9.10.05

Óáþreifanleg innkaup

Rétt í þessu keypti ég í fyrsta skipti hljóðbylgjur. itunes music store gerði mér það kleift og er ég mjög hrifin af því hversu umhverfisvæn sú búð er. Maður fær ekki hlussu geisladisk sem maður þarf að finna pláss í hillu, bara tónlistina sjálfa.

Í dag er sunnudagur og ég er svona um það bil að fá ofnæmi fyrir skrifstofunni minni. Sem er í dag orðin einkaskrifstofan mín þar sem Olga er farin á suðurskautslandið. Mér skilst að í Póllandi séu lög fyrir því að fólk verði að taka amk. 10 daga samfleitt frí einu sinni á ári. Það ættu að vera lög fyrir því að fólk af íslensku bergi brotnu ætti að taka einn frídag á viku. Getur íslenska ríkið sett þessi lög á? Plís.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?