29.10.05

Kanína í kvöldmatinn

Sveskjur í te-baði og pino frá Kali. Óli og Young Jin keyptu þessa kanínu í vor þegar þeir fóru á bóndabæjar-hopp. Síðan þá eru allir búnir að vera svaka uppteknir en loksins erum við að fara að elda hana núna. Mmm. Uppskriftin er að sjálfsögðu úr frönsku biblíunni og allt hráefni meira og minna frá Illinois. Young Jin og Sarah kaupa kassa af grænmeti aðrahverja viku frá bændum sem rækta allt lífrænt svo þau ætla að gera meðlætið. Það er ótrúlegt (eða reyndar ekki ótrúlegt) hvað það munar miklu á bragðinu. Núna er ég til dæmis að borða lífrænt kiwi og mér finnst bara eins og ég hafi aldrei smakkað kiwi áður, þetta er gjörólíkt öllum kiwium sem ég hef áður smakkað. Miklu sætara og mýkra.

27.10.05

27 ára gömul kona að fara í miðsvetrar próf

Hver fer í miðsvetrarpróf sem er ekki í grunnskóla? Allavegana ég. Totally sucks. Ég var í tölfræði prófi í dag og á morgun er bio-geo-chemical cycles miðsvetrar próf. Ömurlegt.

Nokkuð sem er ekki ömurlegt er að Chicago White Sox eru HEIMSMEISTARAR í hafnarbolta. Ég horfði á leikina og skil núna orð eins og bottom of the ninth inning, a ball and a strike, double play, big guy big guy og allskonar þannig. Eftir þessa törn verð ég eiginlega að hætta að vera með fordóma gagnvart hlutum sem ég hef ekkert vit á og þekki ekki, því áður var ég með fordóma gagnvart hafnarbotla, hélt bara að hann væru ömurlegur, en núna, eftir að ég actually sá einn leik, þá fattaði ég að þetta er bara allt í lagi íþrótt. Fyrir utan allt skyrpið. Það er óafsakanlegt finnst mér.

21.10.05

Ljúft að gera heimadæmi á föstudagskvöldi...

Þannig fer fyrir fólki sem skrópar í skólann og gerir ekki heimadæmin sín á réttum tíma. Það þarf að vinna í þeim á föstudagskvöldum. Á stundu sem þessari er gott að vera þannig nörd sem finnst bara gaman að vera á skrifstofunni á föstudagskvöldum. The Clash heldur líka uppi partý og föstudagsfílingnum á skrifstofunni.

Klifrið var gott. Ég var reyndar frekar úrvinda eftir alla þessa viku en gat samt klifrað 4 ferðir. Og við hittum Sandy vinkonu okkar sem er 40 og ég veit ekki hvað en í svo góðu formi að það er ótrúlegt. Hún er svo brjáluð, klifrar 4 sinnum í viku, og er fertug! Hvaða fólk er eiginlega fertugt! Drotningin í Bourgonne er sjötug og hún klifrar eins og köttur. Til að verða ekki geðveik á óþolandi fjölskyldu sinni segir hún.

Þegar við vorum búin að keyra uppgefna fólkið, nema mig, heim þá fórum við með Elliot á eina Chicago perlu sem er el eitthvað... el Comales, 24 hour taco place og fengum miðnætursnarl. El muchos gottos tacos. Samkvæmt Juan Carlos, fyrir utan drive-thru-ið er þessi staður alveg eins og margir í Mexico City. Meira að segja afgreiðslufólkið talar bara spænsku. Þegar við vorum að borga þá kom upp á kassanum 18.19 en stelpan sagði bara "Eighteen". Við vorum svona að bíða eftir að hún myndi segja "nineteen" líka. En það gerðist ekkert. Svo ég sagði bara nineteen fyrir hana og hún var mjög þakklát fyrir það og æfði sig einu sinni í að segja nineteen en við vorum svo hissa á því hvernig getur einhver vitað hvernig á að segja átján en ekki nítján. Nítján er næsta orðið sem maður lærir á eftir átján. Hætti hún að læra ný orð eftir að hún lærði átján? Mér fannst þetta fyndið.

20.10.05

Abstract dagur á enda

Tvær mínútur í deadline gat ég sent inn abstractinn minn. Jæja. Alveg ótrúlegt hvað allt þarf alltaf að gerast á síðustu stundu. En abstract kominn inn og ég á leiðinni til Hawaii. Við Óli að fara að klifra og ég að skrópa með að gera heimadæmin mín. Hversu ljúft getur lífið orðið.

17.10.05

grænmetisbelti

Þar sem mér finnst ekki neitt gaman að versla á ég fullt af fötum sem passa mér ekki nógu vel. Eins og til dæmis buxur sem ég keypti þegar við Sigurdís fórum saman í bæinn. (Þetta var alveg rétt hjá þér Sigurdís, þessar buxur eru allt of stórar, og Ólöf, veistu hvað! Brjóstahaldararnir eru líka huge). Svo ég ákvað að kaupa belti til að geta notað þessar buxur eitthvað. Leitaði og leitaði. Fann ekki neitt sem mér leist á. Síðan kom ég niður á truthbelts.com. Þar getur maður keypt svaka hip grænmetisætubelti. Ég keypti einmitt Manhattan belti. Hversu kúl getur eitt belti verið! Hoo-ha, smokin hot klikk kúl.

morgunmatur

Við erum komin með nýja nágranna á efri hæðina og þvílík læti sem eru í þeim. Klukkan hálf átta er allt komið á fullt. Þá fara þau að hreyfa til húsgögn og smíða. Engin leið að átta sig á því hvað þau eru að gera nema kannski að vekja okkur. Það er ekki svo slæmt. Í morgun reiddi ég fram heljarinnar mikinn morgunmat, soðin egg, ristabrauð og hvað eina. Ofsalega huggulegt. Svo huggulegt að bankað var á gluggann og horft á kræsingarnar með löngunaraugum. Það var einn lítill íkorni sem virtist vera búinn að fá nóg af hnetum og var til í eitthvað gómsætara. Ekki fékk hann það hjá okkur.

16.10.05

AAAaaaaaaaaaa!!

Já, þetta góða öskur átti ég í gær þegar Angie spurði mig hvort ég vildi vera hennar maid of honor. Jei! Ég verð brúðarmær, það er nú hverrar stúlku næst-efsti draumur. Óli fær ekki að vera brúðarsveinn en hann er búinn að komast yfir það. Þetta brúðkaup verður svo skemmtilegt. Mamma hennar Angie er búin að bóka nokkur hótelherbergi svo krakkarnir geta verið með partí og engu gömlu fólki er boðið nema foreldrum og ömmum og öfum. Jibbí.

Núna er ég að gera heimadæmi sem eru svo flókin að það rýkur úr eyrunum á mér. Meira segja tölvunni finnst þetta erfitt, og tölvur eru svaka klárar, það sýður næstum á henni. Best að ég haldi áfram.

10.10.05

Tíu kastaníur

Ég er með tíu nýristaðar kastaníur. Þær líta vel út. Ég er að vinna í tölfræðiheimadæmunum. Hverjar eru líkurnar á því að það sé ormur inní einni kastaníunni? Gefið að það hafi verið ormur inní fyrstu kastaníunni sem ég borðaði/spítti útúr mér, hverjar eru líkurnar á því að það sé ormur inní einni kastaníu af þeim níu sem eftir eru?

Já þetta eru ekki skemmtilegar hugsanir sem renna í gegnum kollinn minn. En blákaldur veruleiki engu að síðu. Á ég að taka sénsinn. Ég held ég verði að gera það. Það er nú ekki á hverjum degi sem boðið er uppá kastaníur. Jess, enginn ormur. Hverjar eru nú líkurnar?

9.10.05

Óáþreifanleg innkaup

Rétt í þessu keypti ég í fyrsta skipti hljóðbylgjur. itunes music store gerði mér það kleift og er ég mjög hrifin af því hversu umhverfisvæn sú búð er. Maður fær ekki hlussu geisladisk sem maður þarf að finna pláss í hillu, bara tónlistina sjálfa.

Í dag er sunnudagur og ég er svona um það bil að fá ofnæmi fyrir skrifstofunni minni. Sem er í dag orðin einkaskrifstofan mín þar sem Olga er farin á suðurskautslandið. Mér skilst að í Póllandi séu lög fyrir því að fólk verði að taka amk. 10 daga samfleitt frí einu sinni á ári. Það ættu að vera lög fyrir því að fólk af íslensku bergi brotnu ætti að taka einn frídag á viku. Getur íslenska ríkið sett þessi lög á? Plís.

8.10.05

Pönnukaka lífsins

Hugsanaflutningur átti sér stað milli okkar hjóna í gær. Af einhverri ástæðu varð mér mikið hugsað til pönnukökuhússins í gær þar sem ég var svaka dugleg að gera heimadæmi. Þegar ég síðan hitti manninn minn seint og um síðar meir, þá kom í ljós að hann var spenntur fyrir því að snæða þar morgunverð á morgun, þeas í dag.

Það varð úr að við fórum á pönnukökuhúsið upprunalega og fengum ávaxtasalat í forrétt og risa, risa pönnuköku með fullt af eplum og kanilsykri og kaffi í eftirmat. Hún var mjög góð. Það sem er samt aðallega gott er stemmningin á pönnukökuhúsinu. Svörtu konurnar eru svo miklar kjarnakonur, svo sterkar og röskar, indælar með meiru og sætar. Ég fæ það alltaf á tilfinninguna að ég sé að fara á skíði. Það er svona flísagólk eins og í skíðaskálum og stórgerð tréhúsgögn. Allir eru í góðu skapi, ánægðir með lífið og tilveruna og þakklátir fyrir góðu kræsingarnar. Þetta er alveg einstakt. Mjög ódýr skíðaferð.

7.10.05

Lítið chillað í Chicago

Það er allt á öðrum endanum hérna í Chicago. Það er bara svo mikið að gera að enginn hefur tíma til að gera neitt. Ég er með heimadæmi í þúsundatali og það rignir líka. Það er komið á hreint að við Óli munum ferðast til Minneapolis (vonandi með lest!) fyrir 17. des og sjá vini okkar Angie og Justin vera gefin saman. En ég gleymdi að minnast á það að eftir þann dag mun Angie vera Angie Hugeback.

Þetta var ekki djók. Justin er Hugeback. Það er erfitt að trúa því en það er samt satt. Ég er í dag svolítil hetja hérna í skólanum. Þannig er mál með vexti að ég ákvað að það ætti alltaf að vera til mjólk í húsinu og núna sé ég til þess að það skuli alltaf vera til mjólk bæði á jarðhæðinni og á minni hæð sem er 4. hæð. Í dag var fyrsti dagurinn þar sem til var mjólk á jarðhæðinni og eftir föstudagsfyrirlesturinn streymdu allir á kaffistofuna haldandi að það sem biði væri ódrekkandi sull með hvítu dufti. En þá var bara sæmilega ágætt sull og hrikalega fersk mjólk. Hefði maður ekki vitað hvað var í gangi myndi maður hafa haldið að allir vísindamennirnir hefðu fengið eitthvað gott í skóinn. Allir voru þeir brosandi útað eyrum með svona "ég trúi ekki mínum eigin augum" svip, "það er mjólk!" svip. Svo góðverk dagsins var a smashing success. Góða helgi.

1.10.05

Án titils

Ég skil vel fólk sem gefur barni sínu nafnið Helgi. Það er fátt betra en Helgi í mínum huga. Þessi fyrsta skóla vika er búin að vera alveg snar. Ég var með nefndar-fund. Þá útskýrði ég verkefnið sem ég er að vinna í fyrir 4 prófessora. Það var svo stressandi að þegar einn þeirra bað mig að útskýra eitt. Eitt atriði sem ég skil alveg en finnst samt flókið. Þá bara fraus ég alveg og gat ekki svarað neinu. Ég gat bara sagt. "Ég veit það, en ég get bara ekki útskýrt það á þessari stundu". Alveg hrikalegt. En ég gat samt svarað öllum öðrum spurningum. Bara ekki þessari einu. Svo ég er óteljanlega hamingjusöm með að nú skuli vera Helgi.

Við buðum vinum okkar Angie og Justin í mat og það var kaffi og konjak í eftirmat og konfekt. Ég er ofsalega hrifin af konjaki þessa dagana. Það er himneskt. Þau sögðu okkur að þau væru orðin trúlofuð og væru að fara að gifta sig í sumar. Næsta sumar förum við til Minneapolis í brúðkaup. Jei. Við verðum meira og meira eins og Ameríkanar. Það er mjög algengt að fólk ferðist í annað fylki til að fara í brúðkaup á sumrin. Það er næstum því svona thing hjá því þar sem allir vilja flytja sem lengst frá fjölskyldu sinni.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?