25.7.07
Fréttirnar
Ég skil ekki af hverju ég er svona hissa, en. Ég var að horfa á fréttirnar, BBC world news. Helmingur fréttanna fjallaði um afleiðingar hitnun jarðarinnar. Evrópa brennur; skógareldar geysa vegna þess hve heitt og þurrt er. Á meðan setja flóð allt á annan endan í Bretlandi og Rússlandi. Þetta eru öfgarnar sem vísindamenn eru búnir að reyna að útskýra að er það sem koma muni.
Maður syndir í sjónum á norðurpólnum til að vekja athygli á hitnun jarðar. Þetta eru fréttirnar sem spáð var fyrir 10 árum. Núna er það bara svo að sérkennilegt veður tekur upp meira og minna allan fréttatímann. Jafnvel þó svo ég sé með nefið ofaní veðurfars rannsóknum allan daginn finnst mér ógnvekjandi að sjá þetta svona "live" á skjánum.
Það sem ég sá á skjánum fer hinsvegar ekki mikið fyrir á vefsíðunni. En ég rakst rétt í þessu á grein á vefsíðunni með yfirskriftinni Ozone has 'strong climate effect'. Þetta er óheppileg yfirskrift að því leyti að flestir eiga eftir að lesa hana en ekki greinina. Síðan á fólk eftir að rugla saman "hitnun jarðar" og "óson-gatið". En þetta eru tvær afleiðingar þess að menn setja lofttegundir í andrúmsloftið í meira magni núna en sögulega hefur verið gert.
Hitnun jarðar er að mestum hluta vegna koldíoxíðs, CO2, sem verður til þegar kol og olía eru brennd. Óson er lofttegund svipuð að því leyti og CO2 að hún er gróðurhúsalofttegund. Hún er til í litlu magni í andrúmsloftinu, nálægt yfirborði jarðar.
Ósongatið er lengst upp í háloftum. Í ósonlaginu. Sem verndar okkur gegn útfjólubláum geislum. Ósonlagið er svo langt uppi að það hefur ekki bein áhrif á gróðurhússáhrifin.
Þessi tvö fyrirbæri eru að mestu óskyld. Það sem tengir þau saman hefur að gera með ský yfir suðurskautslandið sem ég get ekki farið útí núna því ég þarf að hitta Óla á pizzustað en ef áhugi er fyrir hendi á færslu um þær spekulasjónir mun ég með glöðu geði skrifa eina þannig.
Maður syndir í sjónum á norðurpólnum til að vekja athygli á hitnun jarðar. Þetta eru fréttirnar sem spáð var fyrir 10 árum. Núna er það bara svo að sérkennilegt veður tekur upp meira og minna allan fréttatímann. Jafnvel þó svo ég sé með nefið ofaní veðurfars rannsóknum allan daginn finnst mér ógnvekjandi að sjá þetta svona "live" á skjánum.
Það sem ég sá á skjánum fer hinsvegar ekki mikið fyrir á vefsíðunni. En ég rakst rétt í þessu á grein á vefsíðunni með yfirskriftinni Ozone has 'strong climate effect'. Þetta er óheppileg yfirskrift að því leyti að flestir eiga eftir að lesa hana en ekki greinina. Síðan á fólk eftir að rugla saman "hitnun jarðar" og "óson-gatið". En þetta eru tvær afleiðingar þess að menn setja lofttegundir í andrúmsloftið í meira magni núna en sögulega hefur verið gert.
Hitnun jarðar er að mestum hluta vegna koldíoxíðs, CO2, sem verður til þegar kol og olía eru brennd. Óson er lofttegund svipuð að því leyti og CO2 að hún er gróðurhúsalofttegund. Hún er til í litlu magni í andrúmsloftinu, nálægt yfirborði jarðar.
Ósongatið er lengst upp í háloftum. Í ósonlaginu. Sem verndar okkur gegn útfjólubláum geislum. Ósonlagið er svo langt uppi að það hefur ekki bein áhrif á gróðurhússáhrifin.
Þessi tvö fyrirbæri eru að mestu óskyld. Það sem tengir þau saman hefur að gera með ský yfir suðurskautslandið sem ég get ekki farið útí núna því ég þarf að hitta Óla á pizzustað en ef áhugi er fyrir hendi á færslu um þær spekulasjónir mun ég með glöðu geði skrifa eina þannig.
Efnisorð: veðurfarsbreytingar
Comments:
<< Home
Já ég vil vita meira um Óson og óson-gatið. Nú er það hætt að vekja fjölmiðlaathygli..
Er gatið horfið eða búið að lagast?
Er gatið horfið eða búið að lagast?
Já, gatið er að minnka. Bann á CFC-lofttegundum (og öðrum ósoneyðandi lofttegundum) árið 1987 (Montreal samningurinn) leiddi til þess að gatið hætti að stækka í kringum 2000 og fer nú minnkandi. Ég held það sé talið að það verði jafn lítið/stórt og það var 1980 í kringum 2050, með þessu áframhaldi. Það eru bara góðar fréttir í sambandi við ósongatið, ætli það sé ekki ástæðan fyrir því að ekkert heyrist um það í fjölmiðlum..
Tinna, takk fyrir óson fræðsluna, þú heldur okkur við efnið. Til hammó með ammó í gær, vona að þú hafir haft það fínt á þessum góða degi.
Kv. Anna
Skrifa ummæli
Kv. Anna
<< Home