17.10.05

morgunmatur

Við erum komin með nýja nágranna á efri hæðina og þvílík læti sem eru í þeim. Klukkan hálf átta er allt komið á fullt. Þá fara þau að hreyfa til húsgögn og smíða. Engin leið að átta sig á því hvað þau eru að gera nema kannski að vekja okkur. Það er ekki svo slæmt. Í morgun reiddi ég fram heljarinnar mikinn morgunmat, soðin egg, ristabrauð og hvað eina. Ofsalega huggulegt. Svo huggulegt að bankað var á gluggann og horft á kræsingarnar með löngunaraugum. Það var einn lítill íkorni sem virtist vera búinn að fá nóg af hnetum og var til í eitthvað gómsætara. Ekki fékk hann það hjá okkur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?