16.3.08

Brasera

Ég er bara ekki viss hvert íslenska orðið fyrir "braising" er. En það er sú eldunaraðferð sem á hug okkar og hjörtu þessa dagana. Sem sagt að elda kjöt á lágum hita í langan tíma með fullt af vökva, eins og víni, mmm. Þetta er mjög hagkvæm aðferð við að elda kjöt þar sem maður getur keypt ódýran bita en búið til góðan rétt úr honum.

Á föstudaginn buðum við tvemur vinum okkar í mat og spil og ég eldaði Hearty Beef Stew. Það heppnaðist bara ágætlega, þetta er enn hagkvæmari uppskrift en hin stewin sem við höfum hingað til eldað sem hafa verið Boef-Bourgogne og Goullash og Coq au vin. Í hearty beef stew eru gulrótar og kartöflubitar sem taka allan gljáann af. Enn betra stew fengum við í gær hjá Young Jin og Söru, nautakjöt og buffalo í belgískum bjór. Það var alveg himneskt og fór svaka vel með fína víninu sem Óli hafði talað innflytjanda í að gefa sér.

Núna erum við alveg uppgefin eftir þessar átveislur en það er sunnudagur og hvað hefur maður annað að gera á sunnudögum en að slaka á?

Comments:
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
 
orðabókin segir soðsteikja... does that capture the art of braising?

páskakveðjur Vala
 
Hmmm, hljómar ekki alveg nógu vel, en jú, það er það sem það er, takk!
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?