27.3.08

impulsive recover

Batnandi mönnum er best að lifa. Það er engin spurning um það. Þess vegna getur það komið fyrir að maður hendi dagsverkinu í einni svipan þegar maður er spurður "á ég að láta hlutina batna?" Þannig er í pottinn búið að ritillinn sem ég nota geymir ljósrit, backup, af skjalinu manns, ef svo vildi til að tengingin rofnaði áður en vistað var. Offsalega heppilegt. Enn líklegra að maður tapi ekki vinnu. Eða hvað?

Í gær gleymdi ég að vista, tengingin rofnaði. Þegar ég settist aftur til að vinna, þá spyr Carrie Bradsjov tölvan mig hvort ég vilji recovera það sem ég gleymdi að vista. Já, ekki spurning, segi ég, recoveraðu! Síðan á ég hrikalega árangursríkan dag, finn kynstrin öll af villum í forritinu, breyti og laga hægri vinstri. Tek ekki feilspor. Nema eitt.

Gleymi að henda backup skjalinu. Í morgun sest ég aftur við tölvuna, opna skjalið mitt. Ha! Gleymdi ég að vista í gær... hmm (hálft sekúndubrot er ég búin að hugsa um það þegar..) ég létt og lipurlega ýti á r. r fyrir recover.

Skjalið, eins og ég skildi við það í gærmorgun. Áður en árangursríkið skall á. Allar villurnar á sínum stað. Eins og gærdagurinn hefði aldrei átt sér stað. Mér leið eins og Bill Murray, vakna á sama degi aftur. Sem betur fer mundi ég meira og minna það sem ég hafði gert. Gat breytt öllu á réttan veg og betur til. Enn þá fleiri fítustar komnir í forritið, fleiri möguleikar fyrir agnirnar, ekki nóg með að þær klumpist saman, sökkva, detta í sundur þá þekkja þær uppruna sinn eins og Reykjarvíkurbarn. Þvílíkur lúxus.

Annars er von a gesti um helgina. Það vill svo skemmtilega til að ráðstefnan sem Sigurdís mín er að fara á er i Chicago, steinsnar frá íbúðinni okkar. Jei, svo gaman að fá Sigurdísi í heimsókn.

Comments:
Já, hver hefur ekki átt svona daga þar sem eitthvað tölvuklúður kemur upp á í verkefni sem maður er að vinna í? Maður kannast alveg við svona:) Málið er samt að maður man hvað maður hafði lagað og gerir það þá aftur, bara betra + bætir fullt af sniðugum hlutum við líka! Og þá er allt gott á ný:)

kiss kiss, Svava
 
Aha, einmitt. Gott að tjá sig líka um það, þá getur maður hætt að hugsa um það og ergelsið í brjóstinu gufar upp. Takk fyrir að hlusta :)
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?