26.10.04

/#&$" barnaland

Ég er svona tiltölulega ósátt við það hvað ég þekki marga sem eru með heimasíðu fyrir krakkana sína á barnalandi en enga fyrir sjáfa sig. Það er nú svona mátulegt hvað krakkar geta gert spennandi hluti. Þau fara í leikskólann, gubba stundum og læra að pissa í kopp. Fullorðið fólk hinsvegar gerir að öllu jöfnu allskonar hluti og er með pælingar í gangi sem gaman væri að skrifa um þannig að þegar fólki leiðist, eins og mér núna. Þá þarf það ekki að lesa um gubb og piss og duglegur og sætur og sniðugur bla bla bla.

Við Óli erum að fara á tónleika niðrí bæ á eftir. Kata, stelpa sem býr núna í blokkinni sem við bjuggum í í fyrra, er líka að fara á tónleika niðri í bæ en hún er að fara á REM tónleika. Við Óli erum bara að fara á einhverja nýlistajazzégveitekkihvað tónleika. Þeir verða nú samt örugglega skemmtilegir. Við höfum séð einn af gaurunum sem spilar þarna. Það var í Montreal þegar við vorum þar í sumar. Hann var alveg ágætur. Montreal var ómótstæðileg.

Ég er annars að hlusta á útvarp samfés. Yfirleitt er það hin mesta skemmtun en hvað er í gangi með þessa spurninga keppni? Ég skil ekkert í því að hafa látið mig hafa það að hlusta á hana alla. Það er alveg hrikalega lágskýjað í Chicago. Það er örugglega rót þessa súra skaps sem ég er í. Sorry elsku vinir og vandamenn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?