3.3.07

Við kærum!

Hún Svava vinkona gaf mér innblástur til að skrifa þennan póst.

Fyrir fimmtán árum síðan þegar ég lærði fyrst um gróðurhússáhrifin voru þau umdeild. Menn sem ekki voru "umhverfishnetur" voru almennt á þeirri skoðun að útblástur mannanna væri ekkert í samanburði við útblástur eldfjalla. Bara dropi í hafið. Það er ekki lengur svo. Núna er fólk almennt sammála um að mennirnir séu að hafa mikil árhrif á veðurfar jarðarinnar. Sumir eru sannfærðari en aðrir.

Inúítar sjá áhrif hitnunar greinilegar en flestir þar sem þeir búa á ís sem er um þessar mundir að bráðna. Þeirra tilvist er í orðsins fyllstu merkingu að renna til sjávar. Bandaríkin eru forystu þjóð þegar kemur að losun gróðurhússlofttegunda og nú hafa Inúítar ákveðið að stefna þeim fyrir mannréttindadómstólum. Inúítar vilja meina að þeirra mannréttindi til lífs og viðurværis, menningu og siða sé ógnað. Þeir vilja meina að með losun fjórðungi allra gróðurhússlofttegunda hafa Bandaríkin beint skert þeirra mannréttindi.

Það verður áhugavert að sjá hvernig þetta mál þróast. Hér er frétt frá Kanada um málið

Efnisorð:


This page is powered by Blogger. Isn't yours?