20.11.06
geim-geislar
Önnur saga fyrir ykkur börnin góð.
Fyrir langa löngu tók stjarnfræðingur nokkur eftir því að þegar margir sólblettir voru á sólinni lækkaði verðið á hveiti. Hann hugsaði með sér að það hlyti að skýrast af því að meira ljós kæmi frá sólinni, hveitið vex meira, það er meira framboð og þá lækkar verðið.
Vísindamenn hafa klórað sér í kollinum yfir þessu í 200 ár. Aðrir hafa skrifað bækur um að sá sem kaupir þessa aldagamla útskýringu sé klikk. Loksins er komin skýring á því hvernig sólblettir hafa áhrif á veðurfar.
Jörðin okkar og aðrar plánetur verða fyrir geislun, geim-geislun. Þetta eru aðalega róteindir sem koma utan að frá og dúndrast í sameind efst í lofthjúpnum. Oftar en ekki skýtur þessi róteind eina rafeind af sameindinni. Sameindin (einhver lofttegund) verður jákvætt hlaðin en sú sameind sem fær rafeindina hennar verður neikvætt hlaðin. Hlaðnar agnir draga til sín aðrar hlaðnar agnir og stækka. Þá heita þær aerosol. Vatn er hrikalega hamingjusamt þegar það getur sest á eitt svona aerosol þannig að það gerir það. Til verður vatnsdropi.
Pínu ponsu lítill vatnsdropi. Þessi vatnsdropi er svo lítill að það er ólíklegt að hann verði að dropa sem rignir niður á jörðina. Hann er bara kjur þarna efst uppi í lofthjúpnum og speglar sólargeislum sem lenda á honum aftur út í geiminn. Þannig að ef margir geim-geislar komast inn að efsta hluta lofthjúpsins verða til margir litlir vatnsdropar sem spegla sólarljósinu aftur út í geim.
En þá er spurningin, hvernig hafa sólblettir áhrif á hversu mikilli geim-geislun jörðin verður fyrir? Jah, ég veit ekki hvernig ég get sagt þetta en, það gustar af sólinni. Solar wind. Því fleiri sólblettir því meira rok. Þessi solar wind býr til nokkur skonar segulsvið um jörðina sem skýlir henni frá geim-geislun. Þá verða færri ský til efst í lofthjúpnum og þar af leiðandi minni speglun sólargeisla. Fleiri sólargeislar komast inn að jörðinni og hveiti vex betur.
Köttur útí mýri, úti er ævintýri.
Fyrir langa löngu tók stjarnfræðingur nokkur eftir því að þegar margir sólblettir voru á sólinni lækkaði verðið á hveiti. Hann hugsaði með sér að það hlyti að skýrast af því að meira ljós kæmi frá sólinni, hveitið vex meira, það er meira framboð og þá lækkar verðið.
Vísindamenn hafa klórað sér í kollinum yfir þessu í 200 ár. Aðrir hafa skrifað bækur um að sá sem kaupir þessa aldagamla útskýringu sé klikk. Loksins er komin skýring á því hvernig sólblettir hafa áhrif á veðurfar.
Jörðin okkar og aðrar plánetur verða fyrir geislun, geim-geislun. Þetta eru aðalega róteindir sem koma utan að frá og dúndrast í sameind efst í lofthjúpnum. Oftar en ekki skýtur þessi róteind eina rafeind af sameindinni. Sameindin (einhver lofttegund) verður jákvætt hlaðin en sú sameind sem fær rafeindina hennar verður neikvætt hlaðin. Hlaðnar agnir draga til sín aðrar hlaðnar agnir og stækka. Þá heita þær aerosol. Vatn er hrikalega hamingjusamt þegar það getur sest á eitt svona aerosol þannig að það gerir það. Til verður vatnsdropi.
Pínu ponsu lítill vatnsdropi. Þessi vatnsdropi er svo lítill að það er ólíklegt að hann verði að dropa sem rignir niður á jörðina. Hann er bara kjur þarna efst uppi í lofthjúpnum og speglar sólargeislum sem lenda á honum aftur út í geiminn. Þannig að ef margir geim-geislar komast inn að efsta hluta lofthjúpsins verða til margir litlir vatnsdropar sem spegla sólarljósinu aftur út í geim.
En þá er spurningin, hvernig hafa sólblettir áhrif á hversu mikilli geim-geislun jörðin verður fyrir? Jah, ég veit ekki hvernig ég get sagt þetta en, það gustar af sólinni. Solar wind. Því fleiri sólblettir því meira rok. Þessi solar wind býr til nokkur skonar segulsvið um jörðina sem skýlir henni frá geim-geislun. Þá verða færri ský til efst í lofthjúpnum og þar af leiðandi minni speglun sólargeisla. Fleiri sólargeislar komast inn að jörðinni og hveiti vex betur.
Köttur útí mýri, úti er ævintýri.
Comments:
<< Home
Vá, þessi færsla var ögn erfiðari en hokkíkylfan en engu að síður mjög áhugaverð.
Og talandi um hokkíkylfuna, þá er ég með eina spurningu:
Getur ekki verið að til að skoða sveiflur í hitastigi jarðar verði maður að fara mun aftar í tímann en 1000 ár? Gögnum og heimildum fækkar örugglega því aftar sem farið er (t.d. kirkjubækur og slíkt) en trjáhringir og þannig heimildir hljóta að ná mun aftar.
Var bara að velta þessu fyrir mér,
Orri
Og talandi um hokkíkylfuna, þá er ég með eina spurningu:
Getur ekki verið að til að skoða sveiflur í hitastigi jarðar verði maður að fara mun aftar í tímann en 1000 ár? Gögnum og heimildum fækkar örugglega því aftar sem farið er (t.d. kirkjubækur og slíkt) en trjáhringir og þannig heimildir hljóta að ná mun aftar.
Var bara að velta þessu fyrir mér,
Orri
Góð spurning Orri minn. Jú, menn hafa skoðað breytingar á yfirborðs-hitastigi jarðar mun aftar en í 1000 ár. Til dæmis er áhugavert að skoða síðustu 800 þúsund ár. Þá sást 100 þúsund árs sveiflur milli ísalda og hlýskeiða.
Ástæðan fyrir því að þessir gæjar höfðu áhuga á að skoða síðustu 1000 ár er þeir vildu láta það koma skýrt fram hvað mennirnir eru að hafa mikil áhrif. Það gekk bara aðeins brösulega.
Ástæðan fyrir því að þessir gæjar höfðu áhuga á að skoða síðustu 1000 ár er þeir vildu láta það koma skýrt fram hvað mennirnir eru að hafa mikil áhrif. Það gekk bara aðeins brösulega.
úff. flókið.
alveg burtséð frá því að mér finnst öll þekking góð, og að við eigum alltaf að leita og spyrja, er kannski bara ekki allt í lagi að rannsóknarfólk eyði frekar tímanum í að skoða hvernig við getum bætt soldið ástandið hér, og leyft vatnsdropunum og geim sólarwindgeislahitanum bara að vera þarna? æ kannski ég bara í þannig skapi?
alveg burtséð frá því að mér finnst öll þekking góð, og að við eigum alltaf að leita og spyrja, er kannski bara ekki allt í lagi að rannsóknarfólk eyði frekar tímanum í að skoða hvernig við getum bætt soldið ástandið hér, og leyft vatnsdropunum og geim sólarwindgeislahitanum bara að vera þarna? æ kannski ég bara í þannig skapi?
Heyrðu nú mig Ólöf! Vatnsdropar lengst efst eru svaka mikilvægir. Ef þeir hjálpa okkur að skilja eitthvað vandamál þá þurfum við ekki lengur að eyða tíma og orku í að reyna að skilja það. Við skiljum það nú þegar.
Þar að auki hefur þetta að gera með eina af frumþörfum mannsins: að framleiða mat til að borða. Sem er það sem "ástandið hérna" snýst um. Hvað var það annars sem þú hafðir í huga?
Skrifa ummæli
Þar að auki hefur þetta að gera með eina af frumþörfum mannsins: að framleiða mat til að borða. Sem er það sem "ástandið hérna" snýst um. Hvað var það annars sem þú hafðir í huga?
<< Home