29.11.06

Jibbi!!

Já, það er sko aldeilis búið að vera gaman að lifa undanfarið. Það var náttúrulega Thanksgiving um daginn. Við Óli fórum til prófessorsins míns, Ray, fengum íturvaxið kalkúnagrei og spiluðum og sungum á Sprengisandi. Ray er Íslandsvinur mikill og var búinn að læra að spila lagið á harmonikku og kunni textann betur en við.

Á föstudaginn hjóluðum við alla leið niður í bæ og framhjá. Fórum við hjólin í vetrarsmurningu og borðuðum sushi meðan við biðum. Alveg hrikalega huggulegt. Á heimleiðinni tókum við þátt í critical mass skrúðhjólinu, hjóluðum samferða hundruðum hamignjusömum hjólabrjálæðingum upp Michigan Avenue og State street, létum umferðarreglur lönd og leið og örguðum og görðuðum HAPPY FRIDAY, ÍHAAAAAA!!

Elliot og Robin komu í heimsókn frá Boston. Við vorum með svakalega huggulegt matarboð fyrir þau, súpa og salat í forrétt, gratíneraðar kartöflur með gruyere, kjúklingur með marineringu stuffed under its skin í aðalrétt og camenbert í eftir mat og vín flæðandi um allt. Á mánudaginn hittum við þau og Angie og Justin for drinks og ókunnugur maður keypti fyrir mig bjór. Breskur maður.

Í gær komu Young Jin og Sarah í pizzupartí og við skipulögðm vínsmökkunarferðina til Sonoma. Jeiiii það verður ekkert smá skemmtileg ferð. Óli og Sarah verða samferða til SF á fimmtudagskvöldið og við hittum þau á besta Thailenska veitingastaðnum í öllu SF og síðan leggjum við af stað eldsnemma á föstudagsmorguninn til Sonoma. Við Y-J skrópum í síðasta daginn á ráðstefnunni. Þetta verður svo gaman, við verðum aðallega í Russian River Valley og Alexandria Valley sem eru líka bestu svæðin og setjum ekki litlu tá inn í Napa. Jess.

En núna er ég að vinna í verkefninu fyrir kúrsinn og það er ekkert smá mikið vesen.

Comments:
Maður fær bara vatn í munninn af öllum þessu matarlýsingum hehe en vá það er ekkert smá mikið að gerast alltaf hjá ykkur! :)
 
Já! Svona er þetta bara alltaf, stórveislur og partýstönd hægri vinstri!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?