8.10.05
Pönnukaka lífsins
Hugsanaflutningur átti sér stað milli okkar hjóna í gær. Af einhverri ástæðu varð mér mikið hugsað til pönnukökuhússins í gær þar sem ég var svaka dugleg að gera heimadæmi. Þegar ég síðan hitti manninn minn seint og um síðar meir, þá kom í ljós að hann var spenntur fyrir því að snæða þar morgunverð á morgun, þeas í dag.
Það varð úr að við fórum á pönnukökuhúsið upprunalega og fengum ávaxtasalat í forrétt og risa, risa pönnuköku með fullt af eplum og kanilsykri og kaffi í eftirmat. Hún var mjög góð. Það sem er samt aðallega gott er stemmningin á pönnukökuhúsinu. Svörtu konurnar eru svo miklar kjarnakonur, svo sterkar og röskar, indælar með meiru og sætar. Ég fæ það alltaf á tilfinninguna að ég sé að fara á skíði. Það er svona flísagólk eins og í skíðaskálum og stórgerð tréhúsgögn. Allir eru í góðu skapi, ánægðir með lífið og tilveruna og þakklátir fyrir góðu kræsingarnar. Þetta er alveg einstakt. Mjög ódýr skíðaferð.
Það varð úr að við fórum á pönnukökuhúsið upprunalega og fengum ávaxtasalat í forrétt og risa, risa pönnuköku með fullt af eplum og kanilsykri og kaffi í eftirmat. Hún var mjög góð. Það sem er samt aðallega gott er stemmningin á pönnukökuhúsinu. Svörtu konurnar eru svo miklar kjarnakonur, svo sterkar og röskar, indælar með meiru og sætar. Ég fæ það alltaf á tilfinninguna að ég sé að fara á skíði. Það er svona flísagólk eins og í skíðaskálum og stórgerð tréhúsgögn. Allir eru í góðu skapi, ánægðir með lífið og tilveruna og þakklátir fyrir góðu kræsingarnar. Þetta er alveg einstakt. Mjög ódýr skíðaferð.