14.11.06

fourier trönuber

Að stinga tungunni útúr munninum og blása heitir á ensku að blása trönuber (blowing raspberries). Síðan er það túlkunaratriði hvers og eins hvernig bera á fram titilinn að þessari færslu.

Ég er búin að vera þunglynd yfir heimadæmum síðustu viku undanfarið. Ég er búin að reyna að reikna fourier stuðla fyrir fall og það hefur ekki gengið vel. Síðan í dag gat ég loksins fattað að maður á bara að nota innbyggða fallið fft í matlab. Það er hinsvegar ekkert eðlilegt output sem kemur útúr því. Til að fá fourier stuðla sem maður getur notað þarf maður að klippa vigurinn í tvennt og henda aftari helmingnum; taka complex conjugate af fyrri helmingnum og snúa þeim vigri við, bæta honum svo aftan við fyrri helminginn og skella einu núlli á milli. Fyrst það er svona flókið að reikna fourier stuðla á annað borð, hver vegna er þessi leikfimi ekki innifalin í matlab fallinu? Ég á ekki til orð yfir því hversu hneiksluð ég er á matlab yfir þessu.

En talandi um föt, þá týndi ég flíspeysunni minni fyrir mánuði síðan. Gleymdi henni í klifurgymminu. En ég vissi að þar er karfa með fötum sem fólk hefur gleymt svo ég hafði ekki miklar áhyggjur af málinu. Fyrir viku förum við Óli síðan að klifra og ég stími beint á körfuna. Engin peysa. Allt gefið til fátækra nokkrum dögum áður. Jæja, þessi peysa var orðin úr sér gengin og ef fátæklingur getur notað hana, þá er það bara ágætt. Næsta vika. Við Óli aftur í gymmið að æfa okkur. Nema hvað. Hvað haldið þið? Stúlkan í afgreiðslunni, sem ég hef talað við oft og mörgum sinnum. Hún var í flíspeysunni minni. Eins og hún ætti hana sjálf. Sæl og bless. Ég fór alveg í kleinu. Sæl. Er ekki búið að opna. Nú nú. Kem aftur seinna. Ég þorði ekki að minnast á peysuna. Alveg gasalegt. Við Óli förum að fá okkur samloku (á jimmy johns) og ég að deila við sjálfa mig. Á ég að minnast á peysuna. Á ég að segja eitthvað. Ég vil náttúrulega fá peysuna því ég á hana. Þessi stelpa er ekki fátæklingur, hún er með vinnu. En það er svo vandræðalegt að segja "heyrðu afsakið! þú ert í peysunni minni! Þjófur"

Innlegg Óla í innri krísu var "segðu bara að þú eigir þessa peysu, þetta er ekkert mál." Og þannig var það. Þegar við fórum aftur sagði ég "En hvað þú ert í flottri flís-peysu" Og þá sagði hún "já, ha ha, ég fann hana hérna, það átti að fara að gefa hana en ég fór bara í hana - átt þú hana??" Og þá sagði ég "já" Og þá vippaði hún sér úr henni og gaf mér peysuna mína aftur. Og ég varð ekkert smá hamingjusöm.

Ég hef aldrei lent í því áður að hitta svo til ókunnuga manneskju í fötum af mér. Það var freaky. En fyndið eftirá.

Comments:
ég týndi þér nú alveg í öðrum þætti þessarar færslu...again :)
já ég týndi nú tvisvar dýrmætum kápum á skemmtistað borgarinnar og var alltaf að vonast til að sjá einhverja í þeim til að ég gæti einmitt vippað mér uppað þeim og sakað þá um þjófnað og óheiðarleika...er enn að svipast um :(
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?