19.1.07

Ný kenning

Um daginn greindu danskir vísindamenn frá nýrri kenningu um koldíoxíð og hlutverk hafíss að flytja það niður í sjóinn. Hér er linkur á greinina. Mér finnst þetta mjög áhugavert. Þeir eru að segja að þeir séu búnir að finna nýja leið, sem mönnum hafði ekki dottið í hug áður, fyrir koldíoxíð að flytjast í sjóinn.

Þegar ís frýs þá festist loft inn á milli vatns-sameindanna. Tær ís, sem er bara vatn, er glær en ef loft er inná milli, þá verður hann hvítur. Þannig að í hafís er fullt af lofti sem vill komast út úr ísnum þegar hann nær ákveðið lágu hitastigi. Alveg eins og gosflaska sem sett er í frost, tappinn skrúfast af því loftið vill komast út. Þannig að það sem þessir vísindamenn eru að segja er að ísinn verður til við -1.8 gráður C og stækkar eftir því sem hitastigið lækkar. Síðan þegar það nær -6 gráðum C þá fer loftið sem festist inní ísnum komast út. Og þar sem 90% af ísnum er undir sjávarborði þá fer 90% af loftinu í sjóinn. Svona skil ég þetta allavegana.

Síðan er vandamálið náttúrulega að ísinn er að hverfa. Á hverju ári er ísinn á norðurpólnum minni en árið á undan, allavegana á sumrin. Þá minnkar það hversu mikið CO2 þrýstist niður í djúpsjó. Meiri CO2 í andrúmsloftinu, enn meiri hlýnun, enn minni ís, þetta veit ekki á gott.

Svaka spennandi pælingar. Ég hlakka til að heyra meira um þær. Vandamálin eru kannski nokkur. Í fyrsta lagi er ekki ljóst að svo mikið loft festist inni í ísnum. Ég bar þessa hugmynd upp við Doug sem er aðal ís gæjinn okkar og hann virtist ekki vera á því að mikið loft festist í ískristöllunum. Það er samt svolítið og það kemur úr sjónum, frá sama stað og vatnið sem ísinn er búinn til úr. Sem þýðir að það er þá spurning hversu miklu máli það skiptir að loft úr sjónum fari inn í ísinn og síðan útúr honum aftur inn í sjóinn. Þetta eru pælingar sem við verðum að heyra meira um.

Efnisorð:


This page is powered by Blogger. Isn't yours?