30.5.06
Alveg að fara
Jei! Ekki á morgun heldur hinn... Þá fer ég á seglskútu í Strauminn. Bara svona ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum.
En fyrst langar mig að sjá over the hedge. Það er teiknimynd um hvernig suburbia er að gera útaf við almennilegt fólk. Og dýr. Og mig langar líka til að sjá myndina hans Al Gore. Ég kemst bara ekki yfir það hvernig er hægt að heita Al Gore. Jæja. En hérna er smá auglýsing (reyndar tvær, má velja hvora sem er) sem ekki er hægt að lýsa með orðum hæfum á minni síðu. Hundrað manns hafði samt ýmislegt um hana að segja.
En fyrst langar mig að sjá over the hedge. Það er teiknimynd um hvernig suburbia er að gera útaf við almennilegt fólk. Og dýr. Og mig langar líka til að sjá myndina hans Al Gore. Ég kemst bara ekki yfir það hvernig er hægt að heita Al Gore. Jæja. En hérna er smá auglýsing (reyndar tvær, má velja hvora sem er) sem ekki er hægt að lýsa með orðum hæfum á minni síðu. Hundrað manns hafði samt ýmislegt um hana að segja.
28.5.06
Duglega fólkið
Það erum við.
Við vorum rétt vöknuð þegar við drifum okkur af stað í hjólreiðatúr. Hjóluðum alla leið norður í hjólabúðina á Wells. Hún er um það bil á 14 stræti svo það gerir 57+14=71 blokkir sem við hjóluðum, plús spottann í vestur. Þetta er geðveikt langt og tók okkur líka frekar langan tíma, rúman klukkutíma held ég. Í hjólabúðinni keyptum við bögglabera og spes poka til að festa á þá. Svo mikið var að gera að ekki sáu mennirnir sér fært að festa bögglaberana á hjólin okkar svo við keyptum líka tool-kit og settumst fyrir utan við að skrúfa þá á. Það var frekar mikið vesen en tókst á endanum og við svaka ánægð með okkur.
Síðan hjóluðum við í Whole foods og hittum þar Chae Young og Khun Ho, auðvitað með litla krílið Won Jae. Svaka mikið surprise að hitta þau. Það gerist ekki oft að maður hitti einhvern á förnum vegi hérna í Chicago, sérstaklega ekki þegar maður hættir sér úr litla hverfinu Hyde Park. Þau voru hress og við fórum öll saman í Trader. Alltaf svo gaman í Trader. Við keyptum passlega mikið í nýju töskurnar, spenntum þær á hjólið hans Óla og héldum af stað heim á leið.
Átta tímum eftir að við lögðum af stað vorum við komin heim. Alveg uppgefin. En hrikalega sæl og ánægð með lífið og tilveruna.
Við vorum rétt vöknuð þegar við drifum okkur af stað í hjólreiðatúr. Hjóluðum alla leið norður í hjólabúðina á Wells. Hún er um það bil á 14 stræti svo það gerir 57+14=71 blokkir sem við hjóluðum, plús spottann í vestur. Þetta er geðveikt langt og tók okkur líka frekar langan tíma, rúman klukkutíma held ég. Í hjólabúðinni keyptum við bögglabera og spes poka til að festa á þá. Svo mikið var að gera að ekki sáu mennirnir sér fært að festa bögglaberana á hjólin okkar svo við keyptum líka tool-kit og settumst fyrir utan við að skrúfa þá á. Það var frekar mikið vesen en tókst á endanum og við svaka ánægð með okkur.
Síðan hjóluðum við í Whole foods og hittum þar Chae Young og Khun Ho, auðvitað með litla krílið Won Jae. Svaka mikið surprise að hitta þau. Það gerist ekki oft að maður hitti einhvern á förnum vegi hérna í Chicago, sérstaklega ekki þegar maður hættir sér úr litla hverfinu Hyde Park. Þau voru hress og við fórum öll saman í Trader. Alltaf svo gaman í Trader. Við keyptum passlega mikið í nýju töskurnar, spenntum þær á hjólið hans Óla og héldum af stað heim á leið.
Átta tímum eftir að við lögðum af stað vorum við komin heim. Alveg uppgefin. En hrikalega sæl og ánægð með lífið og tilveruna.
27.5.06
Kallinn skilaði sér
Já, bíllinn okkar fannst. Einn og yfirgefinn. Ég var hrikalega ánægð með að vera ekki sú eina sem er c-r-a-z-y í fjölskyldunni. Óli minn gleymdi að hann hafði fært bílinn fyrir viku síðan. Sem betur fer eru löggurnar í þessari borg himinlifandi yfir að fá stundum að díla við ekki-life-threatening-situasjónir, þannig að við gátum tekið það til baka að bílnum hafi verið stolið. Svo nú getum við haldið áfram að eiga bíl og þurfum ekki að eiga ekki bíl. Það var frekar undarleg tilfinning að eiga ekki bíl, kemur sér bara frekar illa í þessari borg.
Ég silgdi á Michigan vatni í dag. Fékk að stýra og draga inn segl og allt. Svaka fjör. Ég var frekar góð í að stýra, sumir bara stýrðu í hringi og áttuðu sig aldrei á því hversu mikið þurfti að beygja. En ekki ég. Auðvitað.
Ég silgdi á Michigan vatni í dag. Fékk að stýra og draga inn segl og allt. Svaka fjör. Ég var frekar góð í að stýra, sumir bara stýrðu í hringi og áttuðu sig aldrei á því hversu mikið þurfti að beygja. En ekki ég. Auðvitað.
The insufferable Mr. Darcy
Ó allir englar á guðs himnum hversu óheyrilega góðhjartaður getur Herra Darcy verið? Indeed. Bílnum okkar var stolið fyrir nokkru en það stenst engan samanburð við Mr. Darcy. Ó, we have truly been blessed, Mr. Bennet.
Við hjónin vorum á leið í partý hinum megin í bænum en þurftum að afþakka vegna vöntunar á fararskjóta. Ég var búin að mála mig meira að segja og í spariskónum og ekkert nema það að bíllinn var bara ekki á sínum stað. Ég verð að viðurkenna að mér líður svolítið svikinni. En við eigum hjól núna og þurfum ekki að syrgja bílinn. Satt að segja er ég dauðfegin að vera laus við hann. Jah, fyrst hann ákveður að koma svona fram við okkur. Nei, nú er þetta Mrs. Bennet að tala.
Við hjónin vorum á leið í partý hinum megin í bænum en þurftum að afþakka vegna vöntunar á fararskjóta. Ég var búin að mála mig meira að segja og í spariskónum og ekkert nema það að bíllinn var bara ekki á sínum stað. Ég verð að viðurkenna að mér líður svolítið svikinni. En við eigum hjól núna og þurfum ekki að syrgja bílinn. Satt að segja er ég dauðfegin að vera laus við hann. Jah, fyrst hann ákveður að koma svona fram við okkur. Nei, nú er þetta Mrs. Bennet að tala.
17.5.06
Aspas
M M M Ferskur aspas er lostæti.
Borða kvöldmat og lesa blogg. Það hljómar svolítið grasekkjulegt. Einmitt það sem ég gæti verið ef ég vissi ekki betur. Maðurinn minn er á hafnarboltaleik með félaga sínum og er ég því hér ein heima að borða kvöldmat.
En það er sko ekki slæmt. Sérstaklega ekki vegna þess að ég er að borða aspas sem er lífrænt ræktaður hérna í nágrenninu og var skorinn niður í morgun! Ég hef sjaldan fengið nokkuð jafn ferskt. Þetta er delisíus.
Við Sara vinkona mín fórum á opnun Green-City-Market sem var einmitt í dag. Bændur úr nágrenninu koma í Lincoln Park með nýskorið grænmeti, ávexti þegar líður á sumarið, lífrænt ræktað kjöt, egg og kjúklinga, grös, korn, ull, sápur, hunang, sultur... Allskonar sem þeir rækta lífrænt og hugsanlega vinna. Svo yndislegt að fara þangað og fá ferskt og gott grænmeti. Við fórum alveg í bítið sem var líka mjög ferskt.
Borða kvöldmat og lesa blogg. Það hljómar svolítið grasekkjulegt. Einmitt það sem ég gæti verið ef ég vissi ekki betur. Maðurinn minn er á hafnarboltaleik með félaga sínum og er ég því hér ein heima að borða kvöldmat.
En það er sko ekki slæmt. Sérstaklega ekki vegna þess að ég er að borða aspas sem er lífrænt ræktaður hérna í nágrenninu og var skorinn niður í morgun! Ég hef sjaldan fengið nokkuð jafn ferskt. Þetta er delisíus.
Við Sara vinkona mín fórum á opnun Green-City-Market sem var einmitt í dag. Bændur úr nágrenninu koma í Lincoln Park með nýskorið grænmeti, ávexti þegar líður á sumarið, lífrænt ræktað kjöt, egg og kjúklinga, grös, korn, ull, sápur, hunang, sultur... Allskonar sem þeir rækta lífrænt og hugsanlega vinna. Svo yndislegt að fara þangað og fá ferskt og gott grænmeti. Við fórum alveg í bítið sem var líka mjög ferskt.
16.5.06
Vísundur
Ætli allir vísindamenn upplifi sínar uppfinningar sem svaka breakthrough? Mér finnst ég vera vísindamaður og mér finnst mitt rannsóknarverkefni svo merkilegt að ég er alveg að springa yfir því. Sérstaklega núna þar sem ég er að undirbúa fyrirlestur þar sem ég kynni niðurstöðurnar mínar. Sem mér finnst vera breakthrough niðurstöður.
Ég þurfti meira að segja að spretta nokkrar ferðir upp og niður ganginn til að róa mig aðeins niður. Þá var mér nú bara hugsað til frænda míns Kristjáns Þórs. Hann lengist listinn yfir það sem við eigum sameiginlegt. Til útskýringar, þá var frændi minn Stjáni oft beðinn um að spretta nokkra hringi í kringum húsið eða klifra upp og niður það nokkrum sinnum svona til að tappa af auka orku sem hann bjó yfir.
Þetta er kannski ráð við orkukrísunni sem við erum í. Að nýta umfram orku hjá börnum og unglingum betur. Hvert heimili gæti verið með hjól og spes út-stungu. Hmm? Leikskólar og skólar gætu líka verið með. Algjör óþarfi að hafa spes kennara sem kennir börnum að sóa orkunni útí vindinn.
Ég þurfti meira að segja að spretta nokkrar ferðir upp og niður ganginn til að róa mig aðeins niður. Þá var mér nú bara hugsað til frænda míns Kristjáns Þórs. Hann lengist listinn yfir það sem við eigum sameiginlegt. Til útskýringar, þá var frændi minn Stjáni oft beðinn um að spretta nokkra hringi í kringum húsið eða klifra upp og niður það nokkrum sinnum svona til að tappa af auka orku sem hann bjó yfir.
Þetta er kannski ráð við orkukrísunni sem við erum í. Að nýta umfram orku hjá börnum og unglingum betur. Hvert heimili gæti verið með hjól og spes út-stungu. Hmm? Leikskólar og skólar gætu líka verið með. Algjör óþarfi að hafa spes kennara sem kennir börnum að sóa orkunni útí vindinn.
14.5.06
Ekta miðvestur-rikja matur
Sunnudagsmatur okkar hjóna verður að þessu sinni grasker og maísstönglar. Þetta er sannkallaður herramannsmatur. Á graskerið setur maður smjör og púðursykur áður en það fer í ofninn. Maís stönglarnir eru ennþá auðveldari. Hér eru þeir seldir í umbúðunum sem þeir verða til í, en það eru mjög vandvirkar umbúðir. Maður setur þá bara eins og þeir koma inn í ofn, enginn álpappír. Síðan á ég smjör síðan um daginn með hvítlauk, cayenne pipar og papriku sem fer einstakleg vel við. Mmm. Svaka gott.
Fois Gras no more
Það liggur við að mér finnist ég vera komin aftur til Singapúr. Annar hver hlutur sem maður aldist upp við ólöglegur. Ekki alls fyrir löngu áttuðu nokkrir menn sig á því hvernig endur eru fóðraðar, þær sem eiga að enda sem fois gras á diskum sælkera. Nokkuð voru þeir hissa á þeirri athöfn og eftir heilmikið fjaðrafok og bréfaskrif í daglöðum endaði málið með því að ólöglegt er að framreiða aldalifrarkæfu á veitingahúsum borgarinnar og selja í matvöruverslunum.
Borgarstjórinn Mayor Daley var jafn hissa á þessu uppátæki og flestir. Hann sagði í viðtali að "í Chicago eru börn myrt af gengjum og dópistum á hverjum degi, það eru ótal alvöru vandamál sem þessi borg á við að etja." Allt í lagi að vilja hjálpa öndum sem er verið að misþyrma en ólíklegt þykir mér að þetta muni breyta einhverju. Ég vildi óska að þessir menn myndu heimsækja sláturhús, svínastíur og kjúkklingabú, þá myndu allir í Chicago þurfa að verða grænmetisætur. Ekki þætti mér það amalegt, þá gæti verið að úrval af ávöxtum og grænmeti myndi verða mönnum bjóðandi á ný.
Borgarstjórinn Mayor Daley var jafn hissa á þessu uppátæki og flestir. Hann sagði í viðtali að "í Chicago eru börn myrt af gengjum og dópistum á hverjum degi, það eru ótal alvöru vandamál sem þessi borg á við að etja." Allt í lagi að vilja hjálpa öndum sem er verið að misþyrma en ólíklegt þykir mér að þetta muni breyta einhverju. Ég vildi óska að þessir menn myndu heimsækja sláturhús, svínastíur og kjúkklingabú, þá myndu allir í Chicago þurfa að verða grænmetisætur. Ekki þætti mér það amalegt, þá gæti verið að úrval af ávöxtum og grænmeti myndi verða mönnum bjóðandi á ný.
11.5.06
Vika barnanna
Já, það er fyrsta vikan í maí og allir vita hvað það þýðir. Vika barnanna. Ég veit ekki hvort þið munuð trúa mér en hann Óli minn, Allsgóður, tók að sér að sýna munaðarlausu barni heiminn. Þeir fóru á allskonar staði sem barnið hafði heyrt um, fengu meira að segja eiginhandaráritum hjá Jaine Podmoore, og þegar öllu prógramminu var lokið var barnið yfir sig hrifið og sagði "I sure had a great time, you´re awsome!". Það þótti Óla ekki leiðinlegt.
Fyrir að vera svona góður borgari fékk minn maður viðurkenningu. Hann fékk að velja sér gæludýr og úr varð að hann valdi Mr Wiggles sem er einmitt lítill grís. Svaka sætur, hoppar og skoppar og eltir eiganda sinn hvers sem hann fer.
Mig langar að horfa á Arrested Development en ég held að það sé ekki að fara að gerast. Það á eftir að fæða Mr Wiggles og síðan virðist eins og allskonar fólk sé með problem sem Óli sér sig knúinn til að hjálpa. Hvenær varð heimurinn svona bjargarlaus segi ég bara!
Fyrir að vera svona góður borgari fékk minn maður viðurkenningu. Hann fékk að velja sér gæludýr og úr varð að hann valdi Mr Wiggles sem er einmitt lítill grís. Svaka sætur, hoppar og skoppar og eltir eiganda sinn hvers sem hann fer.
Mig langar að horfa á Arrested Development en ég held að það sé ekki að fara að gerast. Það á eftir að fæða Mr Wiggles og síðan virðist eins og allskonar fólk sé með problem sem Óli sér sig knúinn til að hjálpa. Hvenær varð heimurinn svona bjargarlaus segi ég bara!
8.5.06
Jei!
Það finnst mér gott að fólk er mismunandi. Í deildinni er svaka kúl prófessor sem ég fíla geðveikt vel en flestum kemur ekki vel saman við hann af mismunandi ástæðum. Núna gengur mér ekki vel að vinna með gaur sem reyndar gengur ekki vel að vinna með neinum nemendum, en mér kemur geðveikt vel saman við þennan gæja. Það er mjög notalegt að þó manni komi ekki vel saman við nokkra kemur manni vel saman við nokkurn sem öðrum kemur ekki vel saman við.
Ég var semsagt loksins að ávarpa umræddan mann og hann var til í að finna upp á verkefni sem ég gæti spáð í. Hann er svo kúl þessi maður, hann spáir í allskonar hlutum, er með fullt af hugmyndum um samspil íss, lofts, sjós og líffræði og finns gaman að gera einföld líkön til að skilja afmörkuð konseft. Þannig að nú er það komið á hreint hvað ég geri í haust. Jibbí!
Og ég er ekki ólétt. Það er ekki á dagskránni heldur.
Á dagskránni er að sigla í Atlantshafinu, skoða New York City in the summer, fara heim til Íslands, koma aftur til Chicago, chilla in the mid-west...
Ég var semsagt loksins að ávarpa umræddan mann og hann var til í að finna upp á verkefni sem ég gæti spáð í. Hann er svo kúl þessi maður, hann spáir í allskonar hlutum, er með fullt af hugmyndum um samspil íss, lofts, sjós og líffræði og finns gaman að gera einföld líkön til að skilja afmörkuð konseft. Þannig að nú er það komið á hreint hvað ég geri í haust. Jibbí!
Og ég er ekki ólétt. Það er ekki á dagskránni heldur.
Á dagskránni er að sigla í Atlantshafinu, skoða New York City in the summer, fara heim til Íslands, koma aftur til Chicago, chilla in the mid-west...
5.5.06
að fara a fund við nefndina
Þá er ég tilbúin að láta steikja mig af 5 prófessorum. Það er semsagt nefndar-fundur hjá mér á morgun. Þá mun ég reyna að sýna þessum gæjum hvað ég er búin að vera dugleg að vinna í verkefninu mínu. Og hvað ég er með margar áhugaverðar niðurstöður. Núna rétt áðan var ég að reikna það að við erum doomed. Eða þannig. 25% minnkun á lífrænu kolefni sem mun komast niður á hafsbotn árið 2100 miðað við í dag. Sennilega mun þessi mismunur mun smokra sér aftur upp í andrúmsloftið og vera enn einn jákvæði vítahringurinn sem við erum í.
2.5.06
Himneskar verur
Inga vinkona mín og Hector voru að eignast barn. Stelpu, sæta og himneska. Í Indónesíu og örugglega víðar eru ungabörn álitin himneskar verur, guðirnir taka sér bólfestu í smábörnum en fara aftur þegar þau geta farið að tala og tjáð sig. Ástæðan fyrir því að þetta er talið er að fólk breytist þegar það sér ungabarn. Það verður innilegt á svipin, fer að bulla og rekur útúr sér tunguna. Það er eins og börn séu ekki mennsk heldur himnesk. Mér finnst þetta vera skemmtileg lífssýn.