22.10.04
Tinna visindaskvisa
Jæja. Fyrstu vísindalegu samræður mínar við vísindamann um rannsóknir sem við erum að gera var rétt í þessu að eiga sér stað. Svolítið stressandi í byrjun því þessi gaur er mjög framarlega á okkar (!) sviði. Ég leit í alvöru niður á bringuna til að athuga hvort það sæist hvað hjartað í mér hamaðist. Ekki grín. Það sást ekki en ég skil ekki af hverju ég verð svona hrikalega stressuð þegar ég er að fara að tala um rannsóknir. Þetta var svaka gaman því gaurnum fannst pælingin mjög áhugaverð og það sem ég komst að á fundinum var þessi nálgun á vandamálinu sem ég er að gera (og reyndar Sam líka, sem er einnig nemandi hans David, sem er gaurinn sem ég var að vinna með), það er enginn annar í heiminum að gera eins. Það er hrikalega spennandi ef það kemur í ljós að þetta virkar vel þeas.