24.3.08
Obama lengi lifi
Eins og það hefur verið sorglegt að horfa upp á núverandi forseta Bandaríkjanna misstíga sig hvað eftir annað hugsa ég að það verði yndislegt að hafa Obama sem forseta og fylgjast með honum standa sig með prýði. Ég óska þess svo heitt og innilega að hann verði næsti forsetinn. Fyrir Bandaríkin og heimsbyggðina alla held ég að það verði mikið gott.