15.10.04

ja elskan

Hvað er best í heimi þessum?

Að geta unnið fyrir reikningunum með perusíder í hönd, hlustandi á AC DC.

Ég er fara yfir verkefnin hjá krökkunum mínum og það er mjög skemmtilegt út af ofantöldum ástæðum en einnig vegna þess að ég stjórnaði tímanum mínum svo vel á miðvikudaginn að þau svöruðu öllu rétt, meira og minna og fá öll annaðhvort 9,5 eða 10. Hverskonar lúxus er það að vera með mig sem kennara? Alveg hrikalega mikill.

Síðan erum við að fara á ribs ´n´ blues á eftir. Á the pub. Ljúfa líf.

Núna er ég líka með EINKA skrifstofu því Olga er að fara á suðurskautslandið á morgun og ekki nóg með það en á þessari skrifstofu er hátalarakerfi sem gaur nokkur skildi eftir fyrir 2 árum. Svo rás 2 hljómar hrikalega vel. Hmm... mér dettur af og til, og einmitt núna, nokkuð sem Gavin nokkur félagi minn frá Ástralíu sagði einu sinni við mig, fyrir kannski 10-12 árum, þegar honum ofbauð eitthvað í hegðun minni. En hann sagði einmitt "simple pleasures, simple minds".

Jæja, best að ég reyni að fara í gegnum þennan bunka áður en blúsinn byrjar

This page is powered by Blogger. Isn't yours?