29.10.05

Kanína í kvöldmatinn

Sveskjur í te-baði og pino frá Kali. Óli og Young Jin keyptu þessa kanínu í vor þegar þeir fóru á bóndabæjar-hopp. Síðan þá eru allir búnir að vera svaka uppteknir en loksins erum við að fara að elda hana núna. Mmm. Uppskriftin er að sjálfsögðu úr frönsku biblíunni og allt hráefni meira og minna frá Illinois. Young Jin og Sarah kaupa kassa af grænmeti aðrahverja viku frá bændum sem rækta allt lífrænt svo þau ætla að gera meðlætið. Það er ótrúlegt (eða reyndar ekki ótrúlegt) hvað það munar miklu á bragðinu. Núna er ég til dæmis að borða lífrænt kiwi og mér finnst bara eins og ég hafi aldrei smakkað kiwi áður, þetta er gjörólíkt öllum kiwium sem ég hef áður smakkað. Miklu sætara og mýkra.

Comments:
Þú hefur verið klukkuð!

http://hnotskurnin.blogspot.com/2005/10/klukk-g-var-klukku-af-kristjni-og-var.html
 
what!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?