27.7.08

IPNC

International pinot noir celebration.

Þegar ég var á AGU (American Geophysical Union) eða (alheimsráðstefna jarðeðlisfræðinga) þá var update á realclimate á hálftímafresti. Núna erum við Óli á Pinot Noir hátíð alheimsins og þá er update, tjah, svona á hálfsólarhringsfresti.

Fréttir úr pinot noir heimi eru þær að það er allt í góðu lagi með pinot noir í heiminum í dag. Pinot Noir frá Frakklandi, eða Bourgogne, kemur í rólegheitunum, en staldrar við heillengi. Frá Oregon og Sonoma kemur vínið með látum og hverfur oft eins fljótt og það kom. En þetta voru bara helstu fréttir, hádegisfréttir koma síðar, eða, eins og menn segja, um hádegið. Ég ætlaði að setja myndir, en, ég týndi næstum myndavélinni, hún fannst, núna er hún batteríislaus og Óli er að fríka út, svo það verður ekkert úr því.

Comments:
Elsku Tinna.

Inniega til hamingju með stóra daginn. Hafðu það sem allra best og fáðu þér glas af Pinot noir :)

Knús og kossar.
Stína
 
Ooo taaakk, alveg stórgott Bordeaux, Ch. Deyrem Valentin, Margaux '99 varð fyrir valinu. Ætlaði að fá vín sem við smökkuðum og var mjög gott (pinot) en það kom uppúr krafsinu að það var svo gott að það hafði selst upp daginn fyrir afmælið mitt. En þetta vín var gott og það er gaman að smakka svona gamalt vín því venjulega drekkum við bara eins til kannski 5 eða 6 ára gömul vín. Svaka spennandi að fá vín sem var mjög tannískt en er núna orðið djúpt og bragðmikið en samt með góðan strúktúr. :D
 
úúúps, þetta var náttúrulega ekki Óli Þór heldur ég, Tinna.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?