25.6.07

hamingjan hjálpi mér!

Það er svakaleg árátta með hamingju hérna í Bandaríkjunum. Allir eru að leita að hamingjunni. Hvar er hún? Hvernig finn ég hana? Ekki stendur á svörunum: yoga, heilsufæði, hlaupaskór, kók, sjónvarp. sófi, teppi, púðar, baðherbergisaukahlutir, handklæði, mýkingarefni. Bara ef þú kaupir eitthvað þá kemur hún svífandi, eins og engill, beint í faðm þinn.

Ég hugsa að fólk sé default hamingjusamt. Málið er bara að kveikja á chillinu, og þá fattar maður að maður gæti ekki verið hamingjusamari. Samfélagið hefur gert fólk að neysluskrímslum. Í fyrsta lagi er möst að vera með plastmál með funkí-litaða sykurleðju og rör.

Vá, ég hugsa að ég hafi útskrifast úr kynslóðinni minni ákkúrat á þessari mínútu. Eða er kynslóðin mín orðin þessi kynslóð sem tuðar yfir öllu mögulegu og aðallega neysluhyggju? Allavegana, hérna á Manhattan getur maður ekki tekið tvö skref án þess að sjá eitthvað sem mann langar í. Allt er hrikalega girnilegt og allir ofsalega glæsilegir og hamingjusamir.

Þessi óútskýranlegi kraftur sem togar í mann lýsti sér vel á hafnarboltaleiknum í gær. Við fórum að sjá the Mets spila hafnarbolta sem er heimur útaf fyrir sig. Maður fær varla tóm til að fylgjast með leiknum fyrir öllum pylsu, jarðhnetu, poppkorns, ís, frostpinna, kringlu, crackerjack, og gos sölumönnunum. Og maður getur varla notið þess að horfa því maður er allan tíman að hugsa um það hvað svona rjúkandi heit kringla eða ískalt gos hljómi nú vel, bara að það kostaði ekki heila fimm dollara. Síðan er leikurinn búinn og maður kemur út. Alveg dauðslifandi feginn því að hafa ekki fallið fyrir freistingunum því allar eru þær hrikalega óhollar og ég fæ bara illt í magann af svona dóti.

Málið er að reyna að átta sig á því að maður hefur það ljómandi gott og þarf alls ekki á þessu dóti að halda. Ótrúlegt að það taki 30 ár að læra. Neihh, 28. Hver sagði 30? Reyndar finnst mér ég orðin 30 nú þegar. Það er önnur saga.

Comments:
draumurinn minn er að búa á stað þar sem þetta neysluæði er ekki til því eins og þú segir er svo ótrúlega auðvelt að sogast inní þennan heim. ég meina það er algjör nauðsyn að eiga flatskjá...er það ekki???

þú átt eflaust eftir að fá áfall þegar þú kemur loksins heim í neysluheim dauðans!!!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?