24.3.08

Páskar

Páskar eru ekki haldnir hátíðlegir í Chicago nema á einstaka heimilum. Þar á meðal okkar. Við vorum svo heppin að fá risastórt kramhús af páskaungum, hérum, kanínum og eggjum. Allt úr súkkulaði. Ljúffengu þýsku nýmjólkur súkkulaði. Ennþá heppnari vorum við að ólétt kona kom hingað í mat ásamt eiginmanni sínum og borðaði það mest allt. Samt var hún búin að fá fois gras, smyglað frá Frans, coq au vin, inspireraður frá Frans og að endingu salat með dressingu franskrar ömmu.

Svaka gaman og ljúffengt þegar páskar eru og ekki síður annar í páskum. Til stendur að elda aðra kjötkássu í kvöld. Carbonnade a la Fammande. Þetta er belgísk kássa og því er að sjálfsögðu í henni bjór. Ekki er beint bjór bragð en hann gefur fyllingu í sósuna og allt öðruvísi yfirbragð heldur en vín. Ég hef ekki eldað þennan rétt áður, bara Óli og við höfum fengið hann oftar en einu sinni hjá YJ og Söru. Ég er spennt að vita hvort ég geti leikið þetta eftir þeim.

Comments:
Það tókst með mikillli prýði.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?