19.10.04

Appelsínugult bóluefni

Himininn yfir Chicago er appelsínugulur. Eins og yfirstrikunarpenni. Ég sit á skrifstofunni að hlusta á rás 2. Ekki svo bagalegt. Bush og Kerry rífast yfir bóluefni. Mér finnst að fólk ætti ekki að láta bólusetja sig gagnvart FLENSU, það verður örugglega hraustara fyrir vikið. Ég skil eiginlega ekkert í bandaríkjamönnum. Skólinn hvetur nemendur, sem eru sennilega með hraustara fólki á þessari jörðu, til að láta bólusetja sig gagnvart flensu. Nema þetta árið, því það er skortur, klúður Bush.

En himininn er appelsínugulur því það er lágskýjað. Og nóg er af orku í Chicago, kjarnaorku. Sem hún notar til að lýsa upp stræti sín og háhýsi. Og himinn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?