14.10.04

Alveg super

Heillastjarnan hættir nú bara ekki að skína á mig. Í gær átti ég alveg dæmalaust góðan dag. Eins og daginn þar áður.

Ég var með tíma. Kort af Chicago og finna leifar af ísöldinni á svæðinu var verkefnið. Þetta gekk svo ótrúlega vel og krakkarnir eru svo sæt og yndisleg. Ég stjórnaði umræðu og benti þeim í rétta átt af miklum myndarleik. Talaði hátt og skýrt af miklu öryggi. Þau voru svo sæl að þau sögðu að ég væri BESTI TA inn og nokkur sögðu að þau elskuðu mig (það er nokkuð sem fólk gerir gjarnan hér vestan hafs). "We love you" sögðu þau. Ég varð bara eitt sólskinsbros og vissi ekki hvað ég átti að segja. Takk, eða ég elska ykkur líka...

Síðan las ég og skrifaði úrdrátt úr aðal greininni sem ég átti að lesa. Hún er nú aldeilis frökk þessi pía finnst mér, sem skrifar þessa grein. Þetta er ekki venjuleg vísindagrein um rannsóknir höfunda. Heldur eiginlega bréf til vísindamanna á þessu sviði um það að heildarmyndin sem fólk hefur er ekki nógu skýr, rannsóknir sem gerðar hafa verið á síðustu 20 árum ekki nógu markvissar eða nákvæmar... bla bla bla. Það er kannski ágætt að einhver sé með metnað en þetta er nú svolítið frekt. Eða er það kannski venjulegt að fólk skrifi greinar af þessu tagi í tímarit um rannsóknir? Ég veit ekki. En góðu fréttirnar eru þær að þessi grein styrkir pælingar okkar Davids frekar en hitt. En það er það sem við ætlum að ræða á morgun.

Svo þetta var alveg súper dagur. Ég vona að Íslensku dagarnir séu jafn súper og þeir amerísku.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?