26.7.07
Óson
Þessi færsla fjallar um það hvernig óson (O3) hefur áhrif á hitnun jarðar. Ósonið sem um er rætt finnst í neðri lögum lofthjúpsins (troposphere), ekki í háloftunum (stratosphere). Þetta óson verndar jörðina ekki gegn útfjólubláum geislum heldur veldur það alls kyns skaða: öndunarerfiðleikum í borgum, eins og í LA, Beijing og Reykjavík auk þess sem það er gróðurhússlofttegund. Óson er einnig skaðlegt fyrir plöntur, það eyðileggur frumur inni í laufinu og minnkar getu þeirra til að taka upp koldíoxíð. Núna í fyrsta sinn voru menn að rannsaka samband aukins ósons og magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu. Vísindamennirnir telja að óbeinu áhrifin (aukið óson þýðir að plöntur taka upp minna CO2 sem þýðir að meira verður eftir í andrúmsloftinu sem þýðir að minni varmi sleppi út í geim) séu veigameiri en beinu áhrifin (óson er gróðurhússloftegund sem endurgeislar varma sem er að reyna að sleppa út í geim).
Þessar niðurstöður eru mjög týpískar í hitnun jarðar / veðurfarsbreytingar geiranum. Það kemur yfirleitt í ljós að slæmu áhrifin eru enn verri en talið var í fyrstu.
Góðu fréttirnar eru þær að það er ekki erfitt að eiga við óson. Það lifir ekki í andrúmsloftinu nema kannski í nokkra daga eða vikur, þannig að það eina sem þarf að gera er að leggja bílnum. Labba, hjóla, taka strætó, eða ef menn nenna því ekki, fjárfesta í einhverju litlu tæki sem minnkar útblástur NOx úr bílnum.
Þessar niðurstöður eru mjög týpískar í hitnun jarðar / veðurfarsbreytingar geiranum. Það kemur yfirleitt í ljós að slæmu áhrifin eru enn verri en talið var í fyrstu.
Góðu fréttirnar eru þær að það er ekki erfitt að eiga við óson. Það lifir ekki í andrúmsloftinu nema kannski í nokkra daga eða vikur, þannig að það eina sem þarf að gera er að leggja bílnum. Labba, hjóla, taka strætó, eða ef menn nenna því ekki, fjárfesta í einhverju litlu tæki sem minnkar útblástur NOx úr bílnum.
Efnisorð: veðurfarsbreytingar