7.10.05
Lítið chillað í Chicago
Það er allt á öðrum endanum hérna í Chicago. Það er bara svo mikið að gera að enginn hefur tíma til að gera neitt. Ég er með heimadæmi í þúsundatali og það rignir líka. Það er komið á hreint að við Óli munum ferðast til Minneapolis (vonandi með lest!) fyrir 17. des og sjá vini okkar Angie og Justin vera gefin saman. En ég gleymdi að minnast á það að eftir þann dag mun Angie vera Angie Hugeback.
Þetta var ekki djók. Justin er Hugeback. Það er erfitt að trúa því en það er samt satt. Ég er í dag svolítil hetja hérna í skólanum. Þannig er mál með vexti að ég ákvað að það ætti alltaf að vera til mjólk í húsinu og núna sé ég til þess að það skuli alltaf vera til mjólk bæði á jarðhæðinni og á minni hæð sem er 4. hæð. Í dag var fyrsti dagurinn þar sem til var mjólk á jarðhæðinni og eftir föstudagsfyrirlesturinn streymdu allir á kaffistofuna haldandi að það sem biði væri ódrekkandi sull með hvítu dufti. En þá var bara sæmilega ágætt sull og hrikalega fersk mjólk. Hefði maður ekki vitað hvað var í gangi myndi maður hafa haldið að allir vísindamennirnir hefðu fengið eitthvað gott í skóinn. Allir voru þeir brosandi útað eyrum með svona "ég trúi ekki mínum eigin augum" svip, "það er mjólk!" svip. Svo góðverk dagsins var a smashing success. Góða helgi.
Þetta var ekki djók. Justin er Hugeback. Það er erfitt að trúa því en það er samt satt. Ég er í dag svolítil hetja hérna í skólanum. Þannig er mál með vexti að ég ákvað að það ætti alltaf að vera til mjólk í húsinu og núna sé ég til þess að það skuli alltaf vera til mjólk bæði á jarðhæðinni og á minni hæð sem er 4. hæð. Í dag var fyrsti dagurinn þar sem til var mjólk á jarðhæðinni og eftir föstudagsfyrirlesturinn streymdu allir á kaffistofuna haldandi að það sem biði væri ódrekkandi sull með hvítu dufti. En þá var bara sæmilega ágætt sull og hrikalega fersk mjólk. Hefði maður ekki vitað hvað var í gangi myndi maður hafa haldið að allir vísindamennirnir hefðu fengið eitthvað gott í skóinn. Allir voru þeir brosandi útað eyrum með svona "ég trúi ekki mínum eigin augum" svip, "það er mjólk!" svip. Svo góðverk dagsins var a smashing success. Góða helgi.