30.11.06
Ótrúlega góður dagur
Er ekki skrýtið hversu mismunandi dagarnir eru hjá manni? Það getur munað himin og jörð á þeim. Í gær var til dæmis alveg vonlaus dagur fyrir mig. Ég vann allan daginn í lokaverkefninu fyrir kúrsinn hans Noboru en það gekk ekkert svo frábærlega vel og ég kom heim stíf eins og stöng. Líkaminn minn var allur stirður og ég var ekkert lítið úrill. Yrti varla á manninn minn og ég veit ekki hvað. Síðan fórum við að klifra og þá bráðnuðu allir kekkirnir inní mér og ég varð aftur ljúf sem lamb.
Dagurinn í dag er andstæðan. Ég byrjaði á því að hitta Emily og eiga við hana mjög gott samtal. Þá kom Radhika sem er sætasta og indælasta stelpan í deildinni og hún var í vandræðum með fluid dynamics vandamál. Ég fór eitthvað að hjálpa henni og viti menn, náði að leysa það. Samt vissi ég ekkert fyrirfram hvernig ég ætti að gera það. Ég bara heildaði, leysti tvær jöfnur saman, eitthvað spliffi spliff og komst að niðurstöðu sem við fundum út að var rétta niðurstaðan. Síðan talaði ég við leiðbeinandann minn og það var bara ágætt. Náði að leysa citation vandamál í latex/bibtex sem er búið að vera að plaga mig í mánuð! Síðan reyndi ég að compila stóra forritið sem ég er að bæta smá spliffi í og það keyrir núna! Síðan er lokaverkefnið að taka á sig mynd. Það nær bara ekki nokkurri átt hversu vel allt gengur í dag. Þetta er klikk.
Dagurinn í dag er andstæðan. Ég byrjaði á því að hitta Emily og eiga við hana mjög gott samtal. Þá kom Radhika sem er sætasta og indælasta stelpan í deildinni og hún var í vandræðum með fluid dynamics vandamál. Ég fór eitthvað að hjálpa henni og viti menn, náði að leysa það. Samt vissi ég ekkert fyrirfram hvernig ég ætti að gera það. Ég bara heildaði, leysti tvær jöfnur saman, eitthvað spliffi spliff og komst að niðurstöðu sem við fundum út að var rétta niðurstaðan. Síðan talaði ég við leiðbeinandann minn og það var bara ágætt. Náði að leysa citation vandamál í latex/bibtex sem er búið að vera að plaga mig í mánuð! Síðan reyndi ég að compila stóra forritið sem ég er að bæta smá spliffi í og það keyrir núna! Síðan er lokaverkefnið að taka á sig mynd. Það nær bara ekki nokkurri átt hversu vel allt gengur í dag. Þetta er klikk.
29.11.06
Jibbi!!
Já, það er sko aldeilis búið að vera gaman að lifa undanfarið. Það var náttúrulega Thanksgiving um daginn. Við Óli fórum til prófessorsins míns, Ray, fengum íturvaxið kalkúnagrei og spiluðum og sungum á Sprengisandi. Ray er Íslandsvinur mikill og var búinn að læra að spila lagið á harmonikku og kunni textann betur en við.
Á föstudaginn hjóluðum við alla leið niður í bæ og framhjá. Fórum við hjólin í vetrarsmurningu og borðuðum sushi meðan við biðum. Alveg hrikalega huggulegt. Á heimleiðinni tókum við þátt í critical mass skrúðhjólinu, hjóluðum samferða hundruðum hamignjusömum hjólabrjálæðingum upp Michigan Avenue og State street, létum umferðarreglur lönd og leið og örguðum og görðuðum HAPPY FRIDAY, ÍHAAAAAA!!
Elliot og Robin komu í heimsókn frá Boston. Við vorum með svakalega huggulegt matarboð fyrir þau, súpa og salat í forrétt, gratíneraðar kartöflur með gruyere, kjúklingur með marineringu stuffed under its skin í aðalrétt og camenbert í eftir mat og vín flæðandi um allt. Á mánudaginn hittum við þau og Angie og Justin for drinks og ókunnugur maður keypti fyrir mig bjór. Breskur maður.
Í gær komu Young Jin og Sarah í pizzupartí og við skipulögðm vínsmökkunarferðina til Sonoma. Jeiiii það verður ekkert smá skemmtileg ferð. Óli og Sarah verða samferða til SF á fimmtudagskvöldið og við hittum þau á besta Thailenska veitingastaðnum í öllu SF og síðan leggjum við af stað eldsnemma á föstudagsmorguninn til Sonoma. Við Y-J skrópum í síðasta daginn á ráðstefnunni. Þetta verður svo gaman, við verðum aðallega í Russian River Valley og Alexandria Valley sem eru líka bestu svæðin og setjum ekki litlu tá inn í Napa. Jess.
En núna er ég að vinna í verkefninu fyrir kúrsinn og það er ekkert smá mikið vesen.
Á föstudaginn hjóluðum við alla leið niður í bæ og framhjá. Fórum við hjólin í vetrarsmurningu og borðuðum sushi meðan við biðum. Alveg hrikalega huggulegt. Á heimleiðinni tókum við þátt í critical mass skrúðhjólinu, hjóluðum samferða hundruðum hamignjusömum hjólabrjálæðingum upp Michigan Avenue og State street, létum umferðarreglur lönd og leið og örguðum og görðuðum HAPPY FRIDAY, ÍHAAAAAA!!
Elliot og Robin komu í heimsókn frá Boston. Við vorum með svakalega huggulegt matarboð fyrir þau, súpa og salat í forrétt, gratíneraðar kartöflur með gruyere, kjúklingur með marineringu stuffed under its skin í aðalrétt og camenbert í eftir mat og vín flæðandi um allt. Á mánudaginn hittum við þau og Angie og Justin for drinks og ókunnugur maður keypti fyrir mig bjór. Breskur maður.
Í gær komu Young Jin og Sarah í pizzupartí og við skipulögðm vínsmökkunarferðina til Sonoma. Jeiiii það verður ekkert smá skemmtileg ferð. Óli og Sarah verða samferða til SF á fimmtudagskvöldið og við hittum þau á besta Thailenska veitingastaðnum í öllu SF og síðan leggjum við af stað eldsnemma á föstudagsmorguninn til Sonoma. Við Y-J skrópum í síðasta daginn á ráðstefnunni. Þetta verður svo gaman, við verðum aðallega í Russian River Valley og Alexandria Valley sem eru líka bestu svæðin og setjum ekki litlu tá inn í Napa. Jess.
En núna er ég að vinna í verkefninu fyrir kúrsinn og það er ekkert smá mikið vesen.
25.11.06
Að sakna Íslands
Eftir að vera búin að raula og syngja Á Sprengisandi alla helgina sakna ég Íslands ofsalega mikið. Ég sakna þess að vera úti í náttúrunni og anda að mér hreina, tæra, ferska loftið sem ilmar af furu og birki í bland. Ef ég bara gæti apparatað. Hún Heiða er með svo sefandi rödd. Alltaf þegar ég hlusta á hana langar mig að fara heim til Íslands. Ég var líka að lesa the iceland report blogg. Gaman að lesa um Ísland frá sjónarhóli Bandaríkjamanns þegar ég er alltaf að skrifa um Bandaríkin frá sjónarhóli Íslendings.
22.11.06
Brostu!!
Það kostar ekki neitt! Það eru nú örugglega allir íslendingar búnir að sjá þetta myndband en ég var bara að sjá það núna og hversu frábært er það?? Það er bara alveg frábært. Svo skemmtilegt lag og góð hljómsveit og sniðugt frægt fólk sem kemur með innlegg. Unicef - dagur rauða nefsins
21.11.06
pommegranate
er hugsanlega hollasti ávöxtur í heimi. Hann er svo hollur að holllusturáð bandaríkjanna er að íhuga að bæta orðinu granat í máltækið um eplið og lækninn.
En hvernig borðar maður þennan ávöxt siðsamlega? Það er hulið mér. Nú er ég búin aðeins með hálft granat-epli, orðin útbíuð í djúsi, tölvan er eins og eftir sprengjuárás og það er svona drasl útum allt. Allar uppástungur vel þegnar.
En hvernig borðar maður þennan ávöxt siðsamlega? Það er hulið mér. Nú er ég búin aðeins með hálft granat-epli, orðin útbíuð í djúsi, tölvan er eins og eftir sprengjuárás og það er svona drasl útum allt. Allar uppástungur vel þegnar.
20.11.06
geim-geislar
Önnur saga fyrir ykkur börnin góð.
Fyrir langa löngu tók stjarnfræðingur nokkur eftir því að þegar margir sólblettir voru á sólinni lækkaði verðið á hveiti. Hann hugsaði með sér að það hlyti að skýrast af því að meira ljós kæmi frá sólinni, hveitið vex meira, það er meira framboð og þá lækkar verðið.
Vísindamenn hafa klórað sér í kollinum yfir þessu í 200 ár. Aðrir hafa skrifað bækur um að sá sem kaupir þessa aldagamla útskýringu sé klikk. Loksins er komin skýring á því hvernig sólblettir hafa áhrif á veðurfar.
Jörðin okkar og aðrar plánetur verða fyrir geislun, geim-geislun. Þetta eru aðalega róteindir sem koma utan að frá og dúndrast í sameind efst í lofthjúpnum. Oftar en ekki skýtur þessi róteind eina rafeind af sameindinni. Sameindin (einhver lofttegund) verður jákvætt hlaðin en sú sameind sem fær rafeindina hennar verður neikvætt hlaðin. Hlaðnar agnir draga til sín aðrar hlaðnar agnir og stækka. Þá heita þær aerosol. Vatn er hrikalega hamingjusamt þegar það getur sest á eitt svona aerosol þannig að það gerir það. Til verður vatnsdropi.
Pínu ponsu lítill vatnsdropi. Þessi vatnsdropi er svo lítill að það er ólíklegt að hann verði að dropa sem rignir niður á jörðina. Hann er bara kjur þarna efst uppi í lofthjúpnum og speglar sólargeislum sem lenda á honum aftur út í geiminn. Þannig að ef margir geim-geislar komast inn að efsta hluta lofthjúpsins verða til margir litlir vatnsdropar sem spegla sólarljósinu aftur út í geim.
En þá er spurningin, hvernig hafa sólblettir áhrif á hversu mikilli geim-geislun jörðin verður fyrir? Jah, ég veit ekki hvernig ég get sagt þetta en, það gustar af sólinni. Solar wind. Því fleiri sólblettir því meira rok. Þessi solar wind býr til nokkur skonar segulsvið um jörðina sem skýlir henni frá geim-geislun. Þá verða færri ský til efst í lofthjúpnum og þar af leiðandi minni speglun sólargeisla. Fleiri sólargeislar komast inn að jörðinni og hveiti vex betur.
Köttur útí mýri, úti er ævintýri.
Fyrir langa löngu tók stjarnfræðingur nokkur eftir því að þegar margir sólblettir voru á sólinni lækkaði verðið á hveiti. Hann hugsaði með sér að það hlyti að skýrast af því að meira ljós kæmi frá sólinni, hveitið vex meira, það er meira framboð og þá lækkar verðið.
Vísindamenn hafa klórað sér í kollinum yfir þessu í 200 ár. Aðrir hafa skrifað bækur um að sá sem kaupir þessa aldagamla útskýringu sé klikk. Loksins er komin skýring á því hvernig sólblettir hafa áhrif á veðurfar.
Jörðin okkar og aðrar plánetur verða fyrir geislun, geim-geislun. Þetta eru aðalega róteindir sem koma utan að frá og dúndrast í sameind efst í lofthjúpnum. Oftar en ekki skýtur þessi róteind eina rafeind af sameindinni. Sameindin (einhver lofttegund) verður jákvætt hlaðin en sú sameind sem fær rafeindina hennar verður neikvætt hlaðin. Hlaðnar agnir draga til sín aðrar hlaðnar agnir og stækka. Þá heita þær aerosol. Vatn er hrikalega hamingjusamt þegar það getur sest á eitt svona aerosol þannig að það gerir það. Til verður vatnsdropi.
Pínu ponsu lítill vatnsdropi. Þessi vatnsdropi er svo lítill að það er ólíklegt að hann verði að dropa sem rignir niður á jörðina. Hann er bara kjur þarna efst uppi í lofthjúpnum og speglar sólargeislum sem lenda á honum aftur út í geiminn. Þannig að ef margir geim-geislar komast inn að efsta hluta lofthjúpsins verða til margir litlir vatnsdropar sem spegla sólarljósinu aftur út í geim.
En þá er spurningin, hvernig hafa sólblettir áhrif á hversu mikilli geim-geislun jörðin verður fyrir? Jah, ég veit ekki hvernig ég get sagt þetta en, það gustar af sólinni. Solar wind. Því fleiri sólblettir því meira rok. Þessi solar wind býr til nokkur skonar segulsvið um jörðina sem skýlir henni frá geim-geislun. Þá verða færri ský til efst í lofthjúpnum og þar af leiðandi minni speglun sólargeisla. Fleiri sólargeislar komast inn að jörðinni og hveiti vex betur.
Köttur útí mýri, úti er ævintýri.
17.11.06
Hokkí-kylfa
Þetta graf er hin víðfræga hokkí-kylfa. Fyrir 8 árum tóku þrír vísindamenn (Mann, Bradley og Hughes) það verkefni að sér að safna saman öllum þeim gögnum sem til eru um hitastig fyrri alda. Þeir söfnuðu upplýsingum frá trjáhringjum, ísótópum úr ískjörnum, borholum, rituðum heimildum um hve marga daga Themes var frosin á hverju ári og fleira. Allskonar upplýsingum vöðlað saman og ein kúrfa kom út.
Þetta graf fékk heilmikla athygli. Það var aðal grafið í IPCC skýrslunni árið 2001. Seinasti áratugurinn á tuttugustu öldinni var sá heitasti í 1000 ár.
En, sem betur fer, létu ekki allir sannfærast af þessu grafi. Tveir vísindamenn, McIntyre og McKitrick tóku að sér að endurskapa þetta graf. Mann og félagar voru nú ekki mjög samvinnuþýðir og vildu ekki láta þá fá öll gögnin sín. Að lokum tókst þessum félögum þó að komast yfir kóða og gögn og tóku eftir því að ekki var allt með felldu. Mann og félagar höfðu gert mistök. Þeir höfðu ekki fengið tölfræðing með sér í lið.
Fréttirnar um að grafið var gallað fóru eins og eldur í sinu yfir heiminn. "Global warming er ekki að eiga sér stað." "Þetta er bara samsæringskenning... "
Jæja. Það er búið að ræða málið á þinginu. Nefndir hafa verið skipaðar til að varpa ljósi á málið. Niðurstaða liggur fyrir. Grafið upphaflega var ekki alveg rétt en það munar ekki miklu. Hér er graf búið til með aðstoð tölfræðinga sem allir eru sáttir við. Það er ekki svo ósvipað. Það er greinilegt að hitastig er að hækka. Þeir sem ekki vilja trúa því eru annað hvort í afneitun eða hafa ekki kynnt sér málið nægilega vel.
14.11.06
fourier trönuber
Að stinga tungunni útúr munninum og blása heitir á ensku að blása trönuber (blowing raspberries). Síðan er það túlkunaratriði hvers og eins hvernig bera á fram titilinn að þessari færslu.
Ég er búin að vera þunglynd yfir heimadæmum síðustu viku undanfarið. Ég er búin að reyna að reikna fourier stuðla fyrir fall og það hefur ekki gengið vel. Síðan í dag gat ég loksins fattað að maður á bara að nota innbyggða fallið fft í matlab. Það er hinsvegar ekkert eðlilegt output sem kemur útúr því. Til að fá fourier stuðla sem maður getur notað þarf maður að klippa vigurinn í tvennt og henda aftari helmingnum; taka complex conjugate af fyrri helmingnum og snúa þeim vigri við, bæta honum svo aftan við fyrri helminginn og skella einu núlli á milli. Fyrst það er svona flókið að reikna fourier stuðla á annað borð, hver vegna er þessi leikfimi ekki innifalin í matlab fallinu? Ég á ekki til orð yfir því hversu hneiksluð ég er á matlab yfir þessu.
En talandi um föt, þá týndi ég flíspeysunni minni fyrir mánuði síðan. Gleymdi henni í klifurgymminu. En ég vissi að þar er karfa með fötum sem fólk hefur gleymt svo ég hafði ekki miklar áhyggjur af málinu. Fyrir viku förum við Óli síðan að klifra og ég stími beint á körfuna. Engin peysa. Allt gefið til fátækra nokkrum dögum áður. Jæja, þessi peysa var orðin úr sér gengin og ef fátæklingur getur notað hana, þá er það bara ágætt. Næsta vika. Við Óli aftur í gymmið að æfa okkur. Nema hvað. Hvað haldið þið? Stúlkan í afgreiðslunni, sem ég hef talað við oft og mörgum sinnum. Hún var í flíspeysunni minni. Eins og hún ætti hana sjálf. Sæl og bless. Ég fór alveg í kleinu. Sæl. Er ekki búið að opna. Nú nú. Kem aftur seinna. Ég þorði ekki að minnast á peysuna. Alveg gasalegt. Við Óli förum að fá okkur samloku (á jimmy johns) og ég að deila við sjálfa mig. Á ég að minnast á peysuna. Á ég að segja eitthvað. Ég vil náttúrulega fá peysuna því ég á hana. Þessi stelpa er ekki fátæklingur, hún er með vinnu. En það er svo vandræðalegt að segja "heyrðu afsakið! þú ert í peysunni minni! Þjófur"
Innlegg Óla í innri krísu var "segðu bara að þú eigir þessa peysu, þetta er ekkert mál." Og þannig var það. Þegar við fórum aftur sagði ég "En hvað þú ert í flottri flís-peysu" Og þá sagði hún "já, ha ha, ég fann hana hérna, það átti að fara að gefa hana en ég fór bara í hana - átt þú hana??" Og þá sagði ég "já" Og þá vippaði hún sér úr henni og gaf mér peysuna mína aftur. Og ég varð ekkert smá hamingjusöm.
Ég hef aldrei lent í því áður að hitta svo til ókunnuga manneskju í fötum af mér. Það var freaky. En fyndið eftirá.
Ég er búin að vera þunglynd yfir heimadæmum síðustu viku undanfarið. Ég er búin að reyna að reikna fourier stuðla fyrir fall og það hefur ekki gengið vel. Síðan í dag gat ég loksins fattað að maður á bara að nota innbyggða fallið fft í matlab. Það er hinsvegar ekkert eðlilegt output sem kemur útúr því. Til að fá fourier stuðla sem maður getur notað þarf maður að klippa vigurinn í tvennt og henda aftari helmingnum; taka complex conjugate af fyrri helmingnum og snúa þeim vigri við, bæta honum svo aftan við fyrri helminginn og skella einu núlli á milli. Fyrst það er svona flókið að reikna fourier stuðla á annað borð, hver vegna er þessi leikfimi ekki innifalin í matlab fallinu? Ég á ekki til orð yfir því hversu hneiksluð ég er á matlab yfir þessu.
En talandi um föt, þá týndi ég flíspeysunni minni fyrir mánuði síðan. Gleymdi henni í klifurgymminu. En ég vissi að þar er karfa með fötum sem fólk hefur gleymt svo ég hafði ekki miklar áhyggjur af málinu. Fyrir viku förum við Óli síðan að klifra og ég stími beint á körfuna. Engin peysa. Allt gefið til fátækra nokkrum dögum áður. Jæja, þessi peysa var orðin úr sér gengin og ef fátæklingur getur notað hana, þá er það bara ágætt. Næsta vika. Við Óli aftur í gymmið að æfa okkur. Nema hvað. Hvað haldið þið? Stúlkan í afgreiðslunni, sem ég hef talað við oft og mörgum sinnum. Hún var í flíspeysunni minni. Eins og hún ætti hana sjálf. Sæl og bless. Ég fór alveg í kleinu. Sæl. Er ekki búið að opna. Nú nú. Kem aftur seinna. Ég þorði ekki að minnast á peysuna. Alveg gasalegt. Við Óli förum að fá okkur samloku (á jimmy johns) og ég að deila við sjálfa mig. Á ég að minnast á peysuna. Á ég að segja eitthvað. Ég vil náttúrulega fá peysuna því ég á hana. Þessi stelpa er ekki fátæklingur, hún er með vinnu. En það er svo vandræðalegt að segja "heyrðu afsakið! þú ert í peysunni minni! Þjófur"
Innlegg Óla í innri krísu var "segðu bara að þú eigir þessa peysu, þetta er ekkert mál." Og þannig var það. Þegar við fórum aftur sagði ég "En hvað þú ert í flottri flís-peysu" Og þá sagði hún "já, ha ha, ég fann hana hérna, það átti að fara að gefa hana en ég fór bara í hana - átt þú hana??" Og þá sagði ég "já" Og þá vippaði hún sér úr henni og gaf mér peysuna mína aftur. Og ég varð ekkert smá hamingjusöm.
Ég hef aldrei lent í því áður að hitta svo til ókunnuga manneskju í fötum af mér. Það var freaky. En fyndið eftirá.
12.11.06
Tvíkomma
Eða semicolon er nokkuð sem leiðbeinandinn minn er hrikalega hrifinn af. Þetta fyrirbæri er svo gott sem ekki til í íslensku og þykir alls ekki fínt að nota ef það er til. Held ég. Mér dettur allavegana aldrei í hug að nota svona kommu, ég veit ekki einu sinni hvað hún heitir.
Eins og ég skrifaði í gær þá fengum við gesti í mat. Ég hef aldrei vitað til þess jafn margt geti klikkað. Hrísgrjónin brunnu við. Fiskurinn var ofbakaður. Aspasinn var góður en þau eru bara ekki hrifin af aspas. Það eina sem heppnaðist vel voru gulræturnar. Síðan var te eftir á og það var allt of sterkt. Algjör disaster. Vonandi gengur betur í kvöld. Annað matarboð. Aðrir gestir.
Eins og ég skrifaði í gær þá fengum við gesti í mat. Ég hef aldrei vitað til þess jafn margt geti klikkað. Hrísgrjónin brunnu við. Fiskurinn var ofbakaður. Aspasinn var góður en þau eru bara ekki hrifin af aspas. Það eina sem heppnaðist vel voru gulræturnar. Síðan var te eftir á og það var allt of sterkt. Algjör disaster. Vonandi gengur betur í kvöld. Annað matarboð. Aðrir gestir.
11.11.06
gleðilegan peppero
er eitthvað sem vinur þinn myndi segja við þig í dag byggir þú í Kóreu. Í dag er nefnilega peppero dagurinn. Kóreanskar grunnskóla stelpur bjuggu þennan dag til fyrir svona tíu árum. Þær fóru að gefa hvor annari súkkulaði köku stangir sem eru framleiddar af fyrirtækinu peppero. Síðan hefur þetta vaxið í vinsældum og í dag skiptist meirihluti þjóðarinnar á ýmsu sælgæti sem er mjótt og langt. Chae Young og Khun Ho og sonur þeirra Won Jae eru einmitt að koma í mat til okkar í kvöld og ég ætla að reyna að útvega einhverjar langar og mjóar kökur fyrir þau. Ætli þau þekki þennan dag. Það eru nefnilega mjög margir dagar í Kóreu. Eins og annars staðar er valentínusardagurinn 14. feb. Þá gefa konur mönnunum sínum súkkulaði. Síðan er hvíti dagurinn 14. mars. Þá gefa mennirnir konunum sínum súkkulaði. Svaka mikið stúss. Ég veit ekki hvort Óli gæti lært þetta. Eins gott að hann á ekki kóreanska konu.
8.11.06
Að skrifa ljóð
er ekkert mál
maður tekur bara sálina
og hellir
Misjafnt gengur mönnum
að tjá sig um tilfinningar,
ausa úr skálum spekúlasjóna
kallast við mann og annan
ég skil ekki þennan leik
sem lífið og tilveran er
hvað á maður að gera
og hver vinnur
Eru einhver lið
eða er maður einn á báti
er betra að vera góður
eða á maður að hjálpa til
Getur maður fengið stig
eða er þetta staðist/fallið
eru engar reglur
eða er búið að týna þeim?
er ekkert mál
maður tekur bara sálina
og hellir
Misjafnt gengur mönnum
að tjá sig um tilfinningar,
ausa úr skálum spekúlasjóna
kallast við mann og annan
ég skil ekki þennan leik
sem lífið og tilveran er
hvað á maður að gera
og hver vinnur
Eru einhver lið
eða er maður einn á báti
er betra að vera góður
eða á maður að hjálpa til
Getur maður fengið stig
eða er þetta staðist/fallið
eru engar reglur
eða er búið að týna þeim?
Heimadæmi III
Enn einu sinni sit ég í tölvuverinu að gera heimadæmi. Þriðju og síðustu heimadæmin. Ég er búin með svolítið en erfiðasti hlutinn eftir. Ég trúi því ekki að enginn hafi kommentað á tvífara póstinn. Mér fannst þetta svo frábært. Ég alveg þoli ekki Bjorn Lomborg. Hann fær svaka mikla athygli en samt veit hann ekki um hvað hann er að tala. Strax og ég sá síðuna hans, og sérstaklega myndasíðuna, sá ég Lockhart fyrir mér. Og líka books-síðuna. Ég skil ekki af hverju það stendur books þegar það ætti í rauninni að standa book.
En góðar fréttir héðan frá Bandaríkjunum. Demókratar vinna stórsigur í húsinu. Reyndar ekki alveg komið í ljós með the senate... Rumsfeld rekinn og lífið lítur bjartara út fyrir okkur. Og það eru sautján gráður úti.
En góðar fréttir héðan frá Bandaríkjunum. Demókratar vinna stórsigur í húsinu. Reyndar ekki alveg komið í ljós með the senate... Rumsfeld rekinn og lífið lítur bjartara út fyrir okkur. Og það eru sautján gráður úti.
7.11.06
Vinarlegheit
Hversu vinarlegur á maður að vera? Á maður að vera vinarlegur við alla eða bara við þá sem maður kann vel við. Hérna í bandaríkjunum er það óskrifuð regla að maður á að vera vinarlegur við alla. Og það er rífandi verðbólga á vinarlegheitum. Fyrst hefur þótt vinarlegt að kinka kolli. Síðan hefur maður þurft að brosa til að koma vinarlegheitum á framfæri. Síðan hefur það ekki verið nógu gott og menn fóru að spyrja um líðan viðkomandi. Eins og við vitum er ekki hægt að snúa sér við hérna án þess að einhver spyrji mann hvernig manni líði. Síðan þá hefur þetta hækkað upp í að ef maður vill vera vinarlegur verður maður að vera eitt sólskinsbros, rífandi hress og ofsalega ánægður með lífið í heild sinni meðan maður spyr að líðan viðkomandi.
Allavegana, ég var að spá í því hversu vinarlegur maður á að vera við fólk sem maður fílar ekki vel. Kirkjan segir manni að koma fram við fólk eins og maður vill að það komi fram við mann. Það skilst mér að drífi stóran hluta vinarlegheita hérna. En það finnst mér ekki gefið. Ég vil alls ekki að einhver sem finnst ég ekkert sniðug sé eitthvað "hæææ *bros* how are you??" Jæja, ég var að ræða þetta við aðal-uppgerðarvinalegheit píuna hérna í deildinni minni. Hún varð náttúrulega stórmóðguð yfir því að ég teldi að fólk væri ekki alltaf að meina það þegar það er vinarlegt. Best að fara að gera eitthvað.
Allavegana, ég var að spá í því hversu vinarlegur maður á að vera við fólk sem maður fílar ekki vel. Kirkjan segir manni að koma fram við fólk eins og maður vill að það komi fram við mann. Það skilst mér að drífi stóran hluta vinarlegheita hérna. En það finnst mér ekki gefið. Ég vil alls ekki að einhver sem finnst ég ekkert sniðug sé eitthvað "hæææ *bros* how are you??" Jæja, ég var að ræða þetta við aðal-uppgerðarvinalegheit píuna hérna í deildinni minni. Hún varð náttúrulega stórmóðguð yfir því að ég teldi að fólk væri ekki alltaf að meina það þegar það er vinarlegt. Best að fara að gera eitthvað.
5.11.06
Tvífari
Blaðamenn útað aka
Allt að gerast í heimi veðurfarsbreytinga og blaðamennsku.
Í fyrsta lagi, varðandi ráðstefnu sem haldin var í Bretlandi í síðustu viku. Vísindamenn greindu frá gögnum sem þeir hafa safnað um flæði í norður Atlantshafi. Þeir voru að segja að þó svo að mikið magn ganga hafi safnast er svo mikið suð að það er ekki hægt að segja til um hvort flæði er almennt að aukast eða minnka. Í fréttum í Bretlandi var síðan greint frá því að flæði hafi minnkað talsvert og lítur út fyrir að ísöld muni hefjast hvað á hverju.
Í öðru lagi er ég brjáluð yfir skoðunum Wall Street Journal. Hver á jú rétt á sinni skoðun en fyrr má nú vera! Þeir eru alveg á öndverðum eiði hvað varðar umhverfismál að það nær ekki nokkurri átt. Núna á fimmtudaginn eða föstudaginn voru þeir með smá umfjöllun á Stern-skýrslunni sem er í góðu lagi. Það er að mínu mati ýmislegt athugavert við þá skýrslu en væri ekki almennilegt að fá vísindamann til að fjalla um hana frekar en stjórnmálafræðing sem er þar að auki yfirlýstur trúleysingi og öfgasinni. Þeir fengu Björn Lomborg til að skrifa hálfsíðu grein um hvað þetta er heimskuleg skýrsla. Ég er brjáluð yfir þessum karlrembum á þessu dagblaði. Grunlaust fólk les þetta dagblað og heldur að það sé eitthvað vit í því þar sem fréttamennskan er kannski góð en síðan eru skoðanirnar útí hött og það áttar sig kannski ekki á því.
Í fyrsta lagi, varðandi ráðstefnu sem haldin var í Bretlandi í síðustu viku. Vísindamenn greindu frá gögnum sem þeir hafa safnað um flæði í norður Atlantshafi. Þeir voru að segja að þó svo að mikið magn ganga hafi safnast er svo mikið suð að það er ekki hægt að segja til um hvort flæði er almennt að aukast eða minnka. Í fréttum í Bretlandi var síðan greint frá því að flæði hafi minnkað talsvert og lítur út fyrir að ísöld muni hefjast hvað á hverju.
Í öðru lagi er ég brjáluð yfir skoðunum Wall Street Journal. Hver á jú rétt á sinni skoðun en fyrr má nú vera! Þeir eru alveg á öndverðum eiði hvað varðar umhverfismál að það nær ekki nokkurri átt. Núna á fimmtudaginn eða föstudaginn voru þeir með smá umfjöllun á Stern-skýrslunni sem er í góðu lagi. Það er að mínu mati ýmislegt athugavert við þá skýrslu en væri ekki almennilegt að fá vísindamann til að fjalla um hana frekar en stjórnmálafræðing sem er þar að auki yfirlýstur trúleysingi og öfgasinni. Þeir fengu Björn Lomborg til að skrifa hálfsíðu grein um hvað þetta er heimskuleg skýrsla. Ég er brjáluð yfir þessum karlrembum á þessu dagblaði. Grunlaust fólk les þetta dagblað og heldur að það sé eitthvað vit í því þar sem fréttamennskan er kannski góð en síðan eru skoðanirnar útí hött og það áttar sig kannski ekki á því.