31.10.04

Jæja

Ég gleymdi nú alveg að skrifa um tónleikana sem við fórum á á þriðjudaginn. Hópur sem kallar sig contempo samanstendur af um 10 hljómfæraleikurum og spilar nútímatónlist hélt þessa tónleika. Það var náttúrulega ekki að spyrja að þvi en Íslendingur var þar á meðal og kallar hann sig Sibbi. Hann spilar á fiðlu og er Bernharðsson. Ég tengdi hann náttúrulega strax við undrabarnið sem var með mér i bekk í grunnskóla og spilaði á fiðlu og túbu og bara hvað sem var. Hann heitir einmitt Stefán og er Bernharðsson. Hversu margir S... Bernharðssynir sem spila afburðavel á fiðlu eru eiginlega til á Íslandi?

Við Óli sátum á fremsta bekk fyrir miðju sem er kannski 3 metrum frá sviðinu og Sibbi er með svona músagrátt hár alveg eins og í gamladaga en við höfum ekki sést í 15 ár, og fólk breytist nú á minni tíma. Svo ég er svona aðeins að brosa til hans og hugsa, "ji þetta er nú fáránlegasta tilviljun ever vá!" Og hann náttúrulega brosti til baka. Við bæði alveg hrikalega hissa á þessum ótrúlega atburði.

Jæja. Kemur í ljós að þetta er náttúrulega ekki sami maðurinn. Sibbi Bernharðsson fiðluleikari og Stefán Jón Bernharðsson fiðluleikari ekki sami maðurinn. Þar sem Stefán jón spilar víst á horn og býr í noregi þar sem hann var með tóneika á fimmtudaginn. Gott að það sé á hreinu og að ég fór ekki baksviðs til að endurheimta kynni við bekkjarbróður minn. Úff.

30.10.04

Hitabylgja yfirstadin en vinnualag tekur engann endi

Thad var mikid ad thad for ad vera lift aftur herna i Chicago. Undanfarna daga hefur verid um 25 gradur og faranlega rakt herna i medvestrinu. Svo hrikalegt ad eg lagdist i rumid af vanlidan i gaer. En allt miklu betra i dag. Eg er nuna a bokasafninu medan Oli og Elliot eru ad klifra. Og bara satt vid thad. A midvikudaginn er nefnilega midterm og eg er ad reyna ad laera vel og vandlega allt namsefnid svo eg standi mig. Thad er nu alveg frabaert hversu mikill fyrirmyndar nemandi eg er ordinn.

En lifid mitt er bara svo bissi ad eg hef bara engann tima til ad klifra. Tveir les-klubbar a manudaginn og i odrum theirra a eg ad vera med sma tolu um eina grein sem eg er ekki buin ad lesa. Tha a lika ad skila heimadaemum sem eg er ad bisa vid akkurat nuna. A midvikudaginn er thetta midterm og tha er eg lika ad kenna krokkunum og sidan a ad skila odrum heimadaemum a fimmtudaginn. Thetta er allt frekar erfitt og flokid finnst mer svo thad er ekki annad haegt en ad reyna ad vera fyrirmyndarnemandi. Uff.

Ekki haegt ad vera tha ad draga thad lengur ad koma ser ad verki,
bestu kvedjur til allra,
Tinna


26.10.04

/#&$" barnaland

Ég er svona tiltölulega ósátt við það hvað ég þekki marga sem eru með heimasíðu fyrir krakkana sína á barnalandi en enga fyrir sjáfa sig. Það er nú svona mátulegt hvað krakkar geta gert spennandi hluti. Þau fara í leikskólann, gubba stundum og læra að pissa í kopp. Fullorðið fólk hinsvegar gerir að öllu jöfnu allskonar hluti og er með pælingar í gangi sem gaman væri að skrifa um þannig að þegar fólki leiðist, eins og mér núna. Þá þarf það ekki að lesa um gubb og piss og duglegur og sætur og sniðugur bla bla bla.

Við Óli erum að fara á tónleika niðrí bæ á eftir. Kata, stelpa sem býr núna í blokkinni sem við bjuggum í í fyrra, er líka að fara á tónleika niðri í bæ en hún er að fara á REM tónleika. Við Óli erum bara að fara á einhverja nýlistajazzégveitekkihvað tónleika. Þeir verða nú samt örugglega skemmtilegir. Við höfum séð einn af gaurunum sem spilar þarna. Það var í Montreal þegar við vorum þar í sumar. Hann var alveg ágætur. Montreal var ómótstæðileg.

Ég er annars að hlusta á útvarp samfés. Yfirleitt er það hin mesta skemmtun en hvað er í gangi með þessa spurninga keppni? Ég skil ekkert í því að hafa látið mig hafa það að hlusta á hana alla. Það er alveg hrikalega lágskýjað í Chicago. Það er örugglega rót þessa súra skaps sem ég er í. Sorry elsku vinir og vandamenn.

25.10.04

Jökulhlaup

Ég er svo svöng að ég get varla skrifað þessa færslu. Ég ætlaði að segja frá því að núna er ég komin í tvo "klúbba" (Journal club) sem er hópur af fólki sem les sömu greinina og ræðir síðan saman hvað er að gerast í henni. Þeir eru báðir á mánudögum og fyrsta samkoman var í dag. Við vorum að lesa grein um samband jökulhlaups og lækkað hitastig í heiminum.

Nokkuð eftir síðustu ísöld telja menn að risa jökulhlaup hafi átt sér stað með þeim afleiðingum að meðalhitastig í heiminum lækkaði um 5 gráður. Hugsanlega því að mjög mikið ferskvatn helltist í norður Atlantshaf.

Ég fékk náttúrulega að bera fram orðið jökulhlaup nokkrum sinnum hátt og skýrt og útskýra merkingu orðsins.

Allir sem hafa áhuga geta fengið að vera með í þessum klúbbi en aðallega eru það bara nemendur og prófessorar í "fluids" deildinni, sem ég er einmitt í.

Hinn klúbburinn sem er að fara af stað er lokaðri klúbbur. En það erum við Sam og síðan David sem ætlum að lesa greinar um hvernig agnir hegða sér í sjó því við erum báðar að gera verkefni að reyna að herma eftir þeim.

22.10.04

Tinna visindaskvisa

Jæja. Fyrstu vísindalegu samræður mínar við vísindamann um rannsóknir sem við erum að gera var rétt í þessu að eiga sér stað. Svolítið stressandi í byrjun því þessi gaur er mjög framarlega á okkar (!) sviði. Ég leit í alvöru niður á bringuna til að athuga hvort það sæist hvað hjartað í mér hamaðist. Ekki grín. Það sást ekki en ég skil ekki af hverju ég verð svona hrikalega stressuð þegar ég er að fara að tala um rannsóknir. Þetta var svaka gaman því gaurnum fannst pælingin mjög áhugaverð og það sem ég komst að á fundinum var þessi nálgun á vandamálinu sem ég er að gera (og reyndar Sam líka, sem er einnig nemandi hans David, sem er gaurinn sem ég var að vinna með), það er enginn annar í heiminum að gera eins. Það er hrikalega spennandi ef það kemur í ljós að þetta virkar vel þeas.

19.10.04

Appelsínugult bóluefni

Himininn yfir Chicago er appelsínugulur. Eins og yfirstrikunarpenni. Ég sit á skrifstofunni að hlusta á rás 2. Ekki svo bagalegt. Bush og Kerry rífast yfir bóluefni. Mér finnst að fólk ætti ekki að láta bólusetja sig gagnvart FLENSU, það verður örugglega hraustara fyrir vikið. Ég skil eiginlega ekkert í bandaríkjamönnum. Skólinn hvetur nemendur, sem eru sennilega með hraustara fólki á þessari jörðu, til að láta bólusetja sig gagnvart flensu. Nema þetta árið, því það er skortur, klúður Bush.

En himininn er appelsínugulur því það er lágskýjað. Og nóg er af orku í Chicago, kjarnaorku. Sem hún notar til að lýsa upp stræti sín og háhýsi. Og himinn.

15.10.04

ja elskan

Hvað er best í heimi þessum?

Að geta unnið fyrir reikningunum með perusíder í hönd, hlustandi á AC DC.

Ég er fara yfir verkefnin hjá krökkunum mínum og það er mjög skemmtilegt út af ofantöldum ástæðum en einnig vegna þess að ég stjórnaði tímanum mínum svo vel á miðvikudaginn að þau svöruðu öllu rétt, meira og minna og fá öll annaðhvort 9,5 eða 10. Hverskonar lúxus er það að vera með mig sem kennara? Alveg hrikalega mikill.

Síðan erum við að fara á ribs ´n´ blues á eftir. Á the pub. Ljúfa líf.

Núna er ég líka með EINKA skrifstofu því Olga er að fara á suðurskautslandið á morgun og ekki nóg með það en á þessari skrifstofu er hátalarakerfi sem gaur nokkur skildi eftir fyrir 2 árum. Svo rás 2 hljómar hrikalega vel. Hmm... mér dettur af og til, og einmitt núna, nokkuð sem Gavin nokkur félagi minn frá Ástralíu sagði einu sinni við mig, fyrir kannski 10-12 árum, þegar honum ofbauð eitthvað í hegðun minni. En hann sagði einmitt "simple pleasures, simple minds".

Jæja, best að ég reyni að fara í gegnum þennan bunka áður en blúsinn byrjar

14.10.04

Alveg super

Heillastjarnan hættir nú bara ekki að skína á mig. Í gær átti ég alveg dæmalaust góðan dag. Eins og daginn þar áður.

Ég var með tíma. Kort af Chicago og finna leifar af ísöldinni á svæðinu var verkefnið. Þetta gekk svo ótrúlega vel og krakkarnir eru svo sæt og yndisleg. Ég stjórnaði umræðu og benti þeim í rétta átt af miklum myndarleik. Talaði hátt og skýrt af miklu öryggi. Þau voru svo sæl að þau sögðu að ég væri BESTI TA inn og nokkur sögðu að þau elskuðu mig (það er nokkuð sem fólk gerir gjarnan hér vestan hafs). "We love you" sögðu þau. Ég varð bara eitt sólskinsbros og vissi ekki hvað ég átti að segja. Takk, eða ég elska ykkur líka...

Síðan las ég og skrifaði úrdrátt úr aðal greininni sem ég átti að lesa. Hún er nú aldeilis frökk þessi pía finnst mér, sem skrifar þessa grein. Þetta er ekki venjuleg vísindagrein um rannsóknir höfunda. Heldur eiginlega bréf til vísindamanna á þessu sviði um það að heildarmyndin sem fólk hefur er ekki nógu skýr, rannsóknir sem gerðar hafa verið á síðustu 20 árum ekki nógu markvissar eða nákvæmar... bla bla bla. Það er kannski ágætt að einhver sé með metnað en þetta er nú svolítið frekt. Eða er það kannski venjulegt að fólk skrifi greinar af þessu tagi í tímarit um rannsóknir? Ég veit ekki. En góðu fréttirnar eru þær að þessi grein styrkir pælingar okkar Davids frekar en hitt. En það er það sem við ætlum að ræða á morgun.

Svo þetta var alveg súper dagur. Ég vona að Íslensku dagarnir séu jafn súper og þeir amerísku.

12.10.04

Hrikalega godur dagur frh.

Thad er nu ekkert nema thad en thegar eg kom heim, rett buin ad skrifa thetta um thennan dag. Tha bidur eftir mer fullt af posti. Ekkert nema AFMAELISGJOF fra henni Astu minni, takk Asta! yndislegur geisladiskur med Elly Vilhjalms. Og hvad annad en VISA kort sem eg sotti um um daginn. Med $5500 limiti. Og thetta er ekki venjulegt kort, thad er GLAERT, med sma snjo. Alveg hrikalega lekkert. Og svo lett, thad sest varla.

En nu verd eg ad fara ad rulla mer heim a rulluskautunum med Madonnu minni. Ljufa lif.

Sidan eg taladi vid David (fyrir 7-8 klukkutimum sidan) er hann buinn ad senda mer 3 posta. Tvisvar greinar og einu sinni gogn. Og eg hafdi ekki tima! Eg veit ekki hvernig thetta endar. Orugglega bara vel. Eg er allavegana i alvoru spennt fyrir ad lesa adra thessara greina. Thad var nefnilega kona ad skrifa grein um ad hlutirnir virka akkurat ofugt vid thad sem David (og eg) hofum i huga og eg er buin ad nota sem frumogforsendu ad ollu sem eg gerdi sidan i jan. Svo thad verdur spennandi ad lesa hvad hun er ad spa, thessi pia.

Hrikalega góður dagur

Það er nú alveg nauðsinlegt að eiga góða daga inn á milli. Ekki þar með sagt að hinir dagarnir séu eitthvað slæmir. Þeir eru kannski bara sæmilegir, en það er nú ekkert frábært. Í dag fékk ég botn í 2 dæmi sem ég var búin að reyna við í þessari makalausu varmafræði. Fór í leikfimi og ... það er nokkurnveginn allt sem ég er búin að afreka. Nei, gleymdi náttúrulega aðalatriðinu. Talaði við David. Sem ég var búin að trassa í 4 daga. Þar með ekki talin helgin. Hann skildi það að ég hefði eiginlega ekki tíma til að vinna mikið í verkefninu. Þannig að hann stakk upp á því að við hittumst frá og með núna vikulega og ræðum 2 - 3 greinar sem ég myndi lesa. Vikulega.

Þetta bjargar alveg vandamálinu mínu með að hafa ekki nægan tíma til að vinna í verkefninu.

En ég er samt ánægð með þetta. Núna verð ég bara að láta Óla elda sem endar örugglega með að við borðum bara núðlur. Nei nei. Jæja, það er komið kaffi. Á hæðinni minni er kaffi og meðí klukkan 4 á þriðju og miðvikudögum. Svaka lúksus.


10.10.04

Geðveikt bissi

Það er svaka mikil vinna að vera í námi. Úff. Ég er bara ekkert búin að hafa neinn tíma til að skrifa blogg eða slaka á yfirleitt.

Í vikunni kenndi ég fyrsta tímann minn. Það gekk bara alveg prýðilega. Ég er með 16 krakka og þau eru öll voða sæt. Sum áttu í smá vandræðum með að fatta að vatn rennur að öllu jöfnu niður í móti... en síðan föttuðu þau það alveg. Ég var nú ekkert smá uppgefin eftir þennan tíma. Það tekur mikið á að útskýra og halda hópnum sáttum í tvo tíma.

Við Óli fórum loksins að klifra í gærkvöldi. Eftir mjög langt hlé. Það var alveg brill.

Ég er núna að rifja upp verkefnið sem ég var að vinna í í vor þvi ég er að fara að hitta leiðbeinandann minn á morgun og þá er eins gott að hafa eitthvað gáfulegt að segja. Svo ég læt þetta nægja í bili. Lifið heil.

2.10.04

Luxus Pluxus

Nuna sit eg i mestu makindum i SOFA og les fraedibok. Thad er gott. Madur finnur thad atakanlega hve gott thad er ad sitja i sofa og lesa bok thegar madur a engan sofa. Sofinn er i "common room" nemenda herna i Reynolds Klubbinum. Alveg hrikalega huggulegt, arinn og treverk upp um alla veggi. Mer lidur alveg eins og prinsessu a atjandu old. Gluggarnir herna eru eins og i turnum fra theim timum thegar prinsessur voru fastar upp i theim.

Nuna buum vid Oli rett hja Ida Noyes sem er byggingin thar sem kvikmyndafelagid synir bio og i kjallaranum er pub. Vid erum thvi buin ad fara einu sinni a pub-inn i thessari viku, einu sinni i bio saman og eg sidan for einu sinni bara ein. Eg sa danska mynd sem heitir a ensku "open hearts". Maeli med henni. Eg held ad thetta se dogma mynd. Er samt ekki alveg viss, thad er fullt af reglum sem myndir verda ad fylgja til ad geta kallast dogma og eg held ad thessi hafi ekki uppfyllt thaer allar en thad var samt svona spontant filingur i henni sem er lika i dogma myndum. Allavegana. Vid saum i gaer saman myndina super size me eftir ad vera buin ad borda frekar vonda pizzu i bodi skolans. Thannig ad thad var mjog vid haefi, ad horfa a mynd um skyndibita.

Noi Albinoi verdur syndur i bioinu a manudaginn eftir viku og 101 Reykjavik naesta thar a eftir. Vid erum buin ad aesa fullt af folki upp i ad fara a thessar myndir, eg hlakka svaka mikid til. Er ekki enn buin ad sja Noa Albinoa. Thessa onn eru manudagar norraenir. Ekki a morgun heldur hinn er Elling. Thad er eina framlagid fra Noregi, he he, vid erum med 2. En nu verd eg ad fara ad haetta thessu bladri, a stefnumot vid Ola eftir nokkrar min ad rolta a videoleigu ad saekja eina gamla a $2. Ekkert betra en ad eyda tvem dollorum a laugardagskvoldi thegar madur a engan pening.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?