11.11.06

gleðilegan peppero

er eitthvað sem vinur þinn myndi segja við þig í dag byggir þú í Kóreu. Í dag er nefnilega peppero dagurinn. Kóreanskar grunnskóla stelpur bjuggu þennan dag til fyrir svona tíu árum. Þær fóru að gefa hvor annari súkkulaði köku stangir sem eru framleiddar af fyrirtækinu peppero. Síðan hefur þetta vaxið í vinsældum og í dag skiptist meirihluti þjóðarinnar á ýmsu sælgæti sem er mjótt og langt. Chae Young og Khun Ho og sonur þeirra Won Jae eru einmitt að koma í mat til okkar í kvöld og ég ætla að reyna að útvega einhverjar langar og mjóar kökur fyrir þau. Ætli þau þekki þennan dag. Það eru nefnilega mjög margir dagar í Kóreu. Eins og annars staðar er valentínusardagurinn 14. feb. Þá gefa konur mönnunum sínum súkkulaði. Síðan er hvíti dagurinn 14. mars. Þá gefa mennirnir konunum sínum súkkulaði. Svaka mikið stúss. Ég veit ekki hvort Óli gæti lært þetta. Eins gott að hann á ekki kóreanska konu.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?