3.3.08

Koldíoxíð í íslenskt berg

Undanfarna daga hef ég verið að spekulera í möguleikanum að dæla gróðurhúsagasinu CO2 í vatslausn ofan í jörðina þar sem það hverfast við steindir og festist, hugsanlega til milljónir ára. Kollegi minn á Íslandi sendi mér grein þessa efnis og ég sýndi kollegum mínum hérna hana í journal club. Fólki fannst þetta áhugavert en við vorum ekki viss hvers vegna menn halda að hægt sé að binda CO2 í bergi þar sem það seytlar út. Náttúran spýtir því út, hvernig á fólk að sannfæra hana um að taka það til baka?

Annars má ég til með að ítreka ánægju mína á forsetanum okkar. Ég sýndi einmitt mynd af honum og útskýrði hversu kúl hann er, Al Gore Íslands.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?