5.11.06

Blaðamenn útað aka

Allt að gerast í heimi veðurfarsbreytinga og blaðamennsku.

Í fyrsta lagi, varðandi ráðstefnu sem haldin var í Bretlandi í síðustu viku. Vísindamenn greindu frá gögnum sem þeir hafa safnað um flæði í norður Atlantshafi. Þeir voru að segja að þó svo að mikið magn ganga hafi safnast er svo mikið suð að það er ekki hægt að segja til um hvort flæði er almennt að aukast eða minnka. Í fréttum í Bretlandi var síðan greint frá því að flæði hafi minnkað talsvert og lítur út fyrir að ísöld muni hefjast hvað á hverju.

Í öðru lagi er ég brjáluð yfir skoðunum Wall Street Journal. Hver á jú rétt á sinni skoðun en fyrr má nú vera! Þeir eru alveg á öndverðum eiði hvað varðar umhverfismál að það nær ekki nokkurri átt. Núna á fimmtudaginn eða föstudaginn voru þeir með smá umfjöllun á Stern-skýrslunni sem er í góðu lagi. Það er að mínu mati ýmislegt athugavert við þá skýrslu en væri ekki almennilegt að fá vísindamann til að fjalla um hana frekar en stjórnmálafræðing sem er þar að auki yfirlýstur trúleysingi og öfgasinni. Þeir fengu Björn Lomborg til að skrifa hálfsíðu grein um hvað þetta er heimskuleg skýrsla. Ég er brjáluð yfir þessum karlrembum á þessu dagblaði. Grunlaust fólk les þetta dagblað og heldur að það sé eitthvað vit í því þar sem fréttamennskan er kannski góð en síðan eru skoðanirnar útí hött og það áttar sig kannski ekki á því.

Comments:
this brings us to the question...hver er ábyrgð fjölmiðla?
Sem að mínu mati er ekki einungis að endurspegla raunveruleikann heldur einnig að hafa áhrif og vera með gagnrýna hugsun.

Því miður er allt of mikið til af lélegri blaða- og fréttamennsku og allt of margir sem telja sig sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum.
 
Jú jú, gagnrýn hugsun í góðu lagi og gott að koma með báðar hliðar. Það sem er að gerast í hitnun-jarðar umfjölluninni er að "hin hliðin" fær hlutfallslega miklu miklu meiri umfjöllun en nokkur ástæða er til. Eins og vinur minn Al Gore bendir á, þá eru allir veðurfars-vísindamenn á því að hitnun jarðar er að eiga sér stað. 10 - 12 telja að maðurinn sé ekki ábyrgur fyrir þeirri hitnun sem við sjáum. Þúsundir telja að svo sé. Næstum því allir vísindamenn sem spá í veðurfari telja að afleiðingara hitnun jarðar muni vera áhyggjumál fyrir jarðarbúa en fjölmiðlar eru enn að japla á að það séu skiptar skoðanir. Það eru það bara ekki nema hjá mönnum sem ekki hafa kynnt sér málið.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?