10.10.05

Tíu kastaníur

Ég er með tíu nýristaðar kastaníur. Þær líta vel út. Ég er að vinna í tölfræðiheimadæmunum. Hverjar eru líkurnar á því að það sé ormur inní einni kastaníunni? Gefið að það hafi verið ormur inní fyrstu kastaníunni sem ég borðaði/spítti útúr mér, hverjar eru líkurnar á því að það sé ormur inní einni kastaníu af þeim níu sem eftir eru?

Já þetta eru ekki skemmtilegar hugsanir sem renna í gegnum kollinn minn. En blákaldur veruleiki engu að síðu. Á ég að taka sénsinn. Ég held ég verði að gera það. Það er nú ekki á hverjum degi sem boðið er uppá kastaníur. Jess, enginn ormur. Hverjar eru nú líkurnar?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?