10.10.04

Geðveikt bissi

Það er svaka mikil vinna að vera í námi. Úff. Ég er bara ekkert búin að hafa neinn tíma til að skrifa blogg eða slaka á yfirleitt.

Í vikunni kenndi ég fyrsta tímann minn. Það gekk bara alveg prýðilega. Ég er með 16 krakka og þau eru öll voða sæt. Sum áttu í smá vandræðum með að fatta að vatn rennur að öllu jöfnu niður í móti... en síðan föttuðu þau það alveg. Ég var nú ekkert smá uppgefin eftir þennan tíma. Það tekur mikið á að útskýra og halda hópnum sáttum í tvo tíma.

Við Óli fórum loksins að klifra í gærkvöldi. Eftir mjög langt hlé. Það var alveg brill.

Ég er núna að rifja upp verkefnið sem ég var að vinna í í vor þvi ég er að fara að hitta leiðbeinandann minn á morgun og þá er eins gott að hafa eitthvað gáfulegt að segja. Svo ég læt þetta nægja í bili. Lifið heil.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?