28.3.08

Að vera í klani

Það er málið. Ég er í klani. Mitt fyrsta klan. Það heitir TOG sem stendur fyrir the other guys. Who wants to be "that guy" when you can be "the other guy"?. Ég hugsa að ég sé eina stelpan. Flestir meðlimir klansins eru menn á mínum aldri, búsettir í Texas með börn og buru. Við erum í leik sem heitir Travian og er við fyrstu sýn tölvu útgáfa af Settlers en við nánari athugun kemur í ljós þónokkur munur.

Maður byrjar með þorp með einu húsi, húsi arkitektanna. Umhverfis þorpið eru akrar, skógir, fjöll og hólar sem gefa af sér hráefnin korn, timbur, járn og múrsteina. Þessa hluti notar maður síðan til að byggja byggingar í þorpinu og til að betrumbæta aðstöðuna fyrir vinnumennina á ökrunum og fjöllunum, svo þeir geti framleitt meira. Það eru um 10000 þorp í landinu mínu, öll stýrð af öðru fólki, m.a. í Texas, en líka utan bandaríkjanna. Þegar maður er búinn að byggja bragga getur maður farið að þjálfa hermenn sem fúsir verja borgina eða fara í ránsferðir út á land. Mínir menn eru orðnir nokkuð sjóaðir rupplarar. Ég hélt að ég væri ekki þannig týpa sem myndi senda hermennina mína til að ræna og ruppla, en það kom í ljós að ég geri það samviskulaust. Núna eru 210 íbúar í tinnuborg. Þar er hveitimylla, fræðasetur, vöruskemma, braggar, járnsmiðja og nokkrar byggingar í viðbót. Þorpsbúar eru mjög ánægðir.

Ég er mjög ánægð. Ekki síst vegna framfara í forriti. Það er á blússandi siglingu. Geðveikt gaman og tími til kominn.

Comments:
...og í hvaða server er tinnuborg staðsett?
 
s5.us
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?