21.10.05

Ljúft að gera heimadæmi á föstudagskvöldi...

Þannig fer fyrir fólki sem skrópar í skólann og gerir ekki heimadæmin sín á réttum tíma. Það þarf að vinna í þeim á föstudagskvöldum. Á stundu sem þessari er gott að vera þannig nörd sem finnst bara gaman að vera á skrifstofunni á föstudagskvöldum. The Clash heldur líka uppi partý og föstudagsfílingnum á skrifstofunni.

Klifrið var gott. Ég var reyndar frekar úrvinda eftir alla þessa viku en gat samt klifrað 4 ferðir. Og við hittum Sandy vinkonu okkar sem er 40 og ég veit ekki hvað en í svo góðu formi að það er ótrúlegt. Hún er svo brjáluð, klifrar 4 sinnum í viku, og er fertug! Hvaða fólk er eiginlega fertugt! Drotningin í Bourgonne er sjötug og hún klifrar eins og köttur. Til að verða ekki geðveik á óþolandi fjölskyldu sinni segir hún.

Þegar við vorum búin að keyra uppgefna fólkið, nema mig, heim þá fórum við með Elliot á eina Chicago perlu sem er el eitthvað... el Comales, 24 hour taco place og fengum miðnætursnarl. El muchos gottos tacos. Samkvæmt Juan Carlos, fyrir utan drive-thru-ið er þessi staður alveg eins og margir í Mexico City. Meira að segja afgreiðslufólkið talar bara spænsku. Þegar við vorum að borga þá kom upp á kassanum 18.19 en stelpan sagði bara "Eighteen". Við vorum svona að bíða eftir að hún myndi segja "nineteen" líka. En það gerðist ekkert. Svo ég sagði bara nineteen fyrir hana og hún var mjög þakklát fyrir það og æfði sig einu sinni í að segja nineteen en við vorum svo hissa á því hvernig getur einhver vitað hvernig á að segja átján en ekki nítján. Nítján er næsta orðið sem maður lærir á eftir átján. Hætti hún að læra ný orð eftir að hún lærði átján? Mér fannst þetta fyndið.

Comments:
já svona er þetta...eins og t.d. kind og geimvera. Orðið sem maður lærir á eftir kind er geimvera, nema í sumum tilvikum þar sem orðið ull treður sér á milli. En svo rekst maður stundum á krakka sme kunna að segja meme en ekki bzzzitousoout. Það finnst mér torkennilegt
 
Hæ!
Verð að koma einhvern tímann aftur í þetta klifur, hljómar svakaskemmtilegt.
 
Ég hugsa að kind sé eitt af því fyrsta sem maður myndi læra þegar maður flytti til Íslands. Og, já Sigurdís, klifrið er geðveikt, það var alveg hrikalegt að þú skyldir hafa misst af því um daginn, endilega kíktu aftur í heimsókn með farangurinn í hönd.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?