8.11.06

Heimadæmi III

Enn einu sinni sit ég í tölvuverinu að gera heimadæmi. Þriðju og síðustu heimadæmin. Ég er búin með svolítið en erfiðasti hlutinn eftir. Ég trúi því ekki að enginn hafi kommentað á tvífara póstinn. Mér fannst þetta svo frábært. Ég alveg þoli ekki Bjorn Lomborg. Hann fær svaka mikla athygli en samt veit hann ekki um hvað hann er að tala. Strax og ég sá síðuna hans, og sérstaklega myndasíðuna, sá ég Lockhart fyrir mér. Og líka books-síðuna. Ég skil ekki af hverju það stendur books þegar það ætti í rauninni að standa book.

En góðar fréttir héðan frá Bandaríkjunum. Demókratar vinna stórsigur í húsinu. Reyndar ekki alveg komið í ljós með the senate... Rumsfeld rekinn og lífið lítur bjartara út fyrir okkur. Og það eru sautján gráður úti.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?