8.7.08

Vistspor

Eða, ecological footprint, ummerki mannsins, einstaklings, um veru hans á jörðinni, er misjafnt. Aðalega fer það eftir því hvar maður fæðist, hverjir foreldrar hans eru, hverjir eru ráðamenn hans lands og kannski smá eftir því hvað hann vill í lífinu.

Fólk bregst oft við uppástungu um vistvænni hegðun með orðum um það að sjá ekki sem köllun sína eða sinn æðri tilgang að minnka sitt vistspor. Það finnst mér ekki kúl. Málið er nefnilega ekki það að við getum ekki breytt stöðunni, við bara nennum því ekki og við nennum ekki að hafa áhyggjur af því að nenna því ekki. Þetta er bara leti.

Í fyrsta lagi er neysla okkar mjög ósanngjörn. Meiri hluti jarðbúa hefur ekki völ á sama fjölda af hlutum og við höfum. Eða jafn tæknilegum og hægðaraukandi. Hins vegar fær þessi hluti ruslið frá okkur, brotna og ónothæfa hluti sem eru þeim til travala, menga landið þeirra og vatnið. Það er ósanngjarnt. Í öðru lagi er neysla okkar skaðleg okkur sjálfum og okkar nánasta umhverfi. Það að við viljum drekka kók úr dós og vefja kartöflur inn í álpappír er ástæða þess að núna er risa ferlíki á miðju hálendinu að búa til pening fyrir útlenskt fyrirtæki. Væri ekki meira kúl að lifa einfaldari lífstíl án óþarfa rusls eins og flatskjás og ipods? Það finnst mér.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?