10.7.08

Með betri hugmyndum i langan tima

Ég fékk svaka góða hugmynd í gær. Málið er að við eigum sumarbústað. Uppí Flókadal. Og ég sakna þess svaka mikið að fara þangað og slaka á. Vera bara úti með nattúrunni. Ekkert áreiti, engar búðir, ekkert internet. Það er alveg yndislegt. Nema hvað, kemst ekki þessa dagana. Sem er súrt. Fæ bara fréttir af mömmu og Orra þar sem þau skjótast og hafa það notalegt. Mmmm.

Síðan er ég búin að vera að lesa um 2000W-a hugmyndina í Sviss. Það er nokkurnvegin sustainable orkunotkun á einstakling. Mér finnst þetta svaka eftirsóknavert markmið. Að nota bara 2000 vött, að meðaltali. Þá velur maður local matvörur. Slekkur á ljósum í herbergjum þar sem enginn er. Hjólar meira en að keyra. Hegðunarmynstur sem ég er hrifin af.

Og þannig varð hugmyndin til. Væri ekki gaman að hjóla upp í sumarbústað!?!???!?!?! o.o Óli ekki eins hrifinn. Það er allt of hættulegt að hjóla á Íslandi. Bara túristar sem gera það. Hmmm, hugsi hugs.. það ætti náttúrulega að loka Hvalfjarðaveginum fyrir bílaumferð og gera hann að hjólabraut!!!! Er þetta ekki góð hugmynd?? Mér finnst þetta vera með betri hugmyndum sem ég hef fengið i langan tíma.

Comments:
..það gæti glatt þitt hjarta að vita að hvalfjörðurinn er að breytast í útivistar paradís reykvíkinga. þar sem að bílar keyra þar aldrei lengur er í staðinn allt morandi af göngufólki, hjólreiðamönnum, fólki á sjókajökum, skútum og slíku. Hvalfjörðurinn er líka eiginlega klikkaðasta útivistarparadís ever...
 
og já, með hjólahugmydnina: mér finnst hún klikkuð og bara ein vankanntur á henni: hvernig á þá að koma með allt gúmmilaðið upp eftir? og þá á ég við steikur, osta, rauðvín, kaffi og súkkulaði...
 
Orri, taka þetta alla leið og maula hundasúrur og vatn úr nágrenni bústaðarins. Go local!

Vinur minn hjólaði einu sinni í og úr bústað við Hveragerði og ég er enn rosa stolt af honum :)

Líst vel á þetta!
Vala
 
ferðamennirnir á hjólunum eru með ótrúlega stórar hjólatöskur.
það er annars merkilegt hvað botnsskáli er orðinn mikil eyðisjoppa.
kveðja, ásta
 
Jei! En gaman að heyra. Já, það er um að gera að vera með smá vagn aftaní hjólinu með öllu gúmminu en síðan má kannski kaupa mjólk af konunum okkar, sveppi af nágrönnunum og aðrar nauðsinjar frá Kleppjárnsreykjum o.o
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?