23.2.07

Rigning

Enn ein ástæða fyrir Íslendinga til að taka umhverfismál alvarlega.

Það er vitað mál að fólki er nokk sama um umhverfið nema það hafi bein áhrif á hagsmuni þeirra. Þetta sá ég glöggt í sumar þegar ég var að tala við hóp fólks um hitnun jarðar. Ég benti þeim á að afleiðingar hitnunar jarðar væru meðal annars þær að jöklar bráðna og eru um það bil að hverfa. Þau kipptu sér nú ekki mikið upp við að heyra það því 'það mun nú ekki gerast á okkar æviskeiði'. Ég sagði þeim að það væru kannski 20-30 ár í það og þá var þetta allt í einu orðið alvöru vandamál.

Jæja, nú get ég sagt ykkur að ég var á fyrirlestri rétt í þessu þar sem fram komu spár um breytt rigningafar. Jább, rétt giskað. Ísland mun verða vart við aukningu í þeim efnum með áframhaldandi hitnun.

Það var félagi félaga minna, Árdísar og Dónalds, hann Paul O'Gorman sem sagði frá rannsóknum sínum og líkönum sem hann hefur verið að þróa. Einstaklega áhugavert.

Þannig að þeim sem gaman hafa af því að flatmaga á grasinu á sumrin eða spranga um fjöll í góðu veðri er bent á þann kost að hjóla í vinnuna til að leggja sitt af mörkum.

Efnisorð:


This page is powered by Blogger. Isn't yours?