17.11.06

Hokkí-kylfa


Þetta graf er hin víðfræga hokkí-kylfa. Fyrir 8 árum tóku þrír vísindamenn (Mann, Bradley og Hughes) það verkefni að sér að safna saman öllum þeim gögnum sem til eru um hitastig fyrri alda. Þeir söfnuðu upplýsingum frá trjáhringjum, ísótópum úr ískjörnum, borholum, rituðum heimildum um hve marga daga Themes var frosin á hverju ári og fleira. Allskonar upplýsingum vöðlað saman og ein kúrfa kom út.

Þetta graf fékk heilmikla athygli. Það var aðal grafið í IPCC skýrslunni árið 2001. Seinasti áratugurinn á tuttugustu öldinni var sá heitasti í 1000 ár.

En, sem betur fer, létu ekki allir sannfærast af þessu grafi. Tveir vísindamenn, McIntyre og McKitrick tóku að sér að endurskapa þetta graf. Mann og félagar voru nú ekki mjög samvinnuþýðir og vildu ekki láta þá fá öll gögnin sín. Að lokum tókst þessum félögum þó að komast yfir kóða og gögn og tóku eftir því að ekki var allt með felldu. Mann og félagar höfðu gert mistök. Þeir höfðu ekki fengið tölfræðing með sér í lið.

Fréttirnar um að grafið var gallað fóru eins og eldur í sinu yfir heiminn. "Global warming er ekki að eiga sér stað." "Þetta er bara samsæringskenning... "

Jæja. Það er búið að ræða málið á þinginu. Nefndir hafa verið skipaðar til að varpa ljósi á málið. Niðurstaða liggur fyrir. Grafið upphaflega var ekki alveg rétt en það munar ekki miklu. Hér er graf búið til með aðstoð tölfræðinga sem allir eru sáttir við. Það er ekki svo ósvipað. Það er greinilegt að hitastig er að hækka. Þeir sem ekki vilja trúa því eru annað hvort í afneitun eða hafa ekki kynnt sér málið nægilega vel.

Comments:
Frábær færsla,

Orri
 
Svona á að segja sögur frú Tinna! Þetta skil ég imbacilinn á Íslandi :) Athyglisverð sögustund.
 
Nákvaemlega.

Annars vildi ég koma á framfaeri hvad mér fyndust thetta frábaerir tvífarar hjá thér, ekki bara thad ad sjálfshamingjan virdist vera í haerra lagi hjá bádum heldur líta their meira ad segja eins út!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?