12.10.04

Hrikalega góður dagur

Það er nú alveg nauðsinlegt að eiga góða daga inn á milli. Ekki þar með sagt að hinir dagarnir séu eitthvað slæmir. Þeir eru kannski bara sæmilegir, en það er nú ekkert frábært. Í dag fékk ég botn í 2 dæmi sem ég var búin að reyna við í þessari makalausu varmafræði. Fór í leikfimi og ... það er nokkurnveginn allt sem ég er búin að afreka. Nei, gleymdi náttúrulega aðalatriðinu. Talaði við David. Sem ég var búin að trassa í 4 daga. Þar með ekki talin helgin. Hann skildi það að ég hefði eiginlega ekki tíma til að vinna mikið í verkefninu. Þannig að hann stakk upp á því að við hittumst frá og með núna vikulega og ræðum 2 - 3 greinar sem ég myndi lesa. Vikulega.

Þetta bjargar alveg vandamálinu mínu með að hafa ekki nægan tíma til að vinna í verkefninu.

En ég er samt ánægð með þetta. Núna verð ég bara að láta Óla elda sem endar örugglega með að við borðum bara núðlur. Nei nei. Jæja, það er komið kaffi. Á hæðinni minni er kaffi og meðí klukkan 4 á þriðju og miðvikudögum. Svaka lúksus.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?