25.10.04

Jökulhlaup

Ég er svo svöng að ég get varla skrifað þessa færslu. Ég ætlaði að segja frá því að núna er ég komin í tvo "klúbba" (Journal club) sem er hópur af fólki sem les sömu greinina og ræðir síðan saman hvað er að gerast í henni. Þeir eru báðir á mánudögum og fyrsta samkoman var í dag. Við vorum að lesa grein um samband jökulhlaups og lækkað hitastig í heiminum.

Nokkuð eftir síðustu ísöld telja menn að risa jökulhlaup hafi átt sér stað með þeim afleiðingum að meðalhitastig í heiminum lækkaði um 5 gráður. Hugsanlega því að mjög mikið ferskvatn helltist í norður Atlantshaf.

Ég fékk náttúrulega að bera fram orðið jökulhlaup nokkrum sinnum hátt og skýrt og útskýra merkingu orðsins.

Allir sem hafa áhuga geta fengið að vera með í þessum klúbbi en aðallega eru það bara nemendur og prófessorar í "fluids" deildinni, sem ég er einmitt í.

Hinn klúbburinn sem er að fara af stað er lokaðri klúbbur. En það erum við Sam og síðan David sem ætlum að lesa greinar um hvernig agnir hegða sér í sjó því við erum báðar að gera verkefni að reyna að herma eftir þeim.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?