30.11.06

Ótrúlega góður dagur

Er ekki skrýtið hversu mismunandi dagarnir eru hjá manni? Það getur munað himin og jörð á þeim. Í gær var til dæmis alveg vonlaus dagur fyrir mig. Ég vann allan daginn í lokaverkefninu fyrir kúrsinn hans Noboru en það gekk ekkert svo frábærlega vel og ég kom heim stíf eins og stöng. Líkaminn minn var allur stirður og ég var ekkert lítið úrill. Yrti varla á manninn minn og ég veit ekki hvað. Síðan fórum við að klifra og þá bráðnuðu allir kekkirnir inní mér og ég varð aftur ljúf sem lamb.

Dagurinn í dag er andstæðan. Ég byrjaði á því að hitta Emily og eiga við hana mjög gott samtal. Þá kom Radhika sem er sætasta og indælasta stelpan í deildinni og hún var í vandræðum með fluid dynamics vandamál. Ég fór eitthvað að hjálpa henni og viti menn, náði að leysa það. Samt vissi ég ekkert fyrirfram hvernig ég ætti að gera það. Ég bara heildaði, leysti tvær jöfnur saman, eitthvað spliffi spliff og komst að niðurstöðu sem við fundum út að var rétta niðurstaðan. Síðan talaði ég við leiðbeinandann minn og það var bara ágætt. Náði að leysa citation vandamál í latex/bibtex sem er búið að vera að plaga mig í mánuð! Síðan reyndi ég að compila stóra forritið sem ég er að bæta smá spliffi í og það keyrir núna! Síðan er lokaverkefnið að taka á sig mynd. Það nær bara ekki nokkurri átt hversu vel allt gengur í dag. Þetta er klikk.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?