21.3.08

"þetta veður!"

Ég ætla reyndar ekki að fara að kvarta yfir veðrinu, enda er það ekki til margs. Ef einhverjum, eins og mér, hefur fundist þessi vetur hafa verið sérstaklega harður þá er til útskýring á því. Málið er að í vetur er "La Nina" vetur. La Nina er andstæða El Nino, þá er hitastig sjávar í vestur Kyrrahafi einstaklega hátt en lágt í austurhluta Kyrrahafs, vindar yfir Kyrrahafið eru miklir. Einstaklega hagstætt ástand fyrir fisk og útgerðarmenn. El Nino ástand er þegar þessir vindar leggjast niður og hitastigsmunur yfir hafið minnkar.

Áhrifin finnast útum allan heim, í suðaustur Asíu er rigningasamt, kalt og þurrt í Peru og Equador, kalt í Japan og norð vestur bandaríkjunum... Allskonar. Og, það lítur út fyrir að, á Íslandi er bandbrjálað veður meðan La Nina stendur yfir. La Nina var líka veturinn 88-89, 95-96, 99-2001 (varði í 2 ár).

Vinkona okkar, Su Yeon, er að útskrifast í dag. Hún var líka að gifta sig fyrir nokkrum dögum svo við erum að fara á Phoenix að halda upp á með fullt af kóreönsku fólki. En Phoenix er fínasti kínverski veitingastaðurinn í Chicago. Og með þeim betri líka.

Comments:
já nú skil ég.. þetta með La Ninja og veturinn 99-01. var reyndar svo lánsöm að vera stödd á sólríkri eyju í Karabíska hafinu megnið af því tímabili en skilst að hafi verið snjóugt vetrarríki á dimmri eyju í Atlantshafi á sama tíma.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?