18.7.08

12 tímar í farmers market

Alveg agalegt ástand á heimilinu. Núna, þar sem ég skrifa þetta er til hákarl, söl, sinnep og annað sambærilegt, í ískápnum. Þetta tók ég út:


Chard úr garðinum. Rauðbeður úr garðinum. Smjör frá Bruno fjölskyldunni. Síðan er þarna basil af svölunum og steinselja, laukur, sítróna, ólívuolía, parmesan og kannski brauð. Klukkutíma síðar lítur þetta svona út:



Síðan er bara að bjóða upp á rauðvín og þá er þetta svaka fínn matur. Já og nokkra osta. Allavegana, er búin að vera alveg ómöguleg síðan ég skrifaði eitthvað um að hafa mynd með hverri færslu. Gleymi náttúrulega alltaf myndavélinni. Í desperats tilraun til að bjarga þessu ákvað ég að taka mynd af dótinu sem ég er búin að rækta. Það er ekkert smá gaman að rækta grænmeti. Gott að vera með svona góð tengsl við matinn sinn.

Rauðbeðurétturinn fékk vinninginn besti rétturinn. Ekki það að það sé keppni milli grænmetisins, síður en svo. Gleymdi bara að krydda chardið.. svo það var svona í meðallagi spennandi. Af þeim sökum set ég hérna uppskriftina. Hún er alveg súper og svo auðveld.

5 mínútna rauðbeður
rífa 4 rauðbeður á grófu rifjárni
bræða smjör í potti/pönnu og bæta við rauðbeðum
smá skvetta af vatni (1/2 dL)
pínu salt og pipar
lokið á í 5 mín (meðalhiti)
setja útí saxaða steinselju og kannski dill
smá skvetta af sítrónu (1/2 lítil kannski)
hræra smá af og til.

Vona að einhver prófi þennan rétt. Hann er SÚPER. Súper góður, súper auðveldur, súper hollur. Ég veit ekki alveg hvaðan það kemur en nú eru menn hér í usa voða uppteknir af super-foods. Granatepli eru súper-fæða. Einnig rauðbeður og chard. Það er víst eitthvað mikið af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum. En það telst grænmetis til tekna, að hafa mikið af andoxunarefnum.

Óli minntist Ingu þegar hún var að segja okkur frá skyndibitamatnum í Kólumbíu þar sem hann var að fá sér chard-ið. En Inga borðaði lúxus-hamborgara í Bogota með góðri lyst þar til hún frétti að kjötið væri ekki nauta heldur ánamaðka. Hélt maðurinn minn að ég hefði veitt úr moltu-kistunni í matinn. Það var nú ekki málið, en laukurinn minnir kannski aðeins á ánamaðka því ég nennti ekki að þvo pottinn eftir rauðbeðu-eldunina og því er laukurinn bleikur. Mér fannst þetta svo skemmtileg litasamsetning, bleikt og grænt, ha? Og enn meira artí eftir að ég fór að ímynda mér að þetta væru ánamaðkar. Talandi um alvöru náttúru-experience við kvöldmatarborðið.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?