27.7.08
IPNC
International pinot noir celebration.
Þegar ég var á AGU (American Geophysical Union) eða (alheimsráðstefna jarðeðlisfræðinga) þá var update á realclimate á hálftímafresti. Núna erum við Óli á Pinot Noir hátíð alheimsins og þá er update, tjah, svona á hálfsólarhringsfresti.
Fréttir úr pinot noir heimi eru þær að það er allt í góðu lagi með pinot noir í heiminum í dag. Pinot Noir frá Frakklandi, eða Bourgogne, kemur í rólegheitunum, en staldrar við heillengi. Frá Oregon og Sonoma kemur vínið með látum og hverfur oft eins fljótt og það kom. En þetta voru bara helstu fréttir, hádegisfréttir koma síðar, eða, eins og menn segja, um hádegið. Ég ætlaði að setja myndir, en, ég týndi næstum myndavélinni, hún fannst, núna er hún batteríislaus og Óli er að fríka út, svo það verður ekkert úr því.
Þegar ég var á AGU (American Geophysical Union) eða (alheimsráðstefna jarðeðlisfræðinga) þá var update á realclimate á hálftímafresti. Núna erum við Óli á Pinot Noir hátíð alheimsins og þá er update, tjah, svona á hálfsólarhringsfresti.
Fréttir úr pinot noir heimi eru þær að það er allt í góðu lagi með pinot noir í heiminum í dag. Pinot Noir frá Frakklandi, eða Bourgogne, kemur í rólegheitunum, en staldrar við heillengi. Frá Oregon og Sonoma kemur vínið með látum og hverfur oft eins fljótt og það kom. En þetta voru bara helstu fréttir, hádegisfréttir koma síðar, eða, eins og menn segja, um hádegið. Ég ætlaði að setja myndir, en, ég týndi næstum myndavélinni, hún fannst, núna er hún batteríislaus og Óli er að fríka út, svo það verður ekkert úr því.
24.7.08
Fuglaflensan
Enn eitt skiptið ligg ég með óráði í rúminu, fárveik. Í þetta skiptið held ég að fuglaflensan hafi náð bólfestu í mínum auðtrúa vefjum. Þannig var það að ég kom heim úr vinnunni aðeins þreytt og hugsa með mér að ég gæti sest aðeins út á svalir með bók áður en ég fer að taka til kvöldmatinn. Allt í góðu með það nema þegar ég stíg út er þar fyrir lítill fugl, eða kannski af meðalstærð. Hún virðist vera aðeins slöpp því þar sem hún reynir að fljúga í burt stímir hún fyrst á vegginn og síðan svalirnar fyrir ofan og endar með því að veltast niður á skyggni fyrir ofan innganginn. Hún hafði setið í hægindastólnum sem var nú orðinn allur útí fiðri og skít en ég gerði mér lítið fyrir og sópa öllu í burtu með tuskuræfli. Jæja, svaka góð bók, yndislegt að sitja útá svölum þar sem sólin er að búa sig undir að setjast... Nema hvað. Klukkutíma síðar ligg ég upp í rúmi, undir teppi, í ullarpeysu og lopasokkum hríðskjálfandi. Síðan hálfnakin, kófsveitt og stynjandi. Og fuglinn á sínum stað. Greinilega með flensu.
Óli var nú ekki alveg að kaupa þetta. Enginn í Ameríku búinn að fá fuglaflensuna. En ég gæti verið sú fyrsta. Það verður alltaf einhver að vera fyrstur. Allavegana. Það sökkar að vera með flensu.
Óli var nú ekki alveg að kaupa þetta. Enginn í Ameríku búinn að fá fuglaflensuna. En ég gæti verið sú fyrsta. Það verður alltaf einhver að vera fyrstur. Allavegana. Það sökkar að vera með flensu.
21.7.08
Tilraun mistókst
Það er ekki hægt að segja annað en að þessi mynda-hugmynd hafi ekki gengið eins og ég var að vonast. Eins gott að komin er ný vika og ég get bara skrifað blogg eins og mig lystir án þess að vera kvalin af þessu mynda splimpi.
18.7.08
12 tímar í farmers market
Alveg agalegt ástand á heimilinu. Núna, þar sem ég skrifa þetta er til hákarl, söl, sinnep og annað sambærilegt, í ískápnum. Þetta tók ég út:
Chard úr garðinum. Rauðbeður úr garðinum. Smjör frá Bruno fjölskyldunni. Síðan er þarna basil af svölunum og steinselja, laukur, sítróna, ólívuolía, parmesan og kannski brauð. Klukkutíma síðar lítur þetta svona út:
Síðan er bara að bjóða upp á rauðvín og þá er þetta svaka fínn matur. Já og nokkra osta. Allavegana, er búin að vera alveg ómöguleg síðan ég skrifaði eitthvað um að hafa mynd með hverri færslu. Gleymi náttúrulega alltaf myndavélinni. Í desperats tilraun til að bjarga þessu ákvað ég að taka mynd af dótinu sem ég er búin að rækta. Það er ekkert smá gaman að rækta grænmeti. Gott að vera með svona góð tengsl við matinn sinn.
Rauðbeðurétturinn fékk vinninginn besti rétturinn. Ekki það að það sé keppni milli grænmetisins, síður en svo. Gleymdi bara að krydda chardið.. svo það var svona í meðallagi spennandi. Af þeim sökum set ég hérna uppskriftina. Hún er alveg súper og svo auðveld.
5 mínútna rauðbeður
rífa 4 rauðbeður á grófu rifjárni
bræða smjör í potti/pönnu og bæta við rauðbeðum
smá skvetta af vatni (1/2 dL)
pínu salt og pipar
lokið á í 5 mín (meðalhiti)
setja útí saxaða steinselju og kannski dill
smá skvetta af sítrónu (1/2 lítil kannski)
hræra smá af og til.
Vona að einhver prófi þennan rétt. Hann er SÚPER. Súper góður, súper auðveldur, súper hollur. Ég veit ekki alveg hvaðan það kemur en nú eru menn hér í usa voða uppteknir af super-foods. Granatepli eru súper-fæða. Einnig rauðbeður og chard. Það er víst eitthvað mikið af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum. En það telst grænmetis til tekna, að hafa mikið af andoxunarefnum.
Óli minntist Ingu þegar hún var að segja okkur frá skyndibitamatnum í Kólumbíu þar sem hann var að fá sér chard-ið. En Inga borðaði lúxus-hamborgara í Bogota með góðri lyst þar til hún frétti að kjötið væri ekki nauta heldur ánamaðka. Hélt maðurinn minn að ég hefði veitt úr moltu-kistunni í matinn. Það var nú ekki málið, en laukurinn minnir kannski aðeins á ánamaðka því ég nennti ekki að þvo pottinn eftir rauðbeðu-eldunina og því er laukurinn bleikur. Mér fannst þetta svo skemmtileg litasamsetning, bleikt og grænt, ha? Og enn meira artí eftir að ég fór að ímynda mér að þetta væru ánamaðkar. Talandi um alvöru náttúru-experience við kvöldmatarborðið.
Chard úr garðinum. Rauðbeður úr garðinum. Smjör frá Bruno fjölskyldunni. Síðan er þarna basil af svölunum og steinselja, laukur, sítróna, ólívuolía, parmesan og kannski brauð. Klukkutíma síðar lítur þetta svona út:
Síðan er bara að bjóða upp á rauðvín og þá er þetta svaka fínn matur. Já og nokkra osta. Allavegana, er búin að vera alveg ómöguleg síðan ég skrifaði eitthvað um að hafa mynd með hverri færslu. Gleymi náttúrulega alltaf myndavélinni. Í desperats tilraun til að bjarga þessu ákvað ég að taka mynd af dótinu sem ég er búin að rækta. Það er ekkert smá gaman að rækta grænmeti. Gott að vera með svona góð tengsl við matinn sinn.
Rauðbeðurétturinn fékk vinninginn besti rétturinn. Ekki það að það sé keppni milli grænmetisins, síður en svo. Gleymdi bara að krydda chardið.. svo það var svona í meðallagi spennandi. Af þeim sökum set ég hérna uppskriftina. Hún er alveg súper og svo auðveld.
5 mínútna rauðbeður
rífa 4 rauðbeður á grófu rifjárni
bræða smjör í potti/pönnu og bæta við rauðbeðum
smá skvetta af vatni (1/2 dL)
pínu salt og pipar
lokið á í 5 mín (meðalhiti)
setja útí saxaða steinselju og kannski dill
smá skvetta af sítrónu (1/2 lítil kannski)
hræra smá af og til.
Vona að einhver prófi þennan rétt. Hann er SÚPER. Súper góður, súper auðveldur, súper hollur. Ég veit ekki alveg hvaðan það kemur en nú eru menn hér í usa voða uppteknir af super-foods. Granatepli eru súper-fæða. Einnig rauðbeður og chard. Það er víst eitthvað mikið af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum. En það telst grænmetis til tekna, að hafa mikið af andoxunarefnum.
Óli minntist Ingu þegar hún var að segja okkur frá skyndibitamatnum í Kólumbíu þar sem hann var að fá sér chard-ið. En Inga borðaði lúxus-hamborgara í Bogota með góðri lyst þar til hún frétti að kjötið væri ekki nauta heldur ánamaðka. Hélt maðurinn minn að ég hefði veitt úr moltu-kistunni í matinn. Það var nú ekki málið, en laukurinn minnir kannski aðeins á ánamaðka því ég nennti ekki að þvo pottinn eftir rauðbeðu-eldunina og því er laukurinn bleikur. Mér fannst þetta svo skemmtileg litasamsetning, bleikt og grænt, ha? Og enn meira artí eftir að ég fór að ímynda mér að þetta væru ánamaðkar. Talandi um alvöru náttúru-experience við kvöldmatarborðið.
14.7.08
Myndablogg
Smá hugmynd sem ég er búin að vera með er að hafa svona myndablogg. Það er svona ef fólk á afkvæmi þá tekur það milljón myndir af krílinu og setur á netið. Við Óli eigum reyndar engin börn en við eigum myndavél sem við, þar af leiðandi, notum sárasjaldan. Til að bæta úr því er ég að hugsa um að setja inn mynd við hverja færslu í þessari viku til að hvetja mig til að taka myndir. Því það er jú svo gaman að eiga myndir.
Sú fyrsta er úr Millenium Park en þar lágum við í dag að bíða eftir borði á Park Grill. En Óli plataði mig í 6 tíma hjólatúr í bæinn og á norðurhliðina að kaupa gleraugu. Jei. Loksins tókst það, að kaupa gleraugu!
13.7.08
Hrikalega hugguleg helgi
Já, þessi helgi hefur verið einstaklega hugguleg. Hvað er betra en bæjarrölt og evrópsk kaffihús. Klifur og nýbruggaður bjór. Smá vinna og hádegismatur í bakaríinu. Kaffi, brugg, bakarí. Jamm, þetta eru hátindar menningar okkar að mínu mati. Ásamt náttúrulega fleiru.
Þessa dagana er ég að gera upp koll. Mig langar til að smíða húsgögn og þess vegna ákvað ég að byrja á því að gera upp koll. Einfalt verkefni. Kollinn hirti ég úr ruslahaug í deildinni minni ásamt borði og hillu. Núna er ég að pússa hann með sandpappír. Síðan er hugmyndin að mála hann með mjólk-málningu. Mjólk málning er mjög gamaldags málning. Hún er búin til úr mjólk, kalki og litarefnum. Mjög einfalt og engin vafasöm efni með í för. Ég er svaka spennt fyrir þessari málningu.
Þessa dagana er ég að gera upp koll. Mig langar til að smíða húsgögn og þess vegna ákvað ég að byrja á því að gera upp koll. Einfalt verkefni. Kollinn hirti ég úr ruslahaug í deildinni minni ásamt borði og hillu. Núna er ég að pússa hann með sandpappír. Síðan er hugmyndin að mála hann með mjólk-málningu. Mjólk málning er mjög gamaldags málning. Hún er búin til úr mjólk, kalki og litarefnum. Mjög einfalt og engin vafasöm efni með í för. Ég er svaka spennt fyrir þessari málningu.
10.7.08
Með betri hugmyndum i langan tima
Ég fékk svaka góða hugmynd í gær. Málið er að við eigum sumarbústað. Uppí Flókadal. Og ég sakna þess svaka mikið að fara þangað og slaka á. Vera bara úti með nattúrunni. Ekkert áreiti, engar búðir, ekkert internet. Það er alveg yndislegt. Nema hvað, kemst ekki þessa dagana. Sem er súrt. Fæ bara fréttir af mömmu og Orra þar sem þau skjótast og hafa það notalegt. Mmmm.
Síðan er ég búin að vera að lesa um 2000W-a hugmyndina í Sviss. Það er nokkurnvegin sustainable orkunotkun á einstakling. Mér finnst þetta svaka eftirsóknavert markmið. Að nota bara 2000 vött, að meðaltali. Þá velur maður local matvörur. Slekkur á ljósum í herbergjum þar sem enginn er. Hjólar meira en að keyra. Hegðunarmynstur sem ég er hrifin af.
Og þannig varð hugmyndin til. Væri ekki gaman að hjóla upp í sumarbústað!?!???!?!?! o.o Óli ekki eins hrifinn. Það er allt of hættulegt að hjóla á Íslandi. Bara túristar sem gera það. Hmmm, hugsi hugs.. það ætti náttúrulega að loka Hvalfjarðaveginum fyrir bílaumferð og gera hann að hjólabraut!!!! Er þetta ekki góð hugmynd?? Mér finnst þetta vera með betri hugmyndum sem ég hef fengið i langan tíma.
Síðan er ég búin að vera að lesa um 2000W-a hugmyndina í Sviss. Það er nokkurnvegin sustainable orkunotkun á einstakling. Mér finnst þetta svaka eftirsóknavert markmið. Að nota bara 2000 vött, að meðaltali. Þá velur maður local matvörur. Slekkur á ljósum í herbergjum þar sem enginn er. Hjólar meira en að keyra. Hegðunarmynstur sem ég er hrifin af.
Og þannig varð hugmyndin til. Væri ekki gaman að hjóla upp í sumarbústað!?!???!?!?! o.o Óli ekki eins hrifinn. Það er allt of hættulegt að hjóla á Íslandi. Bara túristar sem gera það. Hmmm, hugsi hugs.. það ætti náttúrulega að loka Hvalfjarðaveginum fyrir bílaumferð og gera hann að hjólabraut!!!! Er þetta ekki góð hugmynd?? Mér finnst þetta vera með betri hugmyndum sem ég hef fengið i langan tíma.
8.7.08
Vistspor
Eða, ecological footprint, ummerki mannsins, einstaklings, um veru hans á jörðinni, er misjafnt. Aðalega fer það eftir því hvar maður fæðist, hverjir foreldrar hans eru, hverjir eru ráðamenn hans lands og kannski smá eftir því hvað hann vill í lífinu.
Fólk bregst oft við uppástungu um vistvænni hegðun með orðum um það að sjá ekki sem köllun sína eða sinn æðri tilgang að minnka sitt vistspor. Það finnst mér ekki kúl. Málið er nefnilega ekki það að við getum ekki breytt stöðunni, við bara nennum því ekki og við nennum ekki að hafa áhyggjur af því að nenna því ekki. Þetta er bara leti.
Í fyrsta lagi er neysla okkar mjög ósanngjörn. Meiri hluti jarðbúa hefur ekki völ á sama fjölda af hlutum og við höfum. Eða jafn tæknilegum og hægðaraukandi. Hins vegar fær þessi hluti ruslið frá okkur, brotna og ónothæfa hluti sem eru þeim til travala, menga landið þeirra og vatnið. Það er ósanngjarnt. Í öðru lagi er neysla okkar skaðleg okkur sjálfum og okkar nánasta umhverfi. Það að við viljum drekka kók úr dós og vefja kartöflur inn í álpappír er ástæða þess að núna er risa ferlíki á miðju hálendinu að búa til pening fyrir útlenskt fyrirtæki. Væri ekki meira kúl að lifa einfaldari lífstíl án óþarfa rusls eins og flatskjás og ipods? Það finnst mér.
Fólk bregst oft við uppástungu um vistvænni hegðun með orðum um það að sjá ekki sem köllun sína eða sinn æðri tilgang að minnka sitt vistspor. Það finnst mér ekki kúl. Málið er nefnilega ekki það að við getum ekki breytt stöðunni, við bara nennum því ekki og við nennum ekki að hafa áhyggjur af því að nenna því ekki. Þetta er bara leti.
Í fyrsta lagi er neysla okkar mjög ósanngjörn. Meiri hluti jarðbúa hefur ekki völ á sama fjölda af hlutum og við höfum. Eða jafn tæknilegum og hægðaraukandi. Hins vegar fær þessi hluti ruslið frá okkur, brotna og ónothæfa hluti sem eru þeim til travala, menga landið þeirra og vatnið. Það er ósanngjarnt. Í öðru lagi er neysla okkar skaðleg okkur sjálfum og okkar nánasta umhverfi. Það að við viljum drekka kók úr dós og vefja kartöflur inn í álpappír er ástæða þess að núna er risa ferlíki á miðju hálendinu að búa til pening fyrir útlenskt fyrirtæki. Væri ekki meira kúl að lifa einfaldari lífstíl án óþarfa rusls eins og flatskjás og ipods? Það finnst mér.
6.7.08
Músastigi
Ekki grunaði mig það í jólaundirbúningnum forðum daga að ég myndi einhverntíman föndra alvöru músastiga. Stiga fyrir mús. En, never say never, eins og músin sagði sem vildi komast til America (There are no cats in America!!! - Sáuð þið ekki þessa mynd?). Núna er bara að vona að hún sé hrifin af smjöri og höfrum. En mér skilst að hún sé það.
Við Óli lifum þessa dagana að megninu til á arfa. Ég var að komast að því að ein ákveðin planta sem telst illgresi hér í am er í raun með ómega-3-ríkustu plöntum. Hún heitir purslane og telst herramans matur allstaðar annarstaðar í heiminum, eins og til dæmis víða í Afríku, Asíu, Ástralíu og Evrópu. Það væri gaman að vita hvort þessi planta (Portulaca oleracea) vex á Íslandi. En ástæðan fyrir því að við borðum hana nú í hvert mál er að hún vex alveg stjórnlaust í garðinum okkar Söru. Við erum bara sáttar við það og ég er sérstaklega sátt yfir að geta borðað arfa því það gerði tengdaamma mín sú er ég aldrei hitti en var, að mér skilst, með hraustustu konum.
Við Óli lifum þessa dagana að megninu til á arfa. Ég var að komast að því að ein ákveðin planta sem telst illgresi hér í am er í raun með ómega-3-ríkustu plöntum. Hún heitir purslane og telst herramans matur allstaðar annarstaðar í heiminum, eins og til dæmis víða í Afríku, Asíu, Ástralíu og Evrópu. Það væri gaman að vita hvort þessi planta (Portulaca oleracea) vex á Íslandi. En ástæðan fyrir því að við borðum hana nú í hvert mál er að hún vex alveg stjórnlaust í garðinum okkar Söru. Við erum bara sáttar við það og ég er sérstaklega sátt yfir að geta borðað arfa því það gerði tengdaamma mín sú er ég aldrei hitti en var, að mér skilst, með hraustustu konum.
1.7.08
tímavél
Veðurfar og breytur tengdar veðurfari (eins og sjávarmál og hafís á norðurheimskauti) undanfarin ár má sjá hér: ClimateTimeMachine. Flott hjá NASA að setja þetta svona aðgengilegt fyrir mann. Núna er aðalspenningurinn hjá veðurfarsfræðingum að veðja á hafísinn fyrir árið 2008. Sumir vilja meina að 2007 sé frávik, aðrir halda að núna verði enn minni hafís. Menn eru nokkuð æstir og leggja heilmikinn pening undir. Ég hugsa að ég væri til í að veðja þúsund dollurum á að lágmarks hafíslínan fyrir 2008 verði nær 2007 en 2006. Þetta er samt ekki tilboð. Það gæti leitt til þess að ég fengi ekkert að borða í mánuð.
Annars er bara góður fílingur á skrifstofunni. Fínt að vera inni á skrifstofunni þegar úti er sól og blíða. Já, það er eiginlega of heitt til að vera úti. Allt of gott veður til að vera úti. Hver vill vera úti þegar maður getur verið inni? Ha, í góðu veðri. Best ég fari að fara út. Þetta gengur ekki.
Annars er bara góður fílingur á skrifstofunni. Fínt að vera inni á skrifstofunni þegar úti er sól og blíða. Já, það er eiginlega of heitt til að vera úti. Allt of gott veður til að vera úti. Hver vill vera úti þegar maður getur verið inni? Ha, í góðu veðri. Best ég fari að fara út. Þetta gengur ekki.