. Kaflinn sem ég er að skrifa núna er um það hvað við höfum fyrir okkur með það að kísilsýra "lak" úr Suðurskauts hafinu í heimsins höf. Ég veit ekki hvort einhverjum finnst gaman að lesa um það sem ég er að spekúlera í en þetta gefur kannski innsýn í jarðeðliisfræði og hvað menn spá í til að læra meira um veðurfarsbreytingar. Því það er tilgangurinn með þessu öllu saman: að læra meira um veðurfarsbreytingar fyrri alda, til þess að geta spáð fyrir um hvernig veðurfarsbreytingar við megum búast við í framtíðinni.
Þannig atvikaðist það að ég er núna að skrifa paleo kafla. Og fyrst ég þarf að ganga í gegnum það að skrifa ritgerð á miðju sumri í 26 stiga hita á Manhattan. Jah, þá verðið þið að lesa um hvað ég er að skrifa. Nema þið slökkvið á mér. Og ég myndi reyndar skilja það en. Þetta er frekar áhugavert og ég er að fara að útskýra málið á svaka einfaldan hátt.
Sagan gerist í sjónum í kring um suðurskautslandið. Þessi sjór er spes að því leyti að sjór frá miklu dýpi kemur upp á yfirborðið. Það er ekki það mikil lárétt blöndun í heimsins höfum. Sjór er yfirleitt á því dýpi sem hann er. En á nokkrum stöðum í heiminum færist sjór upp eða niður. Sjór á miklu dýpi er fullur af næringarefnum því ekkert lifir þar sem myndi nota þessi næringarefni. Þannig að þar sem sjór kemur frá miklu dýpi upp á yfirborðið er svaka gott að lifa, svif hafa nóg af næringarefnum og í kring um suðurskautslandið eru sérstakar líffverur sem eru spenntar fyrir einni tegund næringaefna. Kísli.
Á ísöld var miklu kaldara á pólunum heldur en er í dag en hitastig á miðbaug var ekki mjög ósvipað, að talið er. Það var kaldara en ekki jafn mikið kaldara eins og á pólunum. Þar af leiðandi var sennilega meira rok. Þetta telja menn vera málið því í íslögum á suðurskautslandinu frá síðustu ísöld er heilmikið af fínum sandi sem hefur borist með vindi sennilega frá Patagóníu (Suður Suður-Ameríku). Í sandi er járn. Og járn er svaka mikilvægt steinefni fyrir lífverur. T.d. fyrir fólk en líka diatom. Diatom eru svif sem mynda skeljar úr kísilsýru, H4SiO4. En þær þurfa líka nitur (NO3-) og járn. Í sjónum kringum suðurskautslandið er svaka mikið af H4SiO4 svo það er ekki vandamál, vandamálið er yfirleitt járn. Í dag hafa þessar lífverur það takmarkaðan aðgang að járni að þær verða að taka inn 4 mólekúl af H4SiO4 fyrir hvert mólekúl af NO3 sem þær taka inn. Á síðustu ísöld þegar nóg var af járni þá tóku þær inn 1 H4SiO4 fyrir hvert NO3.
Vísindamenn hafa skoðað allskonar sönnunargögn í sambandi við þessar spekulasjónir. T.d. hafa nokkrir skoðað Si ísótópur. Si er aðallega með 14 nifteindir; það er alltaf með 14 rafeindir og því er það hamingjusamast þegar það er líka með 14 nifteindir. En, smá hluti af öllum Si atómunum er með 16 nifteindir. Það skiptir eingu fyrir diatomin hversu margar nifteindirnar eru þannig séð en eins og er algengt með lifverur þá velja þær frekar léttari sameindina. Og það fer eftir því hversu mikið framboð af djúsi er hversu miklar skoðanir á þessu þær hafa. Þeas. ef sjórinn er yfirfullur af H4SiO4 þá velja allar léttari sameindirnar, en, ef það eru svo margar lífverur að þær þurfa að keppast um djúsið, þá er þeim alveg sama þannig séð og taka bara það sem býðst. Þannig að maður getur skoðað hversu mikið er af þungu sameindunum til að komast að því hversu vel það H4SiO4 sem var í sjónum á þessum tíma var nýtt. Á vísindamáli heitir þetta að Si-30 sé proxí fyrir nýtni á Si. (30 = 14 rafeindir + 16 nifteindir).
Síðan eru allskonar fleiri sönnunargögn. Það má mæla úraníum í setlögum til að komast að því hversu mikið af dauðu svifi féll á hafsbotn. Það má mæla hlutfallið af prótaktiníum og þóríum til að komast að því hversu mikið dót var að rigna niður frá yfirborðinu niður á hafsbotn. Menn eru búnir að komast að því hvernig nota má hvert smáatriði til að púsla saman mynd úr fortíðinni. Mér finnst það alveg ótrúlegt. Og þó svo ég geti skrifað þetta svona í einni setningu, þá er þetta ævivinna margra manna.
Allavegana. Áfram með söguna. Í síðustu ísöld var nóg af járni, lífverur þurftu ekki jafn mikinn kýsil. Það virðist ekki vera að fleiri lífverur urðu til þá þó svo að járnið hafi verið til staðar. Hvað varð um alla þessa kísilsýru? Getur verið að hún hafi sloppið útí nærliggjandi höf? Og hvaða áhrif myndi það hafa?
En það er einmitt það sem ritgerðin mín fjallar um. Smá líkanaúttekt á því hvaða áhrif það myndi hafa. Kaflinn sem ég er að skrifa núna er um það hvað við höfum fyrir okkur með það að kísilsýra "lak" úr Suðurskauts hafinu í heimsins höf. Ég veit ekki hvort einhverjum finnst gaman að lesa um það sem ég er að spekúlera í en þetta gefur kannski innsýn í jarðeðliisfræði og hvað menn spá í til að læra meira um veðurfarsbreytingar. Því það er tilgangurinn með þessu öllu saman: að læra meira um veðurfarsbreytingar fyrri alda, til þess að geta spáð fyrir um hvernig veðurfarsbreytingar við megum búast við í framtíðinni.
Efnisorð: veðurfarsbreytingar
5.6.07
NAO
Stendur fyrir North Atlantic Oscillation sem er sveifla í veðráttu í Norður Atlantshafi.
Fyrir langa löngu tóku menn eftir því að ef maður dregur loftþrýsing yfir Íslandi frá loftþrýstingi yfir Azor eyjum, þá fær maður út tölu sem sveiflast upp og niður á svona 10, 20 eða 30 ára fresti. Þegar þessi tala er há, þýðir það að loftþrýstings munurinn er mikill yfir Norður Atlantshafi og stormar í háloftum ferðast með meiri hraða heldur en þegar þessi munur er lítill.
Stormarnir sveigja þá að meðaltali í átt til Skandinavíu þegar talan er há, jákvætt NAO, og úrkoma verður að meðaltali meiri þar. Að sama skapi verður minni úrkoma í suður Evrópu. Í neikvæðu NAO, þegar loftþrýstingsmunurinn er lítill, eru stormarnir minni, ferðast hægar og rétt lullast áfram til Evrópu, ná ekki að beinast í norður til Skandinavíu. Það þýðir hlýrra og þurrara veður í norðri, en vætusamra í suðri. Hér er mynd af því hvernið NAO-indexið (loftþrýstingsmunurinn) hefur sveiflast undanfarin 100 ár eða svo.

Það er mikilvægt að spá í svona langtíma sveiflum þegar maður spekúlerar í veðurfarsbreytingum. En það get ég sagt ykkur að vísindamenn taka tillit til þessara sveiflna sem við köllum "ártuga sveiflur" eða "decadal variations". Svona fyrirbæri finnst líka í Kyrrahafinu, t.d. heitir eitt Pacific Decadal Oscillation, annað El Nino/La Nina. Núna er ég að lesa skýrsu sameinuðu þjóðanna, IPCC, og er búin að sannfæra mig um að menn eru með þessar sveiflur á hreinu og rugla þeim ekki saman við hitnun jarðar.
Fyrir langa löngu tóku menn eftir því að ef maður dregur loftþrýsing yfir Íslandi frá loftþrýstingi yfir Azor eyjum, þá fær maður út tölu sem sveiflast upp og niður á svona 10, 20 eða 30 ára fresti. Þegar þessi tala er há, þýðir það að loftþrýstings munurinn er mikill yfir Norður Atlantshafi og stormar í háloftum ferðast með meiri hraða heldur en þegar þessi munur er lítill.
Stormarnir sveigja þá að meðaltali í átt til Skandinavíu þegar talan er há, jákvætt NAO, og úrkoma verður að meðaltali meiri þar. Að sama skapi verður minni úrkoma í suður Evrópu. Í neikvæðu NAO, þegar loftþrýstingsmunurinn er lítill, eru stormarnir minni, ferðast hægar og rétt lullast áfram til Evrópu, ná ekki að beinast í norður til Skandinavíu. Það þýðir hlýrra og þurrara veður í norðri, en vætusamra í suðri. Hér er mynd af því hvernið NAO-indexið (loftþrýstingsmunurinn) hefur sveiflast undanfarin 100 ár eða svo.

Það er mikilvægt að spá í svona langtíma sveiflum þegar maður spekúlerar í veðurfarsbreytingum. En það get ég sagt ykkur að vísindamenn taka tillit til þessara sveiflna sem við köllum "ártuga sveiflur" eða "decadal variations". Svona fyrirbæri finnst líka í Kyrrahafinu, t.d. heitir eitt Pacific Decadal Oscillation, annað El Nino/La Nina. Núna er ég að lesa skýrsu sameinuðu þjóðanna, IPCC, og er búin að sannfæra mig um að menn eru með þessar sveiflur á hreinu og rugla þeim ekki saman við hitnun jarðar.
Efnisorð: veðurfarsbreytingar
3.3.07
Við kærum!
Hún Svava vinkona gaf mér innblástur til að skrifa þennan póst.
Fyrir fimmtán árum síðan þegar ég lærði fyrst um gróðurhússáhrifin voru þau umdeild. Menn sem ekki voru "umhverfishnetur" voru almennt á þeirri skoðun að útblástur mannanna væri ekkert í samanburði við útblástur eldfjalla. Bara dropi í hafið. Það er ekki lengur svo. Núna er fólk almennt sammála um að mennirnir séu að hafa mikil árhrif á veðurfar jarðarinnar. Sumir eru sannfærðari en aðrir.
Inúítar sjá áhrif hitnunar greinilegar en flestir þar sem þeir búa á ís sem er um þessar mundir að bráðna. Þeirra tilvist er í orðsins fyllstu merkingu að renna til sjávar. Bandaríkin eru forystu þjóð þegar kemur að losun gróðurhússlofttegunda og nú hafa Inúítar ákveðið að stefna þeim fyrir mannréttindadómstólum. Inúítar vilja meina að þeirra mannréttindi til lífs og viðurværis, menningu og siða sé ógnað. Þeir vilja meina að með losun fjórðungi allra gróðurhússlofttegunda hafa Bandaríkin beint skert þeirra mannréttindi.
Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta mál þróast. Hér er frétt frá Kanada um málið
Fyrir fimmtán árum síðan þegar ég lærði fyrst um gróðurhússáhrifin voru þau umdeild. Menn sem ekki voru "umhverfishnetur" voru almennt á þeirri skoðun að útblástur mannanna væri ekkert í samanburði við útblástur eldfjalla. Bara dropi í hafið. Það er ekki lengur svo. Núna er fólk almennt sammála um að mennirnir séu að hafa mikil árhrif á veðurfar jarðarinnar. Sumir eru sannfærðari en aðrir.
Inúítar sjá áhrif hitnunar greinilegar en flestir þar sem þeir búa á ís sem er um þessar mundir að bráðna. Þeirra tilvist er í orðsins fyllstu merkingu að renna til sjávar. Bandaríkin eru forystu þjóð þegar kemur að losun gróðurhússlofttegunda og nú hafa Inúítar ákveðið að stefna þeim fyrir mannréttindadómstólum. Inúítar vilja meina að þeirra mannréttindi til lífs og viðurværis, menningu og siða sé ógnað. Þeir vilja meina að með losun fjórðungi allra gróðurhússlofttegunda hafa Bandaríkin beint skert þeirra mannréttindi.
Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta mál þróast. Hér er frétt frá Kanada um málið
Efnisorð: veðurfarsbreytingar
23.2.07
Rigning
Enn ein ástæða fyrir Íslendinga til að taka umhverfismál alvarlega.
Það er vitað mál að fólki er nokk sama um umhverfið nema það hafi bein áhrif á hagsmuni þeirra. Þetta sá ég glöggt í sumar þegar ég var að tala við hóp fólks um hitnun jarðar. Ég benti þeim á að afleiðingar hitnunar jarðar væru meðal annars þær að jöklar bráðna og eru um það bil að hverfa. Þau kipptu sér nú ekki mikið upp við að heyra það því 'það mun nú ekki gerast á okkar æviskeiði'. Ég sagði þeim að það væru kannski 20-30 ár í það og þá var þetta allt í einu orðið alvöru vandamál.
Jæja, nú get ég sagt ykkur að ég var á fyrirlestri rétt í þessu þar sem fram komu spár um breytt rigningafar. Jább, rétt giskað. Ísland mun verða vart við aukningu í þeim efnum með áframhaldandi hitnun.
Það var félagi félaga minna, Árdísar og Dónalds, hann Paul O'Gorman sem sagði frá rannsóknum sínum og líkönum sem hann hefur verið að þróa. Einstaklega áhugavert.
Þannig að þeim sem gaman hafa af því að flatmaga á grasinu á sumrin eða spranga um fjöll í góðu veðri er bent á þann kost að hjóla í vinnuna til að leggja sitt af mörkum.
Það er vitað mál að fólki er nokk sama um umhverfið nema það hafi bein áhrif á hagsmuni þeirra. Þetta sá ég glöggt í sumar þegar ég var að tala við hóp fólks um hitnun jarðar. Ég benti þeim á að afleiðingar hitnunar jarðar væru meðal annars þær að jöklar bráðna og eru um það bil að hverfa. Þau kipptu sér nú ekki mikið upp við að heyra það því 'það mun nú ekki gerast á okkar æviskeiði'. Ég sagði þeim að það væru kannski 20-30 ár í það og þá var þetta allt í einu orðið alvöru vandamál.
Jæja, nú get ég sagt ykkur að ég var á fyrirlestri rétt í þessu þar sem fram komu spár um breytt rigningafar. Jább, rétt giskað. Ísland mun verða vart við aukningu í þeim efnum með áframhaldandi hitnun.
Það var félagi félaga minna, Árdísar og Dónalds, hann Paul O'Gorman sem sagði frá rannsóknum sínum og líkönum sem hann hefur verið að þróa. Einstaklega áhugavert.
Þannig að þeim sem gaman hafa af því að flatmaga á grasinu á sumrin eða spranga um fjöll í góðu veðri er bent á þann kost að hjóla í vinnuna til að leggja sitt af mörkum.
Efnisorð: veðurfarsbreytingar
19.1.07
Ný kenning
Um daginn greindu danskir vísindamenn frá nýrri kenningu um koldíoxíð og hlutverk hafíss að flytja það niður í sjóinn. Hér er linkur á greinina. Mér finnst þetta mjög áhugavert. Þeir eru að segja að þeir séu búnir að finna nýja leið, sem mönnum hafði ekki dottið í hug áður, fyrir koldíoxíð að flytjast í sjóinn.
Þegar ís frýs þá festist loft inn á milli vatns-sameindanna. Tær ís, sem er bara vatn, er glær en ef loft er inná milli, þá verður hann hvítur. Þannig að í hafís er fullt af lofti sem vill komast út úr ísnum þegar hann nær ákveðið lágu hitastigi. Alveg eins og gosflaska sem sett er í frost, tappinn skrúfast af því loftið vill komast út. Þannig að það sem þessir vísindamenn eru að segja er að ísinn verður til við -1.8 gráður C og stækkar eftir því sem hitastigið lækkar. Síðan þegar það nær -6 gráðum C þá fer loftið sem festist inní ísnum komast út. Og þar sem 90% af ísnum er undir sjávarborði þá fer 90% af loftinu í sjóinn. Svona skil ég þetta allavegana.
Síðan er vandamálið náttúrulega að ísinn er að hverfa. Á hverju ári er ísinn á norðurpólnum minni en árið á undan, allavegana á sumrin. Þá minnkar það hversu mikið CO2 þrýstist niður í djúpsjó. Meiri CO2 í andrúmsloftinu, enn meiri hlýnun, enn minni ís, þetta veit ekki á gott.
Svaka spennandi pælingar. Ég hlakka til að heyra meira um þær. Vandamálin eru kannski nokkur. Í fyrsta lagi er ekki ljóst að svo mikið loft festist inni í ísnum. Ég bar þessa hugmynd upp við Doug sem er aðal ís gæjinn okkar og hann virtist ekki vera á því að mikið loft festist í ískristöllunum. Það er samt svolítið og það kemur úr sjónum, frá sama stað og vatnið sem ísinn er búinn til úr. Sem þýðir að það er þá spurning hversu miklu máli það skiptir að loft úr sjónum fari inn í ísinn og síðan útúr honum aftur inn í sjóinn. Þetta eru pælingar sem við verðum að heyra meira um.
Þegar ís frýs þá festist loft inn á milli vatns-sameindanna. Tær ís, sem er bara vatn, er glær en ef loft er inná milli, þá verður hann hvítur. Þannig að í hafís er fullt af lofti sem vill komast út úr ísnum þegar hann nær ákveðið lágu hitastigi. Alveg eins og gosflaska sem sett er í frost, tappinn skrúfast af því loftið vill komast út. Þannig að það sem þessir vísindamenn eru að segja er að ísinn verður til við -1.8 gráður C og stækkar eftir því sem hitastigið lækkar. Síðan þegar það nær -6 gráðum C þá fer loftið sem festist inní ísnum komast út. Og þar sem 90% af ísnum er undir sjávarborði þá fer 90% af loftinu í sjóinn. Svona skil ég þetta allavegana.
Síðan er vandamálið náttúrulega að ísinn er að hverfa. Á hverju ári er ísinn á norðurpólnum minni en árið á undan, allavegana á sumrin. Þá minnkar það hversu mikið CO2 þrýstist niður í djúpsjó. Meiri CO2 í andrúmsloftinu, enn meiri hlýnun, enn minni ís, þetta veit ekki á gott.
Svaka spennandi pælingar. Ég hlakka til að heyra meira um þær. Vandamálin eru kannski nokkur. Í fyrsta lagi er ekki ljóst að svo mikið loft festist inni í ísnum. Ég bar þessa hugmynd upp við Doug sem er aðal ís gæjinn okkar og hann virtist ekki vera á því að mikið loft festist í ískristöllunum. Það er samt svolítið og það kemur úr sjónum, frá sama stað og vatnið sem ísinn er búinn til úr. Sem þýðir að það er þá spurning hversu miklu máli það skiptir að loft úr sjónum fari inn í ísinn og síðan útúr honum aftur inn í sjóinn. Þetta eru pælingar sem við verðum að heyra meira um.
Efnisorð: veðurfarsbreytingar
15.1.07
súr sjór
Annan hvern dag læri ég nýja vídd á vandamálum sem við þurfum að kljást við í tengslum við hversu hratt við erum að dæla koldíoxíð inn í andrúmsloftið. Smá upprifjun fyrir þá sem ekki muna: með brennslu á jarðefnaeldsneyti og breytingum á land notkun fara um 7Gtonn af kolefni á ári í andrúmsloftið. Sjórinn gleypir 2Gtonn, landið (tré) tekur upp önnur 2Gtonn (ekki alveg vitað) og um 3 Giga-tonn verða eftir í andrúmsloftinu og er ástæðan fyrir því að hlutfall (og magn) CO2 í andrúmsloftinu er að aukast og jörðin er að hlýna.
En það sem ég er mikið að spá í þessa dagana, vikurnar, árin er koldíoxíðið sem fer í sjóinn. Þegar CO2 binst við vatn myndast sýra. Vísindamenn hafa séð breytingu á sýristigi sjávar og talið er að það er 0.1 pH gildi lægra en fyrir iðnbyltingu. Þetta er áfall fyrir lífríkið í sjónum, sérstaklega þær tegundir sem búa til kalk-skeljar. Kalk-skelja-myndun er næm fyrir pH gildi sjósins. Mínar rannsóknir byggja á því að kalk skeljar sem svif framleiða auka hraða agna sem sökkva í sjónum og flytja lífrænt kolefni (pakkað CO2) frá yfirborði sjávar inn í djúpsjó. Í djúpsjó dvelst koldíoxíðið í hundruðir ára án þess að koma aftur upp á yfirborðið. En mínar niðurstöður benda til þess að með súrnandi sjó og minni kalk-skelja framleiðslu, þá verði þessi flutningur á lífrænu kolefni með ögnunum minni og því mun koldíoxíð í andrúmsloftinu aukast hraðar eftir því sem meira er af því.
Það sem ég var hinsvegar að læra í gær er önnur afleiðing af súrari sjó. Flestar tegundir dýra sem við þekkjum úr sjónum tróna efst á sinni fæðukeðju. Þorskar, krabbar, hvalir, ... Með súrnun sjávar og erfiðleikum í kalk-skelja myndun hjá heilum flokk sjávardýra og plantna munu þær lífverur sem reiða sig á skeljar ekki getað lifað sómasamlegu lífi. Ekki er vitað hvað verður en að öllum líkindum munu þær smátt og smátt hverfa. Og hvað verður um dýrin efst á fæðukeðjunni þegar fyrsta og annað þrepið er kippt undan þeim? Þau fá ekkert að borða. Disaster fyrir þau. Ég hafði ekki áttað mig á þessu en það er heill hópur haffræðinga sem eru bara búnir að sætta sig við það að framtíð sjávarins eru marglittur og slím. Hversu sorglegt er það?
Fyrirgefiði mér að skrifa stundum svona niðurdrepandi pósta en ég bara get ekki annað. Get ekki lifað með svona hluti inní mér án þess að deila þeim með öðrum. Ef aðeins til þess að þegar þú vaknar upp einn daginn og það er marglitta í soðningunni, ekki þorskur, að þú getir ekki sagt "Tinna! Þú vissir þetta en sagðir okkur ekki, við hefðum reynt að gera eitthvað í málinu hefðum við vitað að þetta væri það sem koma myndi." Ekki hætta samt að lesa bloggið mitt. Ég lofa að ég skal skrifa eitthvað sniðugra næst.
En það sem ég er mikið að spá í þessa dagana, vikurnar, árin er koldíoxíðið sem fer í sjóinn. Þegar CO2 binst við vatn myndast sýra. Vísindamenn hafa séð breytingu á sýristigi sjávar og talið er að það er 0.1 pH gildi lægra en fyrir iðnbyltingu. Þetta er áfall fyrir lífríkið í sjónum, sérstaklega þær tegundir sem búa til kalk-skeljar. Kalk-skelja-myndun er næm fyrir pH gildi sjósins. Mínar rannsóknir byggja á því að kalk skeljar sem svif framleiða auka hraða agna sem sökkva í sjónum og flytja lífrænt kolefni (pakkað CO2) frá yfirborði sjávar inn í djúpsjó. Í djúpsjó dvelst koldíoxíðið í hundruðir ára án þess að koma aftur upp á yfirborðið. En mínar niðurstöður benda til þess að með súrnandi sjó og minni kalk-skelja framleiðslu, þá verði þessi flutningur á lífrænu kolefni með ögnunum minni og því mun koldíoxíð í andrúmsloftinu aukast hraðar eftir því sem meira er af því.
Það sem ég var hinsvegar að læra í gær er önnur afleiðing af súrari sjó. Flestar tegundir dýra sem við þekkjum úr sjónum tróna efst á sinni fæðukeðju. Þorskar, krabbar, hvalir, ... Með súrnun sjávar og erfiðleikum í kalk-skelja myndun hjá heilum flokk sjávardýra og plantna munu þær lífverur sem reiða sig á skeljar ekki getað lifað sómasamlegu lífi. Ekki er vitað hvað verður en að öllum líkindum munu þær smátt og smátt hverfa. Og hvað verður um dýrin efst á fæðukeðjunni þegar fyrsta og annað þrepið er kippt undan þeim? Þau fá ekkert að borða. Disaster fyrir þau. Ég hafði ekki áttað mig á þessu en það er heill hópur haffræðinga sem eru bara búnir að sætta sig við það að framtíð sjávarins eru marglittur og slím. Hversu sorglegt er það?
Fyrirgefiði mér að skrifa stundum svona niðurdrepandi pósta en ég bara get ekki annað. Get ekki lifað með svona hluti inní mér án þess að deila þeim með öðrum. Ef aðeins til þess að þegar þú vaknar upp einn daginn og það er marglitta í soðningunni, ekki þorskur, að þú getir ekki sagt "Tinna! Þú vissir þetta en sagðir okkur ekki, við hefðum reynt að gera eitthvað í málinu hefðum við vitað að þetta væri það sem koma myndi." Ekki hætta samt að lesa bloggið mitt. Ég lofa að ég skal skrifa eitthvað sniðugra næst.
Efnisorð: veðurfarsbreytingar