7.11.06

Vinarlegheit

Hversu vinarlegur á maður að vera? Á maður að vera vinarlegur við alla eða bara við þá sem maður kann vel við. Hérna í bandaríkjunum er það óskrifuð regla að maður á að vera vinarlegur við alla. Og það er rífandi verðbólga á vinarlegheitum. Fyrst hefur þótt vinarlegt að kinka kolli. Síðan hefur maður þurft að brosa til að koma vinarlegheitum á framfæri. Síðan hefur það ekki verið nógu gott og menn fóru að spyrja um líðan viðkomandi. Eins og við vitum er ekki hægt að snúa sér við hérna án þess að einhver spyrji mann hvernig manni líði. Síðan þá hefur þetta hækkað upp í að ef maður vill vera vinarlegur verður maður að vera eitt sólskinsbros, rífandi hress og ofsalega ánægður með lífið í heild sinni meðan maður spyr að líðan viðkomandi.

Allavegana, ég var að spá í því hversu vinarlegur maður á að vera við fólk sem maður fílar ekki vel. Kirkjan segir manni að koma fram við fólk eins og maður vill að það komi fram við mann. Það skilst mér að drífi stóran hluta vinarlegheita hérna. En það finnst mér ekki gefið. Ég vil alls ekki að einhver sem finnst ég ekkert sniðug sé eitthvað "hæææ *bros* how are you??" Jæja, ég var að ræða þetta við aðal-uppgerðarvinalegheit píuna hérna í deildinni minni. Hún varð náttúrulega stórmóðguð yfir því að ég teldi að fólk væri ekki alltaf að meina það þegar það er vinarlegt. Best að fara að gera eitthvað.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?